Þriðjudagur, 15. september 2009
Hvað næst, Kólumbískir kókaínbarónar
Það virðist ekki vera, heldur er augljóst að með sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku til kanadísks fyrirtækis er gerð tilraun til að fara í kringum lög. Og það var jafnframt gert þegar Geysir Green Energy seldi af sínum hlut til Magma Energy. En menn velja að líta blinda auganu til, og það eru kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur sem gera það. Fulltrúar sem sóru að gæta hagsmuna almennings.
Það er ljóst á heimasíðu Magma í Kanada hvaða fyrirtæki það er sem er að kaupa, enda ekki til nein heimasíða fyrir sænska skúffufyrirtækið sem nýstofnað er. Og sænska hluta fyrirtækið er ekki nefnt á nafn í frétt fyrirtækisins um kaupin. Tilgangur stofnunar þess er augljós.
Það verður að teljast með ólíkindum að menn ætli sér að láta þetta mál ganga í gegn, og bera því við að sökum efnahagsástands og samninga við Alþjóðagjaldeyissjóðinn sé ekki hægt að spyrna við fótum. Að ekki megi senda út þau skilboð að erlendar fjárfestingar séu óvelkomnar. Sama hvernig þær koma, og hvernig að þeim er staðið. Nú gildi enginn lög eða siðferði lengur heldur eingöngu tilboð hæstbjóðanda. Hvað samþykkjum við næst. Kolombíska kókainbaróna? Erum við ekki orðin svolítið aum sem þjóð og samfélag ef við ekki getum spyrnt við fótum.
Margt hefur verið sagt og ritað um einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja, yfir langan tíma.Aðvaranir hafa verið sendar, en fáir viljað hlusta. Það er ljóst að öllum meginhluta þjóðarinnar ofbýður luðrugangurinn í þessu máli. Er ekki nú kominn tími til að rísa upp og sýnað að þrátt fyrir slæmt ástand og nánast örbyrgð hvað varðar virkni lýðræðisnis í þessu landi, þá séu hér stjórnvöld sem ekki láti allt ganga yfir sig í þessum efnum.
Lögin eru skýr, andi laganna er skýr. Erlendum aðilum utan EES er óheimilt að eignast hlut í innlendum orkufyrirtækjum. Og þrátt fyrir góðan vilja og víðsýni í þessum efnum get ég ekki með neinu móti séð hvernig menn ætla sér að rökstyðja það að skúffuyrirtækið Magma Energy Sweden geti talist sænskt félag né til annars stofnað en að koma bakdyra megin inn í íslenskan orkuiðnað.. Eigendurnir og móðurfélag þess er Magma Energy í Kanada. Hvernig sem menn reyna að snúa því. Það sjá allir sem á annað bil vilja sjá og geta séð.
Það að rísa nú upp og stöðva þennan gjörning gæti verið fyrsta stóra og alvöru skrefið í að við sem þjóð endurreisum svolítið af sjálfsvirðingu okkar, og fyllti okkur baráttuhug í því sem framundan er. Þrátt fyrir afglöp nokkurra peningadrengja sjáum við þó framtíð í að búa hér áfram, og með hjálp auðlinda okkar byggja hér upp blómlegt samfélag að nýju. Er það ekki þess virði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Athugasemdir
Langar þig ekkert að vita um kröfuhafa Íslandsbanka? Hvað er ríkisstjórnin að gera? Snýst Magma-málið bara um flokkapólitík og úrslit sveitarstjórnarkosninganna í vor?
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item298316/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:33
Jú það langar mig mikið til að gera, en ekki virðist auðvelt að komast að þeim upplýsingum. Fyrir mér hefur þetta mál aldrei snúist um flokkapólitík, eða úrslit sveitarstjórnarkosninga, heldur fyrst og fremst um réttlæti og skynsemi. Hinsvegar hefur allan tíman verið ljóst hverjir aðalleikaranir haf verið, og hverjir auka.
Nú virðist ljóst að síðasta tækifærið til að stöðva þetta mál er að renna upp, eignist kröfuhafar íslandsbanka þennan hlut verður auðlindum á Reykjanesi og þar með nýting þeirra komin í erlenda umsjá næstu 65 árin. Það þýðir að þegar möguleiki er á að sá samningur renni út verð ég að öllum líkindum látinn, og börnin mín komin á eftirlaun. Stjórnmálamenn nútímans taka ákvörðun fyrir barnabörnin mín, ekki þjóðinni til hagsbóta heldur fyrst og fremst sjálfum sér til dýrðar. Hvernig sem þeir svo fá það út.
Sú stjórn sem nú situr hefur nú tækifæri á að stjórna, ekki bara að fylgja með straumnum. Til þess var hún kosin.
Hannes Friðriksson , 15.9.2009 kl. 08:53
Hér er bara farið að lögum sem Samfylkingin stóð að, flutti og samþykkti. Ef menn eru ósáttir við það ættu menn að beina óánægju sinni að þeim sem settu lögin og opnuðu fyrir þennan möguleika en ekki að þeim sem eru að reyna að fá erlent fjármagn inn í landið til að koma hjólunum af stað.
Þessi "gerum bara eitthvað annað" pólitík gengur bara ekki í dag.
G. Valdimar Valdemarsson, 15.9.2009 kl. 12:52
Góður pistill, Friðrik, ég er mjög sammála þér. Það er óþolandi að það er ennþá að viðgangast á Íslandi fyrir opnum tjöldum að fara í kringum lögin.
Úrsúla Jünemann, 15.9.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.