Mánudagur, 13. júlí 2009
Ég þarf að fara á reiðistjórnunarnámskeið.
Ég þarf á reiðistjórnunarnámskeið.
Ég komst að því nú í kvöld að ég þarf að fara á reiðistjórnunarnámskeið. Ég hef nú hingað til gert lítið af því að sleppa mér og sumir segja að ég hafi meir að segja þolinmæði til að horfa á grasið gróa, en í kvöld sleppti ég mér..
Ástæða þess að ég sleppti mér var eitt af svörum bæjarstjórans í Reykjanesbæ þar sem gaf í skyn, að það væri ábyrgð Samfylkingarinnar og með hennar samþykki að sú staða sem bærinn er nú í gagnvart Fasteign
Þetta gerði hann í umræðum um málefni Hitaveitu Suðurnesja, og var áður búinn að útskýra á hátt útrásarvíkinganna hve góður og sanngjarn gagnvart bænum sá samningur er allur saman. Og með glærusjov í anda útrásarvíkinganna.
Hinn helmingurinn forstjóri GGE sýndi líka fram á hvernig hér réðu eingöngu góðar hvatir ferð, svo góðar að nokkrir sanntrúaðir vöknuðu um augum yfir örlætinu. Og þá fann ég hvernig blóðið fossaði um æðarnar og ég sprakk. Bað bæjarstjórann um að hætta þessu helvítis bulli, og fann um leið að tími var komin til að renna sér út fyrir til að kæla sig ögn. Og gerði það, og hafði svo ekki lyst til að fara inn á fundinn á ný.
Annars er það svo að eftir því sem aldurinn færist yfir mann og maður kynnist nýjum hliðum á sjálfum sér kynnist maður einnig nýjum hliðum á umhverfi sínu, Og það fékk ég að gera líka í kvöld. Hvernig þeir sem ráða setja upp fundi þar sem einungis þeirra sjónarmið fær að koma fram.
Ég í einfaldleika mínum hélt að svona íbúafundir snérust um að menn fengju að segja skoðanir sínar á þeim hlutum sem til umræðu væru og jafnvel hafa smá formála að þeim spurningum sem þeir vildu spyrja. Fékk þó að vita hjá fyrrum næstum því formanni Framsóknarflokksins Hjálmari Árnasyni sem var fundarstjóri að svona yrði það ekki á þessum fundi. Þetta væri upplýsingafundur í lýðræðislegum anda, þar sem upplýst yrði hvað hefði verið gert og fólk gæti spurt spurninga um þá gjörninga, en alls ekki mætti láta í ljós skoðun sína á þeim. Þannig virkaði lýðræðið.
Ég ætla hér á eftir fylgja þær skoðanir og spurningar sem ég hafði ætlað að spyrja, en spurningar án rökstuðnings fyrir þeim er náttúrulega gagnslaus hefði ég haldið. En svona virkar nú lýðræðið í Reykjanesbæ, og lítið við því annað að gera en að drífa sig á reiðistjórnunarnámskeið ætli maður að búa hér áfram. Veit einhver um eitthvað gott námskeið sem hægt sem hægt er að taka?
http://kvistur.blog.is/blog/kvistur/entry/432985/
Hér á eftir er það sem ekki mátti segja að áliti fundarstjórans:
Fundarstjóri, ágætu fundarmenn.
Nú virðist vera fátt sem þessi meirihluti eftir á að selja nema þá helst Eldey og myndavélin, sem að vísu aldrei hefur virkað.
Nú höfum við í nærri tvo tíma fengið að njóta glærusýninga þeirra þremenninga sem fyrir einu hálfu ári sögðu að aðkoma GGE væri það sem til þyrfti til að tryggja rekstur HS til framtíðar. Reksturs sem þá var reyndar í miklu meira en í góðu lagi. En er nú eftir aðkomu þeirra félaga á brauðfótum.
Og íbúafundur sá sem hér fer nú fram sýnir að enn einu sinni byrja þessir herramenn á vitlausum enda og gera sem þá langar án þess að hugað sé að hagsmunum samfélagsins, sem þó hefur sent sín skilaboð í formi undirskrifta um að þeir telji ekki rétt að einkavæða HS.Þessi einkavæðing var til að mynda hreint ekki á dagskrá við síðustu kosningar. Þá varðar lítið um það.Og spila fyrir okkur glærusýningu í anda stofnanda GGE , Hannesar Smárasonar þar sem reynt er að segja okkur að svart sé hvítt, og nú verði að nýta það tækifæri sem þeir hafa fundið.
Skiptir engu máli þó þegar hafi verið sagt við þá að þetta væri ekki það sem við vildum. Þeir segja að þetta eigi að vera leiðbeinandi íbúafundur, en leggja hér fyrir niðurstöður sem GGE hefur náð, og sá aumi meirihluti sem situr hér við völd samþykkt, þó ljóst sé að Reykjanesbær muni úm ókomin ár þurfa að lúta skilmálum GGE við að tryggja ýmsa hagsmuni þeirrra eins og glöggt kemur fram í samningsdrögunum.
Mig langar í framhaldi af þeirri skrautsýningu þeirra félaga og bara til að fyrirbyggja allan miskilning að vitna í orð þeirra Árna Sigfússonar og Ásgeirs Margeirsonar í áliti sínu til iðnaðarnefndar Alþingis að spyrja nefndarmanninn og forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar með leyfi fundarstjóra um eitt atriði sökum þess að þessi viðskipti snúast að miklu leyti um að Reykjanesbær eignist nú 2/3 hluta í HS Veitum .
Þeir sega í áliti sínu" Forsenda þessa er þó að sérleyfisreksturinn verður að skila eigendum sínum arði. Tekjur af raforkudreifingu eru alfarið ákveðnar með tekjuramma sem settur er af Orkustofnun og samkvæmt lögum sem skylda dreifiveitunar til raunverulegs tapreksturs af þeirri starfsemi sinni. Að óbreyttu er því um taprekstur að ræða.
Af þessu tilefni og í ljósi þess að forseti bæjarstjórnar Björk Guðjónsdóttir átti sæti í þeirri nefnd sem samdi lögin og er því sennilega manna fróðust um þau , var á einhvern hátt tekið á þessu máli, eða erum við hér í þessum samningum að taka á okkur rekstur dreifiveitna sem við núverandi skilyrði mun enn auka á þann skuldabagga sem meirihluti sjálfstæðismanna hefur steypt bæjarfélaginu í og er hin raunverulega átæða þess að nú þarf að selja hlut okkar í HS orku ?
Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú eru komnar fram um að halda skuli bæjarstjórnarfund í Reykjanesbæ á morgun til að klára málið langar mig einnig til að spyrja Ásgeir Margeirsson sem fimlega kom sér undan því fyrir helgi að halda fund með Grindvíkingum fyrr en á miðvikudag,og í ljósi þess að hann hafi allan tímann haft fulla vitneskju um þá atburðarrás sem nú er í gangi. .
Í hverra umboði ætlaði hann að fara á þann fund, því miðað við að bæjarstjórnin geri eins og Geysir Green ætlast til þá verður kominn á samningur milli Reykjanesbæjar og HS Orku um þessi landakaup. Er hann nú tekinn við bæjarstjórastarfinu líka? Eða ætlaði hann í anda sannra útrásarvíkinga á mæta á svæðið og segja Sorry dönn díl.
Og svo kannski einni stuttri í lokin til Árna bjæjarstjóra í ljósi glæsileika þeirrar glærusýningar sem við sáum hér áðan. Hvaða glæruforrit er það sem þið Hannes Smárason notið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.7.2009 kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Hafðu samband við Gunnar Sigurðson og biddu hann um að hjálpa þér að halda borgarafund í Keflavík.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 00:40
Það gengur víst ekki því þeir reka lokahnykkinn á þetta á morgun, en maður reyndi þó það sem maður gat til að breyta ákvöðuninni, þó blaðran spryngi svona í endann.
Hannes Friðriksson , 14.7.2009 kl. 01:36
Fáðu samt Gunnar til þess að koma til Keflavíkur með borgarafund. Þá verða Árni og fleiri boðaðir á fundinn og það vekur gríðarlega athygli ef þeir mæta ekki. Fundurinn verður síðan á forsendum íbúanna. Það er gott fyrir bæjarbúa að fá að lofta út eftir þessi ósköp.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:44
Veistu símanúmerið hjá honum þú getur sent það á aeinn@mitt.is
Hannes Friðriksson , 14.7.2009 kl. 01:47
Sæll Hannes
Óska þér alls hins besta í þessari baráttu.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.