Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Verður boðin fram skiptastjóri í Reykjanesbæ?
Ekki eru þær nú fallegar tölurnar sem Eysteinn Jónsson birtir með grein sinni í Vikurfréttum í dag. Samkvæmt þeim þyfti maður sem á meðal einbýlishús í Reykjanesbæ að greiða í leigu af því húsnæði um það bil 500.þúsund krónur leigði hann það af Fasteign. Það þarf ekki nema meðalgreindan mann til að sjá að hér er eitthvað athugavert. En sá meirihluti sem hér ræður hefur nú í nokkuð mörg ár sagt okkur að þetta sé góður samningur fyrir bæjarfélagið.
Nú er rétt rúmlega ár síðan að mál þetta var til umfjöllunar hjá öllum þeim flokkum sem sitja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þar á meðal í þeim flokki sem hér fer með völdin. Sú umfjöllun grundvallaðist á að þá var í fyrsta sinn hægt að taka afstöðu til þess hvort áfram yrði haldið þátttöku í þessu félagi, eða hvort stefnt skyldi að því að leysa þær eignir til sín á nýjan leik sem bærinn hafði þá á leigu. Meirihlutinn lagðist gegn því, þrátt fyrir að á þeim tíma hafi verið megn andstaða við það innan þess flokks. Þar fóru tveir menn fremstir í flokki um að sannfæra menn um að áframhaldandi vera í Fasteign væri í það minnsta viðskiptatækifæri ársins, og vildu frekar bæta í þann hlut, frekar en að draga sig til baka. Hið rétta er nú að koma í ljós.
Ég bloggaði í síðustu viku um þær umræður sem þá fóru fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og voru af hálfu meirihlutans meira í hanaslagsstílnum frekar en að þeir hættu sér út í málefnalega umræðu herramennirnir tveir sem hér telja sig færasta skilgreinendur hagsmuna bæjarins. Þar sýndu framkomu gagnvart bæjarfulltrúa A-listans Sveindísi Valdimarsdóttur sem bæjarfulltrúum er ekki sæmandi. Og vildu ekki ræða efnisatriði málsins heldur vísuðu málinu í bæjarráð.
Sú umræða sem nú er hafin með þessari grein Eysteins má ekki stoppa hér, og meirihlutinn má ekki svæfa þetta mál inni í bæjarráði eins og þeir hafa svo oft gert áður með mál sem þangað hefur verið vísað. Nú þurfum við á heiðarlegri umræðu að halda, umræðu sem leiðir lausna þeirra þungu vandamála sem meirihlutastjórn þessara tveggja mann og brúðuleikara þeirra hefur leitt bæinn í. Lausnar sem byggist á samtali bæði meirihluta og minnihlutans, svo hjá því verði komist að eina framboðið til næstu bæjarstjórnarkosninga verði framboð Skiptastjóra Reykjanesbæjar. Því í það virðist stefna skv þeim upplýsingum sem nú koma fram um fjárhagsstöðu bæjarins.
http://vf.is/Adsent/40437/default.aspx
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Nú hef ég ekki kynnt mér málefni Fasteignar sérstaklega, en sá grunur hefur samt lædst ad mér allt frá stofnun ad hér væri um ad ræda bókhaldsfiff sem nota ætti til ad slá ryki í augu bæjarbúa.
Grein Eysteins rennir stodum undir thann grun.
Jóhann (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.