Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ég kann alltaf betur og betur við Jóhönnu og Steingrím.
Ég kann alltaf betur og betur við þau Jóhönnu og Steingrím. Þau virðast einhvern veginn ná í hverju einasta máli að skilja kjarnann frá hisminu sem þau vekja máls á þessa dagana, mörgum til armæðu. Þau ætla sér að koma hér á jafnaðarþjóðfélagi með skýrum línum. Eitt þessara mála er til að mynda launajöfnuður innan ríkiskerfisins. Að engin forstöðumaður ríkistofnunar, eða fyrirtækjum þeim tengdum hafi hærri laun en forsætisráðherrann.
Einhvern vegin finnst manni þetta hljóma skynsamlega. Enda enginn sem ber jafn mikla ábyrgð, né heldur með meira vinnuframlag en forsætisráðherra hverju sinni. Ég skil ekki hversvegna þetta er ekki orðið að lögum fyrir löngu.
Ég fór að velta þessu fyrir mér, og það svo sem ekki í fyrsta skipti, hvernig svona launarammar er fundnir út. Og þau viðmið sem notuð eru þegar þeir eru fundnir. Nú heyrir maður af fjárhagsvandræðum sveitarfélaga vítt og breytt um landið, og jafnvel að smá bæjarfélög séu rekin með gegndarlausum halla ár eftir ár.
En eitt er þeim sammerkt þessum bæjarfélögum að á flestum stöðum sitja þar bæjarstórar á því sem við köllum nú ofurlaun.Sem aldrei eru skert. Og hafa í kringum sig hirð af allskonar millistjórnendum á launum sem nálgast laun forsætisráðherra þjóðarinnar. Bæjarfélögin eru orðin ríki í ríkinu og engum ,síst af öllum pólitíkusunum þykir nokkuð athugavert við þetta. Þetta er hluti kostnaðarins. Það þarf að borga þessum mönnum og konum góð laun fyrir að reka bæjarfélögin. Jafnvel þó þau séu rekinn með hvínandi halla. Launin eru jú ekki árangurstengd, heldur miðast við kunnáttu viðkomandi. Árangurinn fylgir þó ekki metinni kunnáttu virðist oft vera.
Auðvitað eiga menn nú þegar komið er að uppstokkun í launakerfum ríkisins, og hugsanlegrar þjóðarsáttar um launakjör almennra starfsmanna bæði ríkis og bæja að taka þessi kjör upp á borðið og sjá hvort full sanngirni er þarna í gangi. Hvort verið geti að bæjarstjóri meðalstórs bæjarfélags sem stöðugt hefur verið rekið með tapi, hvort heldur í góðæri eða illæri eigi skilið tvöföld laun forætisráðherra fyrir utan nefndarsetur. Sem eru víst ekki innifalin í launum slíkra manna. Er ekki tíminn núna til að skilja kjarnan frá hismininu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Jóhann
Er ekki kannski megin munurinn fólginn í því að Obama hefur svigrúm sem við höfum því miður ekki.? Við eigum ekki þessa peninga sem vantar, og fáum heldur ekki lán.
Nú þurfum við að spara og hagræða allsstaðar þar sem þess er kostur.
Kveðja Hannes
Hannes Friðriksson , 12.5.2009 kl. 09:16
Mæltu manna heilastur.
Fólk getur víst ekki skilið að ekki verður áfram haldið í sukkinu og svínaríinu. Engum treysti ég betur en þeim Jóhönnu og Steingrími og mér finnst ágætt að snobbliðið hefur þurft frá að hverfa úr rikisstjórn. Vonandi þurfum við ekki að taka við þeim aftur
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.5.2009 kl. 11:17
Ja þú gerir ekki miklar kröfur, það verð ég að segja. Það hefur ekki verið orð að marka hvorki Jóhönnu eða Steingrím. Jóhanna var í ríkisstjórninni sem varð okkur að falli. Steingrímur ætlaði að skila IMF láninu og sagðist ekki mundu greiða ICSave skuldirnar kæmist hann til valda. Hannes þú ert bara einn þeirra sem fylgir þínum flokki í blindni gagnrýnislaust sama hversu vitlaust það er.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:53
blessaður Ómar.
Nei það er nú erfitt að gera miklar kröfur í því árferði sem nú er. Er nú ekki alveg sammála um hvað mikið hefur verið að marka þau. Sé ekki betur en að þau hafi staðið ágætlega undir því trausti sem þeim hefur verið sýnt. Ég fylgi mínum flokki, en það geri ég nú ekki alveg gagnrýnislaust finnst betra að melta aðeins hlutina áður en ég samþykki þá. Ég sé nú ekki hvað er galið við þessa hugmynd hjá þeim að sá sem beri mestu ábyrgðina í kerfinu hafi einnig hæstu launin. Hins vegar væri nú flott hjá þér sem vænir mig um að fylgja öllu gagnrýnislaust sama hve vitlaust það er að útskýra í hverju vitleysan er fólgin. .
Með bestu kveðjum Hannes
Hannes Friðriksson , 12.5.2009 kl. 15:20
Ég er alveg sammála þér Hannes. Mér finnst fólk yfirleitt vera mjög ánægt með Jóhönnu og Steingrím. Það er ekki fyrr en maður fer að lesa bloggið að svartsýnisraus og neikvæðni skellur á manni. Hrunið varð og kreppan kom og einhvernveginn verðum við að koma okkur út úr þessu. En það tekur tíma og margir munu finna mikið fyrir kreppunni, missa húsnæði og svo fl. Fólk má ekki halda að kreppann sé bara orð á blaði en þannig finnst mér margir láta sem sjá ekkert nema vont við það sem þó er verið að reyna að gera. Það munu allir finna fyrir þessu á einn eða annan hátt.Ég veit að úrræðin sem boðið er uppá í húsnæðislánum eru að hjálpa þeim sem ég þekki til.
Ég gæti best trúað því að Jóhönnu og Steingrími muni takast að snúa kreppudæminu við og það verði betri tímar í vændum fyrr en við höldum. Sýnum aðeins smá þolinmæði.
Ína (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:28
Jóhann Ingi heldur eftirfarandi fram:
"Nú, hefur ríkisstjórnin boðað til einhverra aðgerða í efnahagsmálum. Ég held að þú ættir að horfa til Bandaríkjanna og sjá að Barack Obama, forseti þeirra, er að gera betri hluti en ríkisstjórnin hér á Fróni."
Eitt af því sem Obama og bandarísk stjórnvöld hafa gert er að pumpa yfirgengilegum fjárhæðum inn í bankakerfið án þess að gera kröfu um endurskipulagningu, mannaskipti eða rannsóknar á glæpsamlegu athæfi í bankakerfinu. Eru þetta þessar glæsilegu aðgerðir Obama sem þú ert að tala um Jóhann Ingi?
Það hefur komið fram í máli William K. Black (var áður hjá Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna, prófessor í hagfræði og lögum), sem hélt fyrirlestur hér á landi í gær, að gríðarleg svik og falsanir gegnsýra bandaríska bankakerfið, rétt eins og það íslenska hér fyrir hrun. Hann hefur gagnrýnt Obama fyrir að taka ekki á málinu.
Það sem þó var rétt gert síðastliðið haust var það að megninu af erlendum skuldum íslensku bankanna var hent í ruslið. Það var gott enda voru þeir sem lánuðu bönkunum þessar fjárhæðir inn í örsmátt hagkerfið alveg jafnmiklir glæpamenn og/eða vitleysingar og íslensku bankamennirnir.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:40
Jóhanna er Flugfreyja, svo kanske á að miða laun hennar við nentun hennar. Steingreímur hefur enga mentun á sviði fjármála, kanske á að miða mentun hans við hans mentun. Spurningin er svo? Hvað með árangurstengd laun?
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.