Laugardagur, 12. september 2009
Ríkisstjórn á réttri leið.
Maður gleðst óneitanlega yfir í að nú loks hafi tekist að ganga frá fjármögnunarsamningi við Norðurál, og að atvinnulífið á Suðurnesjum fari nú í fulla gang á ný. Þessi fjármögnun var forsenda þess að endurreisnarstarfið gæti hafist af krafti. Samkvæmt þessum fréttum hefur nú einnig verið tryggð mikil raforkusala og forsendur fyrir byggingu nýrra virkjana. Ljóst er að framundan er annasamur tími hjá byggingarverktökum og fleirum sem innan þessa ramma vinna. Ljóst er að fjármögnun virkjananna verður auðveldari fyrir vikið.
Fyrir okkur íbúa hér á Suðurnesjum er þetta vendipunktur sem lengi hefur verið beðið eftir, enda mikið atvinnuleysi á svæðinu. Hér hafa allir lagst á eitt, og þrátt fyrir pólitískar deilur um önnur mál hefur mönnum sem betur fer tekist á standa saman í þessu máli. Enda árangurinn eftir því.
Hér hafa þingmenn kjördæmisins, og iðnaðarráðherra gengið fram fyrir skjöldu til þess að liðka fyrir að samningar þessir gætu orðið að veruleika. Sú vinstri stjórn sem vænd hefur verið af sumum fyrir úrræðaleysi og afturhaldsemi hefur í þessu máli unnið vel og skynsamlega úr máli sem nauðsynlegt var að klára. Nú er boltinn kominn á sinn stað og bygging álversins ætti ekki að þurfa að tefjast frekar.
Það að nú hafi tekist að tryggja framgang þessa verkefnis ætti að mér finnst, að opna augu okkar sem þjóðar hvernig sá arður sem hægt er að fá að slíku verkefni skiptist. Ljóst er að verði ekkert að gert, fer mjög stór hluti til að mynda arðsins af orkusölunni í hendur einkaaðila og erlendra fjárfesta. Það er sá hluti sem lýtur að raforkusölu HS Orku.
Ljóst er að þeir innlendu fjárfestar sem nú eiga þar í , eiga enga eða litla möguleika á að standa undir þeim skuldbindingum sem fram undan eru. Um þá erlendu er ekki vitað. Er nú ekki komin tími til að ríkið sem hvort eð er með rúmlega 20 milljarða af skuldum þessara innlendu aðila í fanginu taki þær til sín í samvinnu við til að mynda lífeyrissjóði landsmanna og tryggi á þann hátt að meirihluti þess arðs sem hægt er að hafa af orkusölunni lendi í höndum þeirra er þurfa, það er fólksins í landinu, sem nú gegn vægu gjaldi er ætlað að leggja til þá auðlind sem rafmagnið er unnið úr. Að orkusala og orkunýting fari á ný i opinbera umsjón og helst eigu.
Væri það nú ekki óskandi að menn færu að sjá ljósið, og sæju að þeir aðilar sem að undanförnu hafa unnið að því að sölsa undir fyrirtæki og auðlindir almennings eru ekki neinn Lions klúbbur, heldur harðsvíraðir buisnessmenn sem vissu hvað var framundan. Og þeirra arður rennur ekki til góðgerðarmála á Íslandi nema að því leyti sem kemur sér vel fyrir skattgreiðslur þeirra. Þar þarf að grípa inn í .
Sá samningur sem nú hefur verið tilkynnt um, sýnir enn og aftur að sú ríkistjórn sem nú er úthrópuð af meirihluta Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem helsti óvinur þess bæjarfélags hefur séð til þess að skjóta sterkum rótum undir atvinnulífs bæjarins og lætur verkin tala. Er þetta ekki orðin spurning um afsökunarbeiðni þeirra félaga sem þessa dagana fylla síður blaðanna í vandlætingartón um frammistöðu þeirrar ríkistjórnar sem nú hefur skorið þá niður úr snörunni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki núverandi ríkisstjórn að þakka!!!
Bara hafa það á hreinu
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.9.2009 kl. 20:02
Áður en þú mærir þessa ríkisstjórn frekar þá ættirðu að hafa í huga að allt frumkvæði að svona verkefnum koma frá einkaaðiljum en ekki stjórnvöldum, þeim sömu einkaaðilum og Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðrum fremur stutt á sinni valdatíð. Þetta er einkaframtak frá upphafi til enda sem að er samkvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins sem að vill tryggja frelsi einstaklinga og einkaaðila í þessu landi. Þessi samningur gengur hins vegar þvert á stefnu að minnsta kosti annars ríkisstjórnarflokksins sem að styður í orði, sem og á borði ekki einkaframtak. Þess vegna er allt tal um óvini einkaframtaks eins ósönn eins og þau eru ósvífin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðru fremur stutt uppbyggingu Norðuráls í þessu landi fremur en að standa í vegi fyrir þeim.
Jóhann Pétur Pétursson, 13.9.2009 kl. 01:43
Jóhann: Ég hefði varla getað orðað þetta betur sjálfur.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.