Föstudagur, 5. júní 2009
Harmapólitík?
Pétur H Blöndal varð harmi lostinn sökum þess að stýrivextir voru ekki lækkaðir í takt við það sem vænst hafði verið, þrátt fyrir að rök og skýringar voru þó færð fyrir hversvegna svo var ekki gert. Peningastefnunefndin taldi mikilvægara keppa að stöðugleika svo fljótt sem verða má og var ekki tilbúinn til að hætta þeim möguleika nú áður séð verður hverjar endanlegar aðgerðir ríkistjórnarinnar verða.
Það þýðir lítið þótt gott væri að kenna núverandi peningastefnunefnd um ástandið, þá sök bera aðrir, þeir sem nú dynur í eins og tómri tunnu tunnu um hverjar lausninar skuli vera. Og til að bæta gráu ofan á svart í öllum harminum fara þeir að tala um hvað er smekklegt og hvað er ósmekklegt.
Róbert Marshall smekklega klæddur að vanda spurði einfaldrar spurningar hvað varðaði fjármál flokkanna, og hvort ábyrgðarflokkur hrunsins ætlaði sér að gera meira í að opinbera sinn fjárhag, og opinbera til að mynda hvað mikið hverfafélög og kjördæmisráð hefðu fengið í styrki. Og auðvitað fannst formanni þetta óviðeigandi spurning spurning. Hvernig manninum dytti í hug verandi sá sem hann er og var, að spyrja spurningar saklausrar spurningar sem þessarar. Það fannst honum ósmekkleg spurning. Og virtist harmi lostinn.
Það er eitthvað sem segir mér að sú pólitík sem sjálfstæðismenn ætli sér að beita næstu mánuði í þinginu komi til að fá nafnið "harmapólitík", sem þeir vona að færi þeim samúðaratkvæði. Samúð sem á að byggjast á því hve allir eru ósmekklegir og vondir við þá sem ekkert hafa af sér gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.