Leikhús fáránleikans

 

 

Flestir höfðu haldið að umfjöllun um málefni Hitaveitu Suðurnesja hefði lokið við sölu Reykjanesbæjar á hlut sínum til Geysis Green Energy, sem síðan seldi áfram af hlut sínum til Kandíska fyrirtækisins Magma Energy. Að leikstjóra Leikhúss Fáránleikans hefði þótt nóg komið og myndi nú stoppa í tilraunum sínum til einkavæðingar. En svo virðist ekki vera skv þessari frétt í Morgunblaðinunú í morgun  og nú vill hann láta reyna á túlkun lagannna í stað þess að fara bara eftir lögunum eins flestir telja eðlilegt.

 

Það held ég að megi með góðum rökum segja að ákvæði laganna hvað varðar aðskilnað orkufyrirtæka og dreifiveitna séu í flestum tilfellum nokkuð skýr, og að þeir sem þau lög lesa velkist ekki í vafa  hvað  verið er  að meina. En leikstjórinn sem að vísu funkerar einnig sem bæjarstjóri og stjórnarformaður i HS Veitum er ekki sama sinnis, og vill nú láta reyna á ákvæði laganna, og segir " Ef löggjafinn gerir kröfu um enn frekari aðskilnað, þá er ekkert annað að gera en að fara eftir ákvæðum laganna" vel vitandi að sú ákvörðun sem hann stóð fyrir samþykki á, samræmist ekki þeim lögum sem HS Veitum er gert að fara eftir. Og greinilegt er af frétt Morgunblaðsins að orkumálastjóri telur að hér gengið í sveig við lögin.

 

Það sem vekur athygli manns við þennan gjörning, er hve djúpt menn eru sokknir í allskonar rekstraræfingar á fyrirtækjum sem í eigu borgaranna eru, og sú árátta að afhenda þann rekstur stöðugt til annarra en þeirra sem eiga.Og þá helst einkaaðila sem tengjast leikstjóranum órjúfanlegum böndum á einhvern hátt. Maður fær á tilfinningunna að menn  vilji helst ekki að aðrir komi að hringborðinu aðrir en þeir sem setið hafa hringinn í kringum, og leikið viðskiptakónga í útrásarstíl. Eitthvað virðist  vera á borðinu sem þarf að fela, því annars væri sennilega bara farið að lögum í rekstri þessa fyrirtækis.

 

Ég veit ekki alveg hvort rétt sé að halda áfram með hugsun leikstjórans, og gera jafnvel orð hans að sínum og segja "Kreppan er móðir allra tækifæra" og vera jákvæður í hugsun í anda þeirra sem ekki telja rétt að tala um leiðinleg mál, að vera jákvæður og nýta tækifærin sem þó koma upp. Hér virðist vera um eitt slíkt að ræða, deili maður hugsjónum hins einkavinavædda bæjarstjóra og spurning hvort leikstjórinn gæti ekki komið þessum skilboðum til hans.

 

Hvað sem segja má um forstjóra HS Orku, HS Veitu, og jafnvel Hitaveitu Suðurnesja áður virðist vera nokkuð ljóst að þar er á ferð nokkuð slyngur rekstrarmaður, eitthvað sem hvorki leikstjórinn, né heldur bæjarstjórinn geta státað sig af. Er þetta kannski ekki tækifæri til þess að annað hvort forstjóri HS Orku eða HS Veitu taki nú yfir starfsmannahald og rekstur bæjarins sem því miður virðist ekki hafa verið vel rekinn undanfarin ár. Væri það  ekki jafn eðlilegt og að starfsmaður Magma Enegy á Íslandi taki nú við stjórn HS Veitna, sem að vísu er að komast í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar. Hefði þá Leikhús Fáránlekans ekki flutt sína bestu leiksýningu hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.