Þriðjudagur, 1. september 2009
Skyldi ríkið njóta sömu kjara?
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, varð mér hugsað í gær þegar þráteflið um HS Orku hélt áfram, og orkuveitan gat ekki gefið íslenska ríkinu meiri tíma til að koma að tilboði Magma Energy í þann hlut er þar var til sölu. Ljóst var að opinberir aðilar ásamt lífeyrisjóðum landsmanna voru tilbúnir til að koma að. Það var ekki hægt sökum reglna í kanadísku kauphöllinni.
Mér fannst samt sem áfangasigur hefði unnist, að ríkið hefði vaknað eftir að hafa verið í djúpu dái hvað þetta mál varðaði, og gerði sér nú loks ljósa stöðuna. En það er skrýtið hvernig menn virðast ekki átta sig á stöðuni, sem okkur hér á suðurnesjum hefur verið ljós nú í nær þrjú ár fyrr en leikurinn loksins berst til 101 Reykjavík. En þeir vöknuðu þó, og það út af fyrir sig má kallast áfangasigur.
Það er gott að sjá að ríkið sem eigandi þeirra banka sem að málinu koma, ásamt lífeyrisjóðunum beittu sér fyrir breyttri stjórn þess fyrirtækis sem öllum ósköpunum hefur valdið Geysir Green Energy. Að nú sé þeim er þar hafa riðið húsum ljóst að leiknum er lokið, að hér eftir verði ekki vaðið áfram eftir því sem Capascent guttarnir sem verið hafa allt í kringum borðið, dettur í hug hverju sinni. Það var varnarsigur.
Það er varnarsigur að nú virðast ríki, sveitarfélög og lífeyrisgóðir hafa ákveðið að athuga hvort ekki sé hægt að spóla hluta vitleysunnar til baka. Og úr því að REI meirihlutinn í Reykjavík vildi ekki gefa frekari frest, þá verði nú reynt með sameiginlegu átaki að eignast meirihluta í Geysir Green Energy. Það verður að takast.
En það er ljóst að þeir sem með þessi mál hafa höndlað á sveitarstjórnarstiginu hafa ekkert lært, og telja sig jafnvel geta verið enn ósvífnari en áður þegar kemur að sölu eigna borgaranna ( sem jú alltaf standa undir nafni og borga hlutina) , nú er selt á kúlulánum, og helst án vaxta að því er virðist. Þeir virðast ekki átta sig á að reynsla okkar af slíkum lánum og þeim fjárfestum sem þau fengu er ekki góð, nema síður sé.
Skyldu ríkið, sveitarfélög og lífeyrissjóðir fá að njóta sömu kjara þegar kemur kaupum á meirihlutanum í Geysir Green Energy , eða skyldu önnur lögmál gilda þar sökum þess að þar séu á ferð opinberir aðilar? Eða hefur samkeppnistofnun líka eitthvað á móti því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.