Föstudagur, 26. júní 2009
Og nú selur hann Skjöldu.
Og nú selur hann Skjöldu, hugsaði ég í gærkvöldi þegar frétt kom á RÚV um það sem ég hafði óttast að Reykjanesbær þyrfti að selja það sem sumir okkar vilja kalla mjólkurkúna.Hlut bæjarins í HS Orku. Og hverjum skyldu þeir nú segjast vera að selja. Jú GGE sem meirihlutinn dró hér inn í bæinn með lúðrablæstri og blöðrusleppingum.
Fjármögnunin hjá Geysir Green Energy segja menn tryggða, en ekki er hægt að gefa upp hvaðan hún kemur.
Ég hef allt frá sölu ríkisins á hlut sínum í HS gagnrýnt þá sölu, og fundist margt í því ferli hvorki hafa verið eðlilegt né sanngjarnt gagnvart þeim er byggðu Hitaveitu Suðurnesja, og sagt að þar hafi sá meirihluti ekki sagt rétt frá og ekki gætt hagsmuna bæjarins. Að bæjarfulltrúar sem kjörnir höfðu verið til að tryggja stöðu bæjarfélagsins, og væru í bisnessleik með útrásarvíkingunum.
Sú frétt sem birtist í gær sannfærir mig í raun um að svo hafi verið, og það sem verra er að að bæjarstjórinn virðist ekki nú frekar en við fyrri sölu segja frá öllu því sem hann veit nú þegar kemur að þessari sölu sem hann tilkynnti um í RÚV. Viti hann hvernig sú fjármögnun sem GGE tryggir er til komin ber honum að segja frá því til að menn geti verið fullvissir um að nú sé að minnsta kosti allt uppi á borðinu.
Í kjölfar þess hruns sem íslenskt samfélag er nú að ganga í gegnum hefur verið kallað eftir opnum og gagnsæjum vinnubrögðum, sérstaklega þegar verið er að höndla með hagmuni almennings. Að tími reykfylltra bakherbergja, og baktjaldamakks ekki lengur það sem fólk vill þegar höndlað er með opinbera eigur.
Það er erfitt að skilja nú þegar tilkynnt hefur verið að bærinn hyggist selja hlut sinn í HS Orku , að í ljósi stöðunnar og fjárhagsstöðu bæjarins sé það ekki gert fyrir opnum tjöldum. Að bærinn sleppi því að hafa einhvern millilið þegar það virðist ljóst að hann endar ekki hjá GGE, nema nú þegar hafi verið ákveðið að sá aðili sem manni skilst að sé kanadískt fyrirtæki að nafni MAGMA ENERGY sem tryggir fjármögnunina gerist þar hluthafi. Hversvegna er ekki þessi hlutur, þurfi að selja hann auglýstur og þá seldur hæstbjóðanda sem væru augljósir hagsmunir bæjarins í stöðunni. Hvað er það sem bindur bæinn svo rækilega við Geysir Green Energy , að ekki sé hægt að semja til að mynda við þennan aðila beint og milliliðalaust sé það raunin að hann hafi áhuga á að eignast þar hlut.
Sé það raunin að þessi aðili sækist eftir að eignast hlutinn, þá stendur nú upp á meirihlutann að gera grein fyrir hversvegna GGE er milliliður í þeim viðskiptum, og að gera þá samninga opinberlega tafarlaust svo bæjarbúar geti kynnt sér kvaða kvaðir og tryggingar það eru sem að baki liggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjir eru núna aðalhluthafar í Geysir Green?
María Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:31
Mér skilst að það sé nú ríkið í gegnum bankanna, svo ekki ættu menn að geta borið fyrir sig að þessi sala sé til að uppfylla lögin um eignarhlut opinberra aðila í hvorki veitu eða orku. Þessi sala virðist því miður vera síðasti séns bæjarstjórans til að forða bænum frá gjaldþroti og bærinn stendur eftir nánast eignalaus á eftir. Skólarnir seldir, leikvellir barnanna, og meira að segja skolpdælustöðin. En við getum þó huggað okkur við að eiga veitukerfi í mörgum bæjarfélögum á Suðurnesjum og Suðurlandi, sem kalla á viðhald. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir nota svo féð sem fyrir fæst hvort það fari í greiðslu skulda, eða að menn fari í að kaupa þær eignir sem bærinn hefur selt?
Bestu kveðjur
Hannes Friðriksson , 26.6.2009 kl. 10:58
Þetta ber sterkan keim af því að viðskiptasnúningar frjálshyggjustauranna eru enn í fullu gildi. Gersamlega óskiljanlegt miðað við hve lítið traust er borið til stjórnmálamanna og fyrirtækja eins og GGE.
Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 11:23
Og sagan endurtekur sig frá Argentínu og suð-austur Asíu í kjölfar efnahagskreppunnar sem reið yfir þau lönd.
Í kjölfar aðkomu AGS fóru allar eigur og auðlindir þjóðanna á brunaútsölu og voru keyptar upp af auðjöfrum - aðallega frá BNA - sem höfðu fengið sín ráð frá fyrirtækjum á borð við Salomon, Smith, Barney (www.smithbarney.com) og Carlyle Group (www.carlyle.com) hvers eigendur og "ráðgjafar" hafa verið, í gegnum tíðina, menn á borð við Donald Rumsfeld, Dick Chaney, George Bush (eldri), John Major o.fl. slíkir "snillingar".
Ég hvet áhugasama um að lesa vef Jóhannesar Björns www.vald.org og þá sérstaklega bók hans "Falið vald" sem einmitt nú nýverið hefur verið endurútgefin hér á landi eftir að hafa verið algerlega ófáanleg um langa hríð. Bókina má reyndar lesa á vef Jóhannesar. Jóhannes Björn hefur í nokkur skipti s.l. vetur verið gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils.
Þá hvet ég áhugasama einnig um að lesa bók Naomi Klein "The Shock Doctrine - The Rise of Disaster Capitalism" en lesa má um hana (o.fl. skrif Naomi) á vef hennar www.naomiklein.org
Snorri Magnússon, 26.6.2009 kl. 19:41
Það er mun vera búið að selja nokkuð mikið í Reykjanesbæ undanfarin ár -eiginlega allt sem hreyfðist- jafnt Skjöldur sem Huppur. (Að ekki sé talað um kyrrstætt).
En þetta leit nú allt gasalega vel út fyrir hrun...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.6.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.