Mánudagur, 22. júní 2009
Þjóðnýtum eignir þessara manna,
Svo virðist vera sem valið standi um tvennt þessa dagana. Annars vegar að samþykkja þá samninga sem gerðir hafa verið við Hollendinga og Breta, og vitað er að gerðir eru undir þrýstingi og álagi frá svonefndum vinaþjóðum okkar, eða að segja stopp og láta málið fara fyrir alþjóðadómstóla til að fá úr því skorið hvað er rétt og hvað er rangt.
Það er enginn sérstaklega hrifin af þessum svonefndu Icesave samningum, og margir telja að þar sé verið að fórna fullveldi og sjálfstæði Íslands. Í mínum huga hefur það þegar verið gert, og það var gert í boði þeirrar taumlausu frjálshyggjustefnu sem hér réð ríkjum. Icesave samningurinn er einungis afleiðing þess. Og hann er jafnframt leið til þess að ná því fullveldi og sjálfstæði sem okkur er nauðsynlegt hvað varðar framtíðarákvarðanatöku þjóðarinnar. . En til þess að svo geti orðið verða menn að hafa augun opinn hvað varðar framhaldið.
Engum dylst að það regluverk sem koma átti í veg fyrir að illa færi var til staðar, en þau stjórnvöld og hagsmunaaðilar sem réðu völdu að fóru ekki eftir því. Bindiskylda bankanna var afnuminn og treyst skyldi á íslenska efnahagsundrið. Að það sem eigendur bankanna segðu var sá sannleikur sem réttastur væri. Það var ekki svo.
Nú er það okkar að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem frjálshyggjuguttarnir komu okkur í. Þar eigum við tvo möguleika, að samþykkja þá samninga sem gerðir hafa verið, eða að skjóta þessu máli áfram til alþjóðlegra stofnananna sem við þó erum ekkert örugg með að niðurstöðuna eða þann tíma sem slík málaferli taka.
Eignarétturinn er okkur öllum dýrmætur, og á að vera tryggður með landslögum. Hann hefur verið tekinn af öllum meginhluta þjóðarinnar sem sjá nú þann sparnað sem lagður hefur veið í fasteignir brenna upp, en áfram halda þó þeir sem við þurfum nú að greiða fyrir eignarétti sínum í hinum ýmsu félögum. Því í þar er eignarétturinn heilagur.
Þeir samningar sem við höfum nú gert krefjast þess að þær eignir sem þeir menn sem við greiðum skuldina fyrir verði gerðar upptækar. Og að þær megi nýta til greiðslu þeirra skuldbindinga sem um hefur verið samið. Þær eignir sem ljóst er að menn hefðu ekki eignast nema í krafti sterks eignarhluta í einkavæddum bönkum ber að taka til baka og nýta ágóða þeirra til greiðslu skulda óreiðumannanna. Þannig get ég ekki skilið hversvegna til að mynda eignarhlutir þessara manna í Actavis, Simanum , og Bónus er ekki hreinlega þjóðnýttir til greiðslu hluta skulda þessara manna.
Það myndi stækka það eignasafn sem að baki skuldbindinga þjóðarinnar stæði og væri hreint ekki ósanngjarnt í ljósi þess hvernig þeir menn sem með hafa farið eignuðust þessa hluti. Þar var ekki neina fjármálasnilli að ræða, heldur var skuldunum velt yfir á íslenska þjóð. Sem nú sýpur seyðið af sukki þessara manna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Sammál þessu .
Ef við eigum allar skuldir sem þessir menn stofnuðu til og fóru á hausinn.
Þá sýnist alveg sanngjarnt að við sem eigum að borga þessar skuldir þeirra- yfirtökum "eignir " sem þeir hafa skotið undan þeim skuldum ,sem þeir hlaupa frá.
Þessir menn sem komu þjóðinní í þessa ömurlegu stöðu með verkum sínum- geta ekki með nokkru móti haldi "eignum" fyrir sig eftir.
Nú er það samstaða alls almennings að knýja fram þessa stöðu- réttlætis.
Sævar Helgason, 22.6.2009 kl. 09:24
Sjálfsögð krafa, en andstaðan er mikil. T.d. Sigmundur Davíð og Birgir Ármannsson hafa lýst sig algerlega andvíga frystingu eigna auðmanna. Hvaða hagsmunir skyldu búa þar að baki?
Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.