Þriðjudagur, 16. júní 2009
Sumarið er tíminn.
Nú er orðið gott af bloggfríinu, og tími til að hafa skoðanir á ný. Helst eru það bæjarmálefnin sem eiga hugann og þegar maður lítur á heimasíðu Reykjanesbæjar virðist allt vera hér í rólegheitum. Búið að bjarga Fasteign skilst manni með nauðasamningum sem kostuðu m.a íbúa Reykjavíkur 18 milljónir króna í formi afskrifta, þrátt fyrir að þeir hafi nú ekki einu sinni verðið beðnir um að lána því fyrirtæki. Það var bara gert gert. En ekkert er þó framkvæmt á vegum þess fyrirtækis í bæjarfélaginu núna þó til þess séu greidda rúmlega 100 milljónir á mánuði úr sjóðum bæjarbúa.
Sumarið er tíminn, og hérna í Reykjanesbæ eru það reyndar jólin líka sem menn líta til og hafa augun opinn þegar kemur að embættisfærslum meirihlutans sem telur sig geta komið í gegn breytingum án umræðu þegar menn hvílast og liggja á meltunni. Nú beinast augu manna að því um hvað mál númer 9 í síðustu fundargerð bæjarráðs frá 11. júní Reykjanesbæjar snýst um. Sakleysislega orðað en gildishlaðið þegar kemur að málefninu, og eitthvað mikið sennilega í gangi úr því á annað borð þarf að ræða það í bæjarráði. Það verður spennandi að sjá hvað þarna liggur að baki.
Þjóðmálin markast mikið að umræðunni um Icesave og lánveitingar bankastjórans til sjálf síns. Hvort tveggja mál sem sýna okkur hvernig var fyrir okkur komið, og reyndar athugunarvert hvernig það er sami bankastjóri sem fékk hugmyndina um Icesave og lánar sjálfum sér. Útsjónarsamur maður þegar kemur að lánamöguleikum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góda pistla, Hannes.
Heldurdu ad thad séu kannski einhverjar beinagrindur inní skáp hjá bæjarapparatinu í Reykjanesbæ?
Jóhann (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:38
9. mál.
Staða mála varðandi landakaup af HS Orku, mögulegt auðlindagjald, meirihlutaeign Reykjanesbæjar í HS Veitum og sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS Orku. Málið rætt.
Hvad er verid ad drullumalla?
Jóhann (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.