"Where ever you hang your hat , that`s your home"

 

Allt á að vera eins og Framsókn vill, hvort sem það komi þjóð eða Alþingi til góða. Þeir hafa nú gefið út að þeir hyggist ekki styðja þingályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við ESB, og þeir muni alls ekki hreyfa sig úr þingflokksherberginu sem þeim er orðið svo kært. Þetta virðist allt saman snúast í kringum þá. Halda þeir.

Þeir virðast hafa tekið stefnu hins þvermóðskufulla þurs sem vill að engu sé breytt, eða að ekki sé hægt að breyta. Það virðist vera þeirra skoðun að þeir einir séu þess umkomnir að að meta hvað vega og meta hvort það sé þjóðinni fyrir bestu hvort farið sé inn í ESB, og alls ekki vera að blanda þjóðinni neitt í þá umræðu. Alls ekki að blanda þjóðinni í málið, því þá gæti jafnvel komið önnur niðurstaða en þeim er þóknanleg.

Þeir eru svolítð fastheldnir á sitt blessaðir, og virðast ekki átta sig á að þeim hefur aldrei verið gefið þingflokksherbergið, þeir fengu það til afnota á sínu tíma í krafti þeirrar stærðar sem þingflokkurinn var þá, en hann hefur minnkað. Og aðrir stækkað. Þess vegna er þeim nú gert að flytja sig um set í minna herbergi.

"Where ever you hang your hat , that`s your home" stendur einhvers staðar og flestum hefur tekist ágætlega að aðlaga sig þótt þeir þeir hafi þurft að flytja sig um skamman eða langan veg. Aðlagast þeirri stöðu sem á hverjum tíma er. Það er merki ákveðins styrkleika. Framsóknarflokkurinn virðist nú vera svo veikur að hann getur ekki einu sinni flutt á milli herbergja, og umhverfið verður hið sama. Það eru önnur og stærri vandamál sem bíða þessarrar þjóðar heldur en að vera að hlusta vælið í Framsóknarfokki sem missir stoltið og sjálfsvirðinguna  við að færa sig um set. Flestir hafa tekist á við stærri vandamál en það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... or you can leave your hat on! (joe cocker)

Þessi framsóknarfýla út af græna herberginu á heima á annars ágætum leikskólum borgarannir, 

Henda þessu liði út í sandkassa með skóflu og fötu! Fá ekki að koma inn í drekkutíma, fyrr en þeir láta af herbergisáráttunni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.5.2009 kl. 14:56

2 identicon

Góður ! Þarna er Framsóknarmönnum rétt lýst

Valgerður (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Út með þetta fjandans HÚSTÖKUFÓLK . Þetta er bara rumpulýður .

Vigfús Davíðsson, 22.5.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að þú ert EKKI þvermóðskufullur þurs, Hannes, segðu mér þá satt:

Vilt þú gefa Evrópubandalaginu (EB) fullt löggjafarvald yfir Íslandi? Og má löggjafarvald yfir efnahagslögsögunni fylgja með í kaupbæti? Ertu reiðubúinn til að láta aðalsamninganefnd Íslands (ef málið gengur svo langt) gefa út e.k. "opinn víxil" til EB að senda okkur þau lög og reglur sem mönnum í Brussel og Strassborg hentast þykir?

Ég er ekki að spyrja til að grínast með þig, hvað þá að hæðast að þér. Ég bið einfaldlega um hreinskilið svar við einlægt orðuðum spurningum mínum.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 03:58

5 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jón Valur.

Nei ég vil ekki gefa ESB fullt löggjafarvald yfir Íslandi, og skil reyndar ekki hversvegna þú spyrð um það. Reiknarðu með að það verði eitthvað öðruvísi með Ísland heldur en önnur lönd sem nú eru í ESB. Hafa löggjafasamkundur þeirra landa verið lögð niður? Og eru þing þeirra bara upp á punt.

Hvað varðar spurninguna með opna víxilinn þinn með aðalsamninganefndinna, þá misskilur þú þann lið hrapalega, eða vilt bara ekki skilja það að sá hugsanlegi samningur sem út úr þeim viðræðum kemur hefur ekki verið undirskrifaður, og verður ekki telji þjóðin það ekki henta sínum hagsmunum.

Maður sér af einlægu hrokafullu niðurlagi athugasemdar þinnar að þér myndi ekki detta í hug að hæðast eða gera grín af nokkrum þeim er sem ekki er sömu skoðunar og þú og þessvegna set ég hér einlægt svar þess einfeldings sem þú telur mig vera, og treysti því að þú takir það gott og gilt.

Með bestu kveðju

Hannes Friðriksson , 23.5.2009 kl. 09:34

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka Hannesi svarið.

"Hafa löggjafarsamkundur þeirra [EB-]landa verið lögð niður?" spyr hann, en það var ekki það, sem ég átti við. Fullt löggjafarvald merkir í texta mínum það vald til löggjafar, sem æðst ríkir, þ.e. vald EB til að setja ný lög og reglur, sem eru "directly applicable" í öllum löndunum (orðalag í aðildarsáttmálunum) og þarf hvorki að samþykkja né einu sinni að staðfesta í þjóðþingunum til þess að þau verði þar að lögum, heldur gerist það um leið og þau eru gefin út af löggjafarstofnunum EB. Og ekki nóg með það, "Community law [lög Erópubandalagsins] takes precedence over any national provisions which might conflict with it," þ.e.a.s. það er alveg sama hvaða (eldri) löggjöf kann að vera í gildi í þjóðlöndunum, þegar nýju lögin og jafnvel reglugerðirnar koma frá Brussel/Strassborg, þá skulu samkvæmt aðildarsáttmálum ríkjanna þau lög landanna víkja fyrir EB-löggjöfinni, ef þetta tvennt rekst hvað á annað – löggjöf EB hafi forgang (precedence) í öllum löndunum. Ég vísa til greinar minnar nýbirtrar um þetta: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.

" Og eru þing þeirra bara upp á punt?" spyr Hannes um þjóðlöndin í EB og ekki furða, að spurt sé. En þjóðþingin fá áfram að vera til – en í 1. lagi streyma margfalt fleiri lög og reglur og ákvarðanir frá EB heldur en þjóðþingi hvers lands fyrir sig (um 80% af lögum Þýzkalands til dæmis koma frá EB), og þess vegna verður sísmækkandi hluti stjórnvaldsreglna landanna viðfangsefni og átakaefni í kosningum í þeim löndum til þjóðþinganna, og í 2. lagi verða þessi þjóðþing algerlega í 2. sæti, hvað varðar vald yfir löggjafarmálunum, miðað við Evrópuþingið í Strassborg og sérstaklega yfirstofnanirnar í Brussel (því að þaðan kemur frumkvæðisrétturinn til lagafrumvarpa í Strassborg; einstakir þingmenn og þingflokkar á Evrópuþinginu hafa ekki einu sinni rétt til að bera fram frumvörp að eigin frumkvæði!).

Og ég spyr Hannes aftur, hvort hann vilji gefa Evrópubandalaginu þetta (fyllsta) löggjafarvald yfir Íslandi. Og ég minni aftur á aukaspurninguna: "Má löggjafarvald yfir efnahagslögsögunni fylgja með í kaupbæti?"

PS. Það, sem Hannes er að tala um í miðklausu svars síns, er í raun ekki ágreiningsefni milli okkar, því að ég veit vel, að þjóðin yrði að samþykkja aðildarsamning til þess að hann fengi gildi.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 11:23

7 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jón Valur

Ég veit nú ekki hvað leangt maður á að hártoga þetta með löggjafarvaldið, en nú þegar tökum við við flestum lögum og reglugerðum ESB í Gegnum EES. Væri ekki snjallt að við hefðum einhver áhrif á það hvað við erum að samþykkja hvað það varðar,  og hvað varðar aukaspurninguna vil ég fá að bíða með að svara henni þar til hugsanleg aðildarumsókn liggur fyrir. Og hvað liggi þar  að baki.

Hannes Friðriksson , 23.5.2009 kl. 19:27

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Hannes.

Það er engin ástæða fyrir okkur að hártoga það, sem sagt er um löggjafarvaldið í aðildarsamningum (accession treaties) við bandalagið, þeir taka m.a.s. af öll tvímæli um það, að túlkun bandalagsins sjálfs skuli alltaf ráða (t.d. ef við vildum túlka eitthvað öðruvísi en Brusselmönnum þókknast og færum með það fyrir EB-dómstólinn í Lúxemborg), því að nefndum inngöngusáttmálum er sérstaklega tekið fram: "that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law" (leturbr. mín, jvj). Það er nefnilega engum þátttökuríkjum í sjálfsvald sett, hvernig þau túlki lög Evrópubandalagsins, heldur eru þegar til staðar e.k. afgreiðsluleiðir eða vinnuferli (procedures) sem tryggja [bandalaginu] það, að lög þess haldi fullri virkni sinni og að þau haldist ein og óskipt, þ.e.a.s. að ekki myndist frjálsar og mismunandi túlkunarleiðir, sem einstök ríki geti valið sér að geðþótta, af því að þær henti eiginhagsmunum þeirra.

Inngöngusáttmálinn tryggir því fyrir fram, að túlkun bandalagsins sjálfs fái að ráða, rétt eins og hitt grundvallaratriðið, að lög þess fá jafnan forgang og ráða úrslitum alls staðar þar sem þau rekast á löggjöf landanna sjálfra í bandalaginu ("Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it").

Um áhrif okkar á lagagerðir frá meginlandinu, ýmist í gegnum EES-samninginn eða beint frá Evrópubandalaginu, ef við væru þar meðlimaþjóð, er þetta að segja:

1) Sem (vonandi aldrei!) EB-þjóð hefðum einungis 5 atkvæði af 790 í Evrópuþinginu, þ.e. o,63%, og þrjá ráðherra af 348 í ráðherraráðinu eða o,86% (sbr. HÉR). Ólíklegt er, að við fengjum fulltrúa í framkvæmdastjórninni nema einn í mesta lagi 5 ár af hverjum 10, og áhrif okkar í bandalaginu yrðu hverfandi lítil, á meðan áhrif hinna þjóðanna, sem ráða fengju 99,37% um okkar fullveldismál í Evrópuþinginu og 99,14% um sömu mál í ráðherraráðinu, myndu valta yfir allt, sem þeim sýndist henta, og myndi okkur þar skammt duga að reiða okkur á stuðning Dana, Svía og Finna, sem sjálfir kvarta og kveina vegna sáralítilla áhrifa sinna í þessum valdastofnunum!

2) Í neðanmálsgrein 113 á bls. 55 í ritinu Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum 'Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu', kom fram "að Evrópusambandið hefði samþykkt 38.936 gerðir á tímabilinu 1994-2004, þar af 1.047 tilskipanir, 27.320 reglugerðir og 10.569 ákvarðanir. Á sama tímabili höfðu alls 2.527 gerðir verið teknar inn í EES-samninginn eða um 6,5% af heildarfjölda ESB-gerða á tímabilinu. Sjá svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Kára Kristjánssyni á 131. löggjafarþingi 2004-2005: http://www.althingi.is/altext/131/s/1373.html."

Ennfremur er þetta í skýrslunni lærdómsríkt (s. 56–57):

Athugun á samþykktum lögum á hverju löggjafarþingi "frá og með 116. löggjafarþingi, þegar lög nr. 2/1993, um Evrópska efnahagsvæðið, voru samþykkt, til og með 131. löggjafarþings, þ.e. árin 1992-2005," er þar rakin:

"Byrjað var á því að taka saman hversu mörg lög hefðu verið samþykkt á hverju þingi, en því næst var skoðað hversu mörg þeirra ættu uppruna í EES-samningnum og var stuðst við frumvörp til viðkomandi laga við það mat. Niðurstöður samantektarinnar voru að alls hefðu verið samþykkt 1.656 lög á Alþingi árin 1992- 2006 (116.-132. löggjafarþing). Af þeim hefðu 285 lög átt beinan uppruna í EES-aðild Íslands eða alls um 17,2% af samþykktum lögum á tímabilinu. Ef einnig væri litið til þeirra laga sem segja mætti að ættu óbeinan uppruna í EES-aðildinni þá er niðurstaðan að [samtals] 21,6% laga á tímabilinu megi rekja beint eða óbeint til EES-aðildar Íslands."

Og undir nákvæmri töflu um þetta á bls. 57 segir:

"Þessar tölur eru athyglisverðar í ljósi þess að rúmlega 2.500 gerðir hafa verið teknar inn í EES- samninginn á þessu tímabili og er því ljóst að meginþorri þeirra gerða er innleiddur í íslenskan rétt með setningu reglugerða eða krefjast ekki sérstakrar innleiðingar, m.a. vegna þess að ákvæði þeirra eru þegar til staðar í íslenskum rétti." (Tilvitnun lýkur.)

Þá ber að hafa í huga, að stórfelldasta lagaframleiðsla EB hefur verið um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál (sjá skýrsluna, bls. 56, í 1. klausu), en við sleppum nánast alveg við þá löggjöf.

Þar að auki ráðum við því sjálf, hvort við samþykkjum lög og reglugerðir gegnum EES-samstarfið, og höfum áhrif á það fyrir fram, hvernig þær reglur eru mótaðar (sjá t.d. fyrrnefnda skýrslu, bls. 59–60, og grein eftir Björn Bjarnason í Mbl. 14. janúar sl.: Hrossakaup á vettvangi Evrópuþingsins), áður en þau lög og reglur eru leidd í lög eða innfærð hér, ólíkt því, sem við á um lög og reglugerðir sem Evrópubandalagið setur fyrir sín meðlimaríki. Þau þarf ekki einu sinni að staðfesta í þjóðþingunum, heldur nægir, að þau séu gefin út af bandalaginu, og þá gilda þau sem lög og reglur í öllum löndunum 27 og eru, sem fyrr segir, rétthærri en öll þau lög viðkomandi ríkja, sem fyrir voru og kunna að brjóta í bága við (conflict with) þessi nýju EB-lög!

Ég vona að þetta fái einhverja stuðningsmenn aðildar til að fá bakþanka um afstöðu sína, en er alltaf reiðubúinn að ræða þetta frekar.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.5.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband