Úrlausnaratriði framtíðarinnar?

 

Eftir algeran niðursnúning á stjórnmálalegum áhuga, og uppbyggjandi starf í garðinum heima síðasta mánuðinn get ég ekki neitað að samt  sat ég svolítið spenntur fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi þegar ljóst var að nú myndu koma skýringar á uppbyggingarstefnu þeirra sjálfstæðismanna. Nú myndi hugmyndafræðingur endurreisnarinnar glaður í bragði birtast á skjánum og útskýra leiðina út úr þeim vanda, sem flokkur hans hafði þó verið arkitektinn að.

Nú hafði maður svo sem heyrt af þessum hugmyndum, og svei mér ef maður var ekki orðin svolítið ginkeyptur fyrir þeim, þó þær virtust samt svolítið svona hókus pókus í anda tvö þúsund og sjö. Maður er fljótur að gleyma þegar fagurgalinn flýgur um loftið og syngur. En við vitum nú að peningar verða ekki til á trjánum, og eru heldur ekki ræktaðir í mold. Þó hægt sé að skapa verðmæti úr því sem þaðan kemur.

Peningar eru það sem fæst eftir þrotlausa vinnu, vinnu launþega sem svo leggja hluta launa  sinn í lífeyrissjóði til notkunar á efri árum, auðnist þeim svo langt líf. En í augum Tryggva Þórs virðast þeir peningar bara vera verkfæri sem óhætt er að nota til að leysa þau vandræði sem stefna flokks hans hefur komið þjóðinni í hér og nú. Þar virtist skipta hann litlu hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þá sem safnað hafa, virðist vera 15% skerðing á lífeyrinum sökum slakari ávöxtunar hafi ég skilið dæmið rétt.  Fyrir honum er það bara úrlausnaratriði seinni tíma.

Það er óhætt að segja að sé eitthvað í þessum tillögum sem bitastætt er fyrir hinn almenna launþega og raunar ríkið sem heild hafi Tryggva Þór algerlega misheppnast að útskýra í hverju þau gæði lægju. Engin rök né málefnaleg umræða kom frá hans hlið um málið, heldur eingöngu útúrnúningar um meinta valdasýki viðmælandans. Valdasýki sem þó sennilega snýr meira að honum sjálfum en öðrum þeim er í þættinum voru.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illa er farið fyrir íslenskri þjóð ef hún er farin að trúa málflutnigi Þorarins V Þórarinssyni. Samþykkjum Icesave strax og leggjum niður lýðveldið.

Halldór Waagfjörð (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:49

2 identicon

Illa er farið fyrir íslenskri þjóð ef hún er farin að trúa málflutnigi Þorarins V Þórarinssoniar Samþykkjum Icesave strax og leggjum niður lýðveldið.

Halldór Waagfjörð (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Hannes

Minnist þess að hafa verið á fundi fyrir nokkrum árum með mikla félagsmálakonu sitjandi við hliðina á mér. Umræðuefnið var fjármál og þar var sessunautur minn ekki á heimavelli. Allt í einu gaf hún fundarstjóra merki og strunsaði í ræðustólinn. Henni var heitt í hamsi, en bætti við að ef til vill vissi hún ekki mikið um málefnið. Þegar hún settist niður, sagði hún, ,,jæja, þá er þetta búið, ég hefði kannski ekki átt að standa upp, er það"? ,,Nei" sagði ég, ekki undir þessum lið, "hér ert þú ekki á heimavelli".

Þú segir ,,ég skilið dæmið rétt" en það gerir þú því miður ekki. Hugmynd Tryggva snýst bara um það að í dag leggjum við í lífeyrissjóð hluta af teknum okkar, atvinnurekendur leggja síðan framlag á móti. Í dag er þetta fjármagn skattlagt þegar við tökum það út úr lífeyrisjóði en hugmynd Tryggva er að skattleggja það nú. Ef rétt er að málum staðið ætti niðurstaðan fyrir okkur að verða sú sama. Ríkið á í raun hluta í lífeyrissjóðunum í formi skatta, sem hingað til hafa verið skattlagðir síðar. Þetta væri í raun einnig hægt að framkvæma á annan hátt. Ef ríkið þarf að skera niður um 40 milljarða, þá tekur ríkið t.d. 20 milljarða af þessu fé frá lífeyrissjóðunum í í skatta t.d. í 3 ár, 20 milljarða er aflað með sköttum annars vegar og niðurskurðar hins vegar. Þessir 20 milljarðar sem af lífeyrissjóðunum voru teknir t.d. í 3 ár, eða samtals 60 milljarðar, eru síðan gerðir upp við skattauppgjör í einhvern tíma.

Tillaga Tryggva var langt frá því að vera óskynsöm, hún er ein leið til þess að taka á þeim vanda sem við nú erum í. Vandamálið sem við nú erum í er að menn grafi sig í skotgrafir eftir flokkalínum, en það er einmitt sem við þurfum ekki á nú.

Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.