Miðvikudagur, 24. júní 2009
Ríkið ræður erlenda arkitekta
Aldrei hefur nauðsynlegra en nú að byggja upp nú atvinnutækifæri. Atvinnutækifæri sem helst koma til með að nýtast okkur til að koma okkur okkur út úr kreppunni sem útrásarvíkingarnir komu okkur í. Og atvinnutækifæri sem nýtast þeim er nú eru atvinnulausir og þurfa á vinnu að halda. Við þurfum ekki ekki að leggja allt undir til að skapa atvinnutækifæri fyrir stéttir þar atvinnuástand er gott, og frekar hörgull á starfsfólki til að vinna störfin. Það myndu flestir kalla að pissa í skóinn sinn.
Frétt Víkurfrétta frá í gær um bið Reykjanesbæjar sem gæta á hagsmuna samfélagsins á svæðinu, vakti athygli mína á hvernig opinberir aðilar standa að atvinnusköpuninni. Og ég verð að segja að það er hreint ekki til fyrirmyndar. Hér virðast vera komnir útrásarvíkingar í sinni alverstu birtingarmynd og hugsi hreint ekkert um hver hagur eða staða samfélagsins er þessa stundina. Þeirra hugmynd er að skapa atvinnutækifæri þar sem ekki er þörf á atvinnusköpun, og flytja þau atvinnutækifæri úr landi þar sem þörf er á atvinnusköpun.
http://vf.is/Frettir/40903/default.aspx
Kadeco er fyrirtæki í eigu opinberra aðila, hefur nú skv fréttinni gert samning við skandinaviska arkitekta um gerð frumáætlana á endurbyggingu sjúkráhússins á Keflavíkurflugvelli, og til að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðarinnar um samræmingarhönnuð hafa þeir ráðið íslenska arkitektastofu til að samræma verkið. Þarna virðist eitthvað meira en lítið vera athugavert við stefnu stjórnvalda í þessu máli, og greinilegt hver vilji þeirra er í þessu máli. Við íslenskir arkitektar og innanhúsarkitektar getum því miður ekki treyst okkar eigin stjórnvöldum til að halda þeirri vinnu sem þó virðist þurfa að vinna á heimamarkaði.
Heilsufélag Reyjaness er í eigu sveitarfélaganna og. Og þeir telja sig vera að skapa græn störf sem ekkert kosti , og hafi þar að auki bara góð áhrif á það samfélag sem hér er . Þetta á að vera atvinnuskapandi á sviði þar sem ekki er þörf atvinnusköpunar að séð verði. Það vantar fagfólk á HSS og ljóst að verði þessi hugmynd að veruleika er rekstri þess sjúkrahúss og þeirri gunnþjónustu sem hún á að vita stefnt í voða. Því ljóst er að það fagmenntaða fólk sem hið nyja félag þarf á að halda verður sótt á HSS.
Nú veit ég að starfandi er nefnd á vegum heilbrigðisráðherra um hvernig rekstrargrundvelli HSS skuli hagað til framtíðar, og veit líka að þar eru margar ágætishugmyndir á ferð um hvernig ráðið skuli úr þeim vandamálum sem við blasa innan heilbrigðiskerfisins og nýtingu skurðstofunnar. Og bæjarstjóri Reykjanesbæjar á sæti í þeirri nefnd, en veður nú eins og fíll í postulínsbúð til að ná sínu fram hvað sín sjónarmið varðar. . Hans lausn á rekstrarvanda HSS er að skapa samkeppni um starfsfólk og hjúkrunarrými sem ekki er nóg af. Og þykist vera að gæta hagsmuna samfélagsins.
Er það lausn á vanda sjúkrahússins að hér verði sköpuð samkeppni um starfsfólk sem ekki er nóg af? Er það hagsmunir samfélagsins að sú þjónusta við íbúana skerðist sökum þess að ekki er nóg af fagmenntuðu starfsfólki til að sinna þeirri lágmarksþjónustu sem HSS er ætlað lögum samkvæmt að veita. Er ekki vitlegra að byrja á byrjuninni. Að finna samfélagslega lausn á þeim vandamálum er við blasa. Að byrja á því til að mynda að byggja hjúkrunarrými fyrir aldraða sem sárvantar á svæðið. Að hugsa fyrst um það samfélag sem stendur okkur næst áður en vaðið verður í enn eitt útrásarverkefnið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heilbrigðisþjónustu svæðisins.
Uppfærsla:
Einhvern veginn fær maður ónotalega á tilfinningunna að frétt sú sem blogg þetta byggir á hafi ekki ekki mikið á bak við sig hvað varðar framkvæmdaraðila þessa verkefnis. Skv mínum heimildum hefur fyrirhuguð sjúkrhúsbygging hvorki verið rædd eða samþykkt í hvorki stjórn Heilsufélagsins né heldur í stjórn Kadeco. Svo ljóst er ef rétt reynist að þeir sem nú eru að fara fram á afnot af skurðstofunni eru hvorugir þessara aðila.
Þá sitja eingöngu eftir Reykjanesbær, þar sem þetta mál né skuldbindingar því háðu hafa ekki verið ræddar eða samþykktar af hvorki bæjarráði eða bæjarstjórn,og þá er það spurningin hversvegna sækir bæjarstjórinn svo hart fram í þessu máli þegar ljóst er að hvorki Reykjanesbær, Kadeco, eða Heilsufélagið hafa áhuga á að nýta skurðstofuna í sína þágu. Fyrir hverja er hann að vinna núna?
Svo virðist sem hér sé unnið sé í algjöru umboðsleysi allra aðila sem tengdir eru málinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.