Mánudagur, 21. september 2009
Eru þeir nú bestir til að fara með kvótann?
Þeir eru nú ágætir sægreifarnir okkar, og berja á okkur dag hvern að fátt geti orðið verra fyrir íslenska þjóð en að ganga í Evrópusambandið, Við það fari allur kvótinn úr landi og við missum stjórn á honum. Og telja það jafnvel ógnun við sjálfstæði okkar og fullveldi að það verði ekki einmitt þeir sem fari með þann kvóta sem til skiptanna er.
Þetta er sömu mennirnir og hafa nú veðsett kvótann erlendis, og hafa fimm ár til að losa þau veð. Annars er sá hluti kvótans að öllum líkindum komin í erlenda eigu, ekki sökum aðildar að Evrópusambandinu, ekki vegna aðgerða ríkistjórnar, heldur eingöngu sökum aðgerða þeirra sjálfra.
Ævintýralegra fjárfestinga sem því miður virðast í þessu tilfelli ekki skila neinu öðru til fullveldis og sjálfstæðis þjóðarinnar en að kvótinn komist í meira magni en leyfilegt er samkvæmt lögum í hendur erlendra fjárfesta. En sægreifarnir standa þó fast á að þeir séu bestir til að fara með kvótann.
Málið er nefnilega að hvort heldur Ísland gangi í Evrópusambandið eður ei þá það á valdi handhafa kvótans hvar hann lendir að endingu. Innganga í Evrópusambandið hefur nákvæmlega ekkert með það að gera. Eignarhlutfall erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum má samkvæmt íslenskum lögum ekki fara yfir ákveðið hlutfall, og það veit útgerðin, en hefur þrátt fyrir það veðsett stóran hluta kvótans erlendis, sem er partur af eignum sjávarútvegsfyrirtækjanna samkvæmt núverandi fyrirkomulagi.
Einhvern veginn finnst manni nú á þessum tímapunkti það vera nauðsynlegt umræðunnar vegna og í ljósi afstöðu LÍÚ til þessara mála að útskýra rök sín betur, hversvegna það er í lagi að þeir veðsetji og hugsanlega missi kvótann? Og hversvegna í ljósi stöðunnar það sé gerræðisleg hugmynd að stefna að því að kvótinn verði á ný sameign þjóðarinnar? Eru það endilega þeir sem bestir eru til að bera ábyrgðina á hver á kvótann. Ekki verður það séð af þessu dæmi.
Einar K Guðfinnson segir hér að hættan sé engin á að kvótinn fari úr landi af þessum sökum , sama var okkur nú sagt um bankakerfið á sínum tíma. Hversvegna hann telur að miklu meiri hætta sé á að þeir sem ráði yfir og eigi kvótann selji hann úr landi ef til inngöngu í ESB komi skil ég ekki. Segjast ekki útgerðarmenn sem ráð yfir kvótanum að hann sé best komin hér á landi, og hversvegna skyldu þeir menn þá fara að selja kvóta sinn úr landi. Getur það verið að það hafi eitthvað að gera með þá sem eiga hann, að Einar treysti þeim þrátt fyrir allt ekki til að koma í veg fyrir að hann verði seldur úr landi. Spyr sá sem ekki veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Það voru kerfiskallarnir en ekki útgerðarmenn sem "fundu upp" kvótakerfið.
Bankarnir seldu kvótaveðin erlendis - en ekki útgerðarmennirnir.
Í dag er rétt að auka allar afleaheimildir á "þanþol" t.d. þorskinn um 100 þúsund tonn o.s. frv...
Barentshafið er búið að sanna að fiskifræðingar Alþjóða hafrannsóknarráðsins og Hafró eru ekki vísindamenn - heldur ofmenntaðir idjótar í heimskufræðum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Jón Kristjánsson er besti íslenski fiskifræðingurinn - og hann á sér ótal skoaðanbræður í hópi fagmanna - sem eiga nú að fá að koma að ráðgjöfinni..
Þá verður til nógur gjaldeyrir og atvinnuelysi minnkar sjálfkrafa.... einfaldleikinn er alltaf bestur....
"sælir eru einfaldir því síður munu þeir tvöfaldir"....
kristinn petursson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 17:03
Burtséð frá sægrefunum eða kvótaeigendunum sem að þú nefnir svo, og hlýtur þá að vera tala um hvern þann aðila sem að annað hvort er eigandi að kvóta og gerir út sjálfur, eða þá á kvóta gegnum eitthvað fyrirtæki sem hluthafi. Sumir róa á lítilli trillu og eiga sinn kvóta, aðrir eru eigendur að hlutum í fyrirtækum allt frá þúsund kalli upp í marga milljarða. Ég átta mig ekki alveg um hvaða hóp þú talar svona niðrandi um en mér er líka alveg sama. Burtséð frá þessum tveimur hópum þá við fjölmörg sem að störfum við eða í kringum sjávarútveg. Það er sægreifunum sem að þú nefnir svo, hvort sem það er trillukarl eða stórútgerðarmaður sem að veita fjölmörgum okkar þessa vinnu. Nú veit ég ekki hvað þú hefur að atvinnu og mér er líka alveg sama um það. En þér virðist líka vera sama um okkur sem að vinnum í sjávarútvegi þannig að það er ágætisjafnræði með okkur. Ef þér væri ekki sama þá myndir þú ekki vilja gera nokkurn skapaðan hlut til þess að stofna þessum störfum í hættu. Allt í kringum okkur eru þjóðir sem að geta vel hugsað sér að veiða hér við land í stórum stíl. Skoskir útgerðarmenn klæjar í puttana eftir því að geta aftur farið að veiða íslenskan þorsk svo dæmi sé tekið. Svo er ekki langt síðan að þjóðir í Afríku voru að kvarta sérstaklega yfir rányrkju í þeirra lögsögum. Rányrkju hverra? Jú skipa úr löndum ESB. Þannig að þó að þér sé skítsama um þessi störf, þá er okkur ekki sama, og þess vegna ætlum við okkar sem að störfum í sjávarútvegi að berjast gegn aðild að ESB. Vegna þess að þessar örlitlu undanþágur frá meginreglunni um sameiginlega nýtingu fiskistofna, mega sín mjög lítils þegar um peninga, auðlindir og þúsunda starfa er að tefla.
Jóhann Pétur Pétursson, 21.9.2009 kl. 18:44
Blessaður Jóhann Engan ætlaði ég nú viljandi að særa, en þegar ég tala um sægreifa þá ekki að tala um þá aðila sem sannanlega og augljóslega hafa farið með kvótann af ábyrgð og byggt upp þá atvinnu sem þú talar um. Fyrir þeim ber ég virðingu. Það er annars skrýtið hvernig til að mynda LÍÚ virðist vinna að því markvisst að hvert skipti sem þetta orð er notað eigi það við um allan sjávarútveginn. Og að þar verði allir að bregðast til varnar sé það notað.
Þú nefnir að Skotar klæji nú í puttana eftir að hefja hér veiðar úr þorskstofninum, en veist sennilega jafnvel og ég að fyrir því eru engar forsendur. Til að svo gæti orðið þyrftu þeir hafa 30 ára veiðireynslu úr þeim stofni, sem þeir hafa ekki, þannig að sú barátta sem þú boðar þess vegna virðist vera svolítil barátta við vindmillur.
Ég held og reyndar veit að forsenda þess að kvótinn fari ekki úr landi , er að þeir sem yfir honum ráða selji hann ekki úr landi. Að tryggt sé að menn svipaðir þeim sem flutt hafa fé úr sjávarútvegnum til félaga á Tortola og Cayman eyjum geti ekki í hvert skipti sem ótengd atvinnutækifæri koma upp ráðstafað honum í óskylda hluti, nú eða veðsett. . Það eru þessi sem ég kalla sægreifa. Þess vegna held ég að rétt sé að það sé þjóðin sem eignist kvótann á ný. Og tryggi þannig þau þúsundir starfa sem hér eru unninn í íslenskum sjávarútvegi, og helst fjölgi þeim.
Hannes Friðriksson , 21.9.2009 kl. 21:17
Hannes, fínar hugleiðingar hjá þér.
Í lögum er skýrt ákvæði um það að ekki megi veðsetja veiðiheimildirnar. Eru þessar veðsetningar þá ekki marklausar? Eða hvernig fara þessi mál?
Eiríkur Sjóberg, 21.9.2009 kl. 23:22
Hannes það eina sem mér fanst af viti hjá þér er þetta,og helst fjölga þeim, sem sagt störfinn. Mkið
Magnús (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:33
Fyrirgefðu Hannes það vantaði á fyrri athugasemd en það er þetta með störfin mér finnst að þið sem eruð að tjá ykkur um til dæmis sjávarútvegsmál mættuð fara að koma með hugmyndir sem lúta að því að fjölga störfum og hlúa að þeim sem lifa á sjávarútvegi.
Magnús (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:01
Blessaður Magnús
Það hafa komið fram margar hugmyndir um hvernig mætti fjölga hér störfum, og auka verðmætið. Menn hafa tala um fullvinnslu aflans hér heima, sem einmitt við inngöngu í ESB yrði vænn kostur. Það eru ástæður fyrir því að fullvinnslan fer í dag að mestu fram í löndum innan ESB.
Menn hafa talað um skylt væri að allur eða hluti aflans færi á uppboðsmarkað, sem eflaust líka myndi fjöga störfum.Menn hafa talað um að breyta kvótakerfinu, og leyfa fleirum að spreyta sig.
Allt eru þetta tillögur sem komið hafa fram , en reyndin er samt sú að öll okkar sjávarútvegsumræða hefur snúist um það hverjir eigi að eiga kvótann. Minna um hvað er hagkvæmast fyrir þjóðina sem heild. Þeirri umræðu þarf að breyta.
Hannes Friðriksson , 22.9.2009 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.