Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Stjórnmálamenn halda að þeir séu bestir!!
Stjórnmálamenn halda að þeir séu bestir segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ í þessari grein á pressunni, og höfðar þar til að því er virðist til þeirra stjórnmálmanna sem sökum einkavæðingarstefnu hans eigin flokks hafa nú fengið aukin völd. Og velur að líta fram hjá sjálfum sér sem þó hefur farið með öll völd í þeim farsa verið hefur í kringum Hitaveitu Suðurnesja frá því að hann sem stjórnmálamaður tók þar við stjórnarformennsku.
Nýlega kom út skáldsaga um lítið samfélag á Suðurnesjum, Grjótaþorp eftir Sigurjón Vikarsson þar sem fjallað er um félaganna Hástein, Hornstein , og félaga sem stjórna því samfélagi í anda Jörundar Hundadagakonungs. Og margir hafa við lestur bókarinnar óneitanlega getað fundið sterka samsvörun við stjórnunarhætti í í Reykjanesbæ. Í þessu viðtali verður sá grunur manns eingöngu sterkari, þó að sökum uppbyggingar og atburðarrásar hafi maður gengið út frá að hér væri eingöngu um skáldskap að ræða.
Hásteinn (bæjarstjórinn) hefur í bókinni sérstakt lag á að gangi mál ekki eftir eins og hann hafi fyrirskipað að lát sem svo að hann hafi hvergi komið nærri. Það gerir bæjarstjóri Reykjanesbæjar einnig í þessu viðtali, og gefur stjórnmálamönnum (sem hann væntanlega telst ekki til) þá sök sem fyrir er að finna í þessu máli, og þá helst Guðbrandi Einarssyni oddvita minnihlutans sem barist hefur á móti þessum gjörningi sökina. Kannski er Grjótaþorp ekki skáldsaga, heldur raunsönn samtímalýsing á rekstri Reykjanesbæjar undir stjórn bæjarstjórans? Það skyldi þó aldrei vera?
Hásteinn, nei fyrirgefið, bæjarstjórinn heldur áfram í viðtalinu og rekur hvernig nú þegar er búið að gera framtíðarsamninga við, kísilver, álver, og gagnaver, og jafnframt að gott sé að hafa nú losað bæinn út þeirri feykilegu áhættu sem í þeim samningum felast. Maður fær óneitanlega á tilfinninguna eftir lestur viðtalsins að þeir samningar sem gerðir hafa verið séu í meira lagi lélegir út frá rekstarsjónarmiðum HS Orku, og lítið annað að gera en hlaupa í burtu eins hratt og hægt er svo þeir samningar fari ekki alveg með bæjarfélagið. En tekur þó ekki fram í viðtalinu að áfram ber þó Reykjanesbær í gegnum hlut sinn í HS Veitum ábyrgð á skuldum HS Orku.
Í enda viðtalsins fer þó Hásteinn alveg fram úr sér, nei fyrirgefið aftur ég meina bæjarstjórinn.
Þar fer talsmaður einkavinavæðingarinnar á flug og flýgur nú sem aldrei fyrr með himinskautum. Og það gerir hann í ljósi sögunnar, ekki skáldsögunnar sem ég vitnaði til hér fyrr, heldur blákalds raunveruleikans.
Hann segir það hollt að einkaaðilar stuðli sjálfir að uppbyggingu sinna atvinnutækifæra, þá sennilega löngu búinn að gleyma öllu um hvernig uppbygging eikavinafyrirtækisins Geysir Green Energy kom til. Það er gott að hafa valminni í viðtali sem þessu. Vitandi að það var hann sjálfur og meirihluti hans sem kom hér einn fagran vordag fyrir tveimur árum undir lúðrablæstri og blöðrusleppingum með útrásarfyrirtæki þeirra Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs, kynntu það sem heppilegasta samtarfsaðila Reykjanesbæjar og seldu þeim síðan allan hlut bæjarins í HS. Hlut sem á þeim tíma gaf bænum um 180 milljónir í arð á hverju ári. Og finnst nú vera góður díll að taka á móti hluta af 50 milljón króna framlagi þessara aðila vegna nýtingarréttar á auðlindinni. Og halda svo að þeir séu bestir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.