Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Við eigum val.
Konan mín segir að ég geti verið hreint ótrúlega þrjóskur, og ég veit oft ekki alveg hvort hún segir mér það til hnjóðs eða góðs. En viðurkenni innra með mér að sennilega sé þetta þó alveg rétt hjá henni. Hún þekkir sinn mann.
Nú virðist ég vera komin í eitthvað þrjóskukast gagnvart þeim sem ég kaupi raforkuna af. Ég ætla mér ekki að kaupa mitt rafmagn af erlendum gróðapungum og útrásarvíkingum úr auðlindum á minni eigin fósturjörð. Fyrr nota ég kerti og hlóðir til að elda matinn á. Eða á ég eitthvað val í því.
Já, það á ég nefnilega og það ætla ég mér að nýta mér. Nú skipti ég um þann aðila sem selur mér rafmagnið. Því ég tel það þjóðhagslegra hagkvæmara að ég borgi innlendum og þar að auki opinberum aðilum fyrir það rafmagn sem ég nota. Þá verða þeir aurar allavega eftir í landinu, en fara ekki í áhættusjóði erlendis. Ég á valið. Og það val er fyrir hendi.
Þetta er ekki flókið, bara fara á heimasíðuna hjá Orkusölunni og fylla út eyðublað http://www.orkusalan.is/
Orkusalan er í 98% eigu gamla góða RARIK sem stofnaði Orkusöluna þar sem henni var skylt að aðskilja sölustarfsemina frá rekstrinum.
Orkusalan selur raforku til fyrirtækja, stofnana og heimila á öllu landinu. Í kjölfar breyttra raforkulaga um áramótin 2005 var sala á raforku gefin frjáls. Frá áramótum 2006 gátu allir viðskiptavinir valið sér raforkusala, án tillits til búsetu. Samkeppni var innleidd í raforkuframleiðslu og raforkusölu en flutningur raforku frá virkjun til neytenda er eftir sem áður háður einkaleyfi." segir á vefsíðunni.
Þetta þýðir að maður fær einn reikning fyrir notkuninni og svo annan frá HS Veitum fyrir dreifingunni, þar sem hún er háð einkaleyfi
Þjónustufulltrúi sagði mér að eftir líðandi mánuð færi þetta í gegn þannig að skrái maður sig í viðskipti í dag fær maður fyrsta reikninginn frá þeim í sept,
Ég spurði ekkert um verð enda er mér alveg sama. Ef ég þarf að greiða eitthvað aðeins meira til að halda sjálfsvirðingunni, þá verður bara að hafa það.
17/7 Maður er stundum svolítið klókur án þess þó að það sé meðvitað, því skv frétt Morgunblaðsins virðist þessi tilflutningur minn einnig vera hagkvæmur fyrir mig. Set hér inn samanburðartöflu ú Mbl frá í morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2009 kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Hannes.
Ég fylgist með nýju eigendunum og færi mig líka ef mér líkar ekki þjónustan eða hvernig þeir koma fram í okkar samfélagi!
Við erum sem betur fer frjálsir menn í frjálsu landi!
Til hamingju með ESB aðildarviðræðurnar!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:42
Sömuleiðis Guðbjörn, það er ekki að ástæðulausu sem sólin skín svo glatt í dag.
Hannes Friðriksson , 16.7.2009 kl. 14:45
Ég er ekki hissa að þú óttist auðlindamissinn þegar þínir menn á þingi eru á góðri leið með að afhenda lyklana af landinu og auðlindirnar allar bæði til sjávar og sveita með manni og mús til Brussel. Hverjum er þá ekki sama hvaðan orkan kemur til að hita kofana.Því þá erum við bara einsog hver önnur hjú í vist óðalsherra frá Englandi,Frakklandi og þýskalandi. Þeim sem reyndust okkur best allra í kreppunni.
jonas (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 19:51
Hannes, þú veist að GGE er/verður ekki eini eigandi HSO, öll sveitarfélög á suðurnesjum eiga enn smá, Hafnarfjarðarbær og OR
svo fer hluti af peningnum sem við borgum HSO í að borga Reykjanesbæ leigu af landinu og auðlindinni sem við eigum enn og bærinn er að tryggja með þessum viðskiptum
kv
Finnur Ólafsson Thorlacius, 16.7.2009 kl. 23:13
Sæll. Þetta hefur nú verið útskýrt greinilega með flottum pistli á vf.is
Held bara að þetta sé góður díll miðað við stöðuna í bænum, veitir ekki af aurunum, álverið verður að koma. Þá kvarta menn ekki í Reykjanesbæ. Margt samt á huldu varðandi eignarhald en miðað við það sem menn segja eru þetta traustir menn. Hef enga ástæðu til þess að væna bæjarfulltrúa um óheillindi.
Vonum bara að framkvæmdir við Hljomahöllina og Álverið fari á fullt á nyjan leik, ekki veitir af.
Bestu kveðjur
RNB (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:34
Aukin samvinna og aukin viðskipti við útlönd er það sem þinn flokkur er að reyna að koma á.
Er þetta ekki bara svona icing on the cake.
hey (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.