Nú er gott veður til að grilla

 

Guðbrandur Einarsson oddviti A- listans í Reykjanesbæ veltir fyrir sér hvernig tilviljanir geta átt það til að hanga saman í þessari grein á Víkurfréttum í dag.

http://www.vf.is/Adsent/41095/default.aspx

 

Hann veltir fyrir sér hvernig að tilviljun ein ráði því að menn hittast í grillveislum og lokuðum fundarherbergjum sem svo enda í samningum sem knúðir eru fram í andstöðu flestra nema þeim fenginn hafa verið völdin, án þess þó að hafa fengið til þess heimild frá kjósendum sínum til fara þannig með völdin.

 

Hann veltir fyrir sér ótrúlegum tilviljunum um hvernig sjálfstæðismaðurinn Árni Sigfússon fannst í grillveislu hjá Ásgeiri Margeirssyni, meðan augu og eyru fjölmiðlanna beindust að málefnum Hitaveitu Suðurnesja og sölu Reykjanesbæjar á part af hlut sínum í HS. Já þá var var nú frekar ástæða til að grilla í góðra vina hóp, heldur en að útskýra gjörninga sína. Fela sig í trjágarði þess er brauðmolunum úthlutar.

 

Hann talar líka um hringborðið þar sem bæjarstjórinn sat ásamt öðrum "mikilmennum", í REI málinu. Margir þeirra hétu að vísu nákvæmlega sama nafni, en sátu þar í umboði ólíkra aðila. Og allir stukku þeir upp úr stólum sínum um leið og  út um bakdyr Orkuveituhússins um leið og séð var hvert málið stefndi. Og þóttust hvergi nærri hafa komið, en þekktu þó greinilaga hvar áherslan hafði verið lögð í því máli eins og fram kom á borgarafundinum í Duus húsum þar sem einn af hringborðsriddurunum útskýrði mismuninn á málunum.

 

Hann veltir líka fyrir sér síðustu vendingu í algerlega tilviljanakenndu samspili þessara manna sem fyrst hittust að því er virðist á hjólbarðaverkstæði í Trékyllisvík, sé eitthvað slíkt þar. Og  nú hafa þeir án þess að hafa borið það undir þá er málið varða skipt á milli sín verðmætustu eigum nokkurra bæjarfélaga. Já tilviljanirnar geta verið skrýtnar.

 

Ég velti hinsvegar fyrir mér hvort þeir félagar komi nú ekki til með að grilla í kvöld, nú er veðrið til þess . Verði þeim að góðu.

 

Og í ljósi gítar og söngkunnáttu þeirra sendi ég þeim hér smávegis til að syngja með steikinni.

Sumarið er tíminn
 GCD

 

Intro> Em B


Em         Am

Sumarið er tíminn
B                    Em         

þegar Árni fer á stjá  
B           Em

að nauðga í gegn málum

B                    Em         

sem helst enginn má sjá   
Em

ójá



Em                   Am     B
 

Honum  finnst það í góðu lagi
Honum  finnst það í góðu lagi
Em B

Ó jaaá   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að setja grein ,,Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja'' eftir undirritaðan sem birtist í Víkurfréttum 16.júni 2005 og á vf.is 23.júni 2005. Í dag er ljóst að Suðurnesjamenn eru búnir að missa HS frá sér og nú er aðeins eitt eftir fyrir íbúanna að gera er að bíða eftir stóru hækkunum á orkureikninginum svo þeir fái sínar krónur sem fyrst sem þeir lögðu í dæmið til að gleypa í sig Hitaveituna.

Baldvin Nielsen, oddviti Reykjanesbæjarlistans í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006.

http://vf.is/Adsent/22155/default.aspx

b.N. (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Baldvin og gott innlegg, Það er ljóst hverjir borga steikina fyrir þessa kóna.

Hannes Friðriksson , 15.7.2009 kl. 12:50

3 identicon

Þú hefur áhyggjur af jarðhitanum. Hér eru tölur til gamans.

"Even if only 1% of the thermal energy contained within the uppermost 10 kilometers of our planet could be tapped, this amount would be 500 times that contained in all oil and gas resources of the world."

-U.S. Geological Survey  

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband