Þegið þið, þetta kemur engum við!!!

 

Þegið þið, þetta kemur engum við eru skilaboð Héraðsdóms Reykjavíkur til fjölmiðla og hins almenna borgara í sambandi við málefni Kaupþings. En þið borgið.

 

Maður hefur oft velt fyrir sér í kjölfar hrunsins hvernig málum hefur eiginlega verið háttað, og fundist skína í gegn að elítan svonefnda hafi farið sínu fram eftir hrun eins og ekkert hafi gerst. Og nú hafi verið komið full nálægt henni og þá fátt eitt til varnar nema að setja lögbann á alla umræðu um þetta mál. Þagga málið niður og láta engan vita hverskonar spilling hefur verið í gangi innan þeirra banka sem einkavæddir voru.

 

Flest höfum við orðið fyrir miklum vonbrigðum í kjölfar hrunsins og flest höfum við reiknað með að breyting yrði á. Að við myndum horfa framan í vandamálin og breyta því þjóðfélagi leyndar og þöggunar sem við höfum lifað í. Að hér myndi mönnum sjást að eina leiðin til að komast út úr vandanum yrði að breyta gildunum. Svo virðist ekki eiga að vera. Sauðspilltir viðskiptamenn með dyggri aðstoð máttlítilla og hræddra  stjórnmálamanna ætla sér ekki að breyta hér neinu. Hér virðist samtryggingin því miður vera orðin alger. Ríkisbankinn krefst nú lögbanns á ríkisfjölmiðilinn, í málefni sem nú þegar er kominn út á netið og ekki mögulegt né siðferðilega rétt að stöðva umræðuna um.

 

Skila og lánanefndir bankanna hafa ábyrgð, en sú ábyrgð sem að þeim snýr nú fjallar ekki um það hvernig hægt er að bjarga þeim fyrrum eigendum bankanna sem settu þjóðfélag þetta á hausinn, sú ábyrgð felst í fyrst og fremst í því að gæta hagsmuna þeirra sem nú þurfa að greiða fyrir endurreisn bankanna, og það er þjóðin. Hafi menn afskrifað skuldir þessara manna er ekkert athugavert við að um það sé fjallað á opinberum vettvangi. Og komið sé í veg fyrir frekari vinagreiða við slíka menn.

 

Sá tími er kominn að við sem eftir sitjum með skuldir þessara manna sættum okkur ekki mikið lengur við orðagjálfur og útskýringar þeirra er nú stjórna endurskipulagningu bankanna. Öllum hefur lengi verið ljóst að þar er misjafn sauður í mörgu fé, og því miður virðast þeir misjöfnu nú hafa tekið yfir enn á ný, líti maður til afstöðu skilanefndar Kaupþings í þessu máli. Þar þarf að skipta út og setja inn menn sem þjóðin treystir t.d Vilhjálm Bjarnason og aðra slíka sem ekki hika við að ganga veg réttlætis þó að hætta sé á viðbrögðum frá valdastéttinni.

 

Margir hafa í kjölfar hrunsins kallað eftir útskýringum, Sú opnun á útskýringum sem nú hefur orðið í málefnum Kaupþings, kallar ekki á þögn, heldur umfjöllun ekki bara Kaupþings heldur allra íslensku bankanna Glitnis, Landsbanka, og Sparisjóðanna. Það virðist því miður vera nú orðið ljóst sem margir töldu, að forsvarsmenn bankanna gengu þar um sjóði eins og þeir væru þeirra einkaeign, án kvaða. Sá tími er liðinn að menn sætti sig við slíkt, hélt ég.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tveir bankamálaráðherrar Samfylkingarinnar Björgvin Sigurðsson og Gylfi Magnússon hafa ekki séð ástæðu til þess að breyta lögum um upplýsingaleynd bankanna, þrátt fyrir háværa umræðu í langan tíma. Skilaboðin eru ykkur kemur þetta ekki við.

Það er ekki við dómstólanna að sakast að dæma eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni.

Í dag bætist síðan á þöggunarlistann. Þegar aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur er sendur til þess að reyna að þagga niður í Evu Joly, en hún sagði ekkert annað en það sem okkar fremstu sérfræðingar hafa verið að halda fram. Icesave samningurinn er árás á Ísland. Skilaboðin frá Samfylkingunni er að hún eigi að hafa hægt um sig. Þeir sérfræðingar sem hafa gagnrýnt Icesavesamninginn hafa mátt þola svívirðingar úr af trúarliði Samfylkingarinnar, sem ekki hafa haft getu eða manndóm til þess að rökræða málið. Nú ofbýður meira að segja hörðustu stuðningsmönnum flokksins.

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2009 kl. 23:50

2 identicon

Vel mælt og tær sannleikur. Ég er þér fullkomlega sammála.

runar (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:08

3 identicon

Takk fyrir góða pistil, ekki veitir af að reyna koma vitinu fyrir fólk, því allt of margir hjálpa þessu elítu liði við að viðhalda sér. Við verðum að rísa upp gegn þessu bandalagi klíkuskapar og sérhagsmuna. Það vita allir hvar upptökin eiga heima, það vita allir hvaða flokkur það er sem er búinn að gegnum sýkja samfélagið með sjúkdómi sínum, en engin segir neitt og ég kem fram undir dulnefni af ótta við að skapa mér og mínum óvild í þessu sjúka klíku-samfélagi. Viljum við Íslendingar virkilega hafa þetta svona, eigum við að sætta okkur við það að það séu tvær stéttir í samfélaginu þar sem önnur hefur lengst af verið með framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og hálft dómsvaldið í höndum sér, og hefur getað lifað í refsileysi og hagað sér eins og það eigi landið? Viljum við hafa þetta svona, viljið þið sem eruð að verja spillingarbandalagið hafa þetta svona? Lengi vel var það ein fjölskylda sem réði landinu, nú er það klíkubandalag sem myndaðist út frá þessari fjölskyldu með erfðaprinsinn í forgrunni. Þvílíkt og annað eins bananalýðveldi. Ég er sannfærður að ef vel bærir erlendir aðilar myndu skoða sögu okkar kæmust þeir að því að hér ríkti eins konar einræði, einræði spilltra klíkubræðra.

 

Valsól (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:53

4 identicon

Nú sj+aum við hina meintu spillingu innan peniga geirans sem gengu svo lagt að við erum sjá,þeirra gjaldþrota stefnu ,vegna græðgissjónar miða í saðin fyrir að skipta kökunni,rétt á milli samlanda sinna þá fóru þeir hina leiðina og vildu meira  en gleimdu,uppbyggingu  grunnþátta samfélagsins ,fólkinu í landinu, ef þeir hefðu styrkt grunnstofnana verkafólkið og svo uppúr og þá hjálpað fólki betur,til að halda húsum sínum eðða verkafólka að gera kleipt að kaupa,húsnæði þá væri öldin,önnur,en nei græðgisstefnan varð ofná og þá er víða meiri fátækt,en ella efði orðið.

En lausnir eru að finna ,í nýju samnigum G8.ríkjanna til að útríma fáfækt margir sjá ekki samheingið,blindaðir af eigin græðgi áfleirri en einu sviði manfélagsins,sem er um leið skortur á þekkingu,á lausnum vandamálana.

Sem er líka vanþroski eða blinda á eigin ágæti til að endur meta hluti uppá nýtt,við erum með lausnir í höndum okkar ef við viljum sjá lausnina,og vinna fyrir nýjum þroska í þeirri þekkingu sem er farsæl,lausn fyrir alla aðila, útrásar og hinna sem sátu eftir í þróuninni til betri heildar lausn,frá græðgisstefnunni til þjóðnítingu og styrkingu krónunnar til ókuins tíma sem er vert að athuga ekki satt.

En til þess þarf bankaleind ekki að vera til svo hægt verði að greina, alt rétt þjóðinni til hagsbóta er það ekki gott markmið?

Jón T Halldórsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í dag vill enginn stjórnmálaflokkur afnema bankaleynd, Sigmundur, Bjarni, Jóhanna ? Ekk ræða það.

Finnur Bárðarson, 3.8.2009 kl. 15:04

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Flottur pistill - það er ekki vanþörf á að taka ærlga til í þessu dóti öllu saman - en einsog þú segir elítan, stjórnmálamenn meðtaldir telja sig búa í öðrum heimi n við hin, þar sem þeim leyfist að haga sér eins og þeir vilja - það er okkar að hamra og hamra á liðinu.

Gísli Foster Hjartarson, 3.8.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.