Föstudagur, 1. maí 2009
1.maí
Í dag er 1.maí, baráttudagur verkalýðsins. Þessi dagur var fyrr hlaðinn merkingu og minningum um baráttu verkalýðsins fyrir betri kjörum sér til handa .En sú merking dofnaði í því góðæri sem hér ríkti, og menn gleymdu gildunum. Menn gleymdu því sem máli skipti, baráttunni fyrir jöfnuði og réttlæti öllum til handa. Menn gleymdu sjálfum sér.
Í dag er baáttudagur verkalýðsins, og fyrir þá er enn hafa vinnu er hann kærkomin hvíld, en rúmlega átján þúsund manns sem atvinnnulausir hugsa sennilega ekki um þennan dag sem hvíldardag, þau eru úthvíld og vilja fara að sjá eitthvað gerast. Að þau eins og aðrir fari að sjá hér atvinnumöguleika verða til á nýjan leik eftir hrunið sem kippt hefur lífsviðurværinu undan heimilunum í landinu. En menn vita að allt þetta kemur til með að taka tíma. Og á meðan standa menn álútir og bíða.
Sumir standa álútir sökum sökum þeirrar vissu sinnar að það sem þeir gerðu í aðdraganda hrunsins var í andstöðu við þau gildi sem þeim hafði verið kennt, og þau létu græðgina ráða og sitja nú eftir með sárt ennið. Sumir standa álútir sökum þess að þeir telja sig svikna af þeim er með völdin fóru, og svo eru sumir sem standa álútir nú um stundir, og segjast vera í naflaskoðun. Látum þá standa svolítið lengur og skoða á sér naflann.
Ljóst er að sá flokkur fólks sem nú stendur og segjast vera að skoða á sér naflann, hafði ekki hugmynd um merkingu orðanna "Stétt með stétt"sem þeir þó völdu sér sem slagorð. Sú kreppa sem nú gengur yfir er að miklu leyti hugmyndafræði þeirra að kenna. Þeirri hugmyndafræði að hver sé sér næstur og þurfi í viðleitni sinni til að skapa sér gott líf, ekki að hugsa um náungann eða hvernig honum reiðir af. Framundan er tími endurskoðunar á gildum og lífsmati. Tími þar sem huga verður á ný að uppbyggingu velferðarkerfisins og öllu því sem foreldar okkar höfðu byggt upp með hörðum höndum, en er nú í hættu sökum grandvaraleysis og græðgi þeirra er með mál fóru.
Nú er ekki tími naflaskoðunar, heldur hugarfarbreytinga þar sem hugur fylgir máli. Tími til að 1.maí fái á ný það vægi sem hann áður hafði, og verði ekki bara einhver frídagur þeirra sem vinna á daginn og finnst gaman að grilla á kvöldin, heldur baráttudagur okkar þegnanna þar sem við berjumst fyrir kjörum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt segir þú, Hannes!
Nafli FLokksmanna hefur verið miðja alheimsins fram til þessa! Og nú ætla þeir að einblína enn meir á hann
Hlédís, 2.5.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.