Þriðjudagur, 22. september 2009
Er náhirðin að vakna?
Náhirðin virðist vera að vakna. Geir mættur í sjónvarpsþætti úti í hinum stóra heimi, sárasaklaus og ber enga ábyrgð á því sem gerst hefur. Og sögur segja að Davíð sem heldur enga ábyrgð ber setjist nú í ritstjórastól Morgunblaðsins. Já nú virðist allt að verða sem fyrr. Megi allar góðar vættir nú fylgja okkur vel eftir.
Maður hélt einhvern veginn að við værum að verða laus við þessa drauga fortíðarinnar, að þeir hefðu áttað sig á að nú um stundir væri nærveru þeirra ekki óskað. En þeir koma aftur og aftur og aftur...........og vilja nú að því er virðist stýra þeirri umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu.
"Það er í þágu almannahagsmuna að fjölmiðlar séu sem óháðastir í störfum sínum þannig að ekki leiki grunur á að ákvörðun um birtingu upplýsinga og umfjöllun um einstök mál ráðist af tengslum fjölmiðlanna við valda- eða hagsmunaöfl í samfélaginu". Skrifaði Davíð Oddsson í greinargerð með fjölmiðlafrumvarpinu sem frægt er orðið. En það var þá, og auðvitað er mönnum frjálst að skipta um skoðun, svona eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni.
Og þá hlýtur það að vera næsta mál eiganda Ávakurs um að sannfæra okkur að þarna sé ekki um nein hagsmunatengsl og að hægt verði að treysta á óháðan fréttaflutning í framtíðinni. Einhvern veginn grunar mann að væri eigandahóp Árvakurs og þessa hugsanlega nýja ritstjóra stillt upp í forriti Jóns Jóseps yrðu til slíkar flækjur að hvorki vær nægur i litur né nógu stórt blað til að fest þau niður.
Það er ljóst að eigandahóp Árvakurs stendur ekki á sama hvert mál stefna hér í landi, að umræða skuli vera upp um réttmæti kvótakerfisins, að framundan sé uppgjör á orsökum fallsins, að ESB aðild skuli vera á dagskrá, að almennt siðferði og gegnsæi skuli ríkja í viðskiptum og svo mætti lengi áfram telja. Og að nú verði að skipta um ritstjóra, og fá mann sem talar fyrir gamla kerfinu. Þöggun og eiginhagsmunum þess þrönga hóps sem kom þessu landi á hausinn. En högnuðust þó vel á því sjálf.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins á eftir að taka hverja beygjuna á fætur annarri, ekki sökum áherslna úr Valhöll, heldur vegna leiðara Morgunblaðsins, sem nú mun taka yfir stefnumörkun flokksins. Því valdasýki sumra er svo mikil að þeir geta ekki sleppt þó þeir séu hættir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi Ísland! Hver sagði þetta nú aftur? En í alvöru, þetta með Davíð og Mogganum getur ekki verið annað en ljótur brandari.
Úrsúla Jünemann, 22.9.2009 kl. 11:51
Hannes, Samfylkingin var við völd í hruninu. Var með sinn mann sem varformmann stjórnar Seðlabanka og formann í Fjármálaeftirlitinu. Auk þess að vera með ráðherra bankamála. Þú leiðréttir mig, en ég minnist þess ekki að neinn af forystumönnum Samfylkingarinnar hafi beðist afsökunar á efnahagshruninu.
Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2009 kl. 21:59
Blessaður Sigurður. Mörgu sinnum hefur komið fram að forsvarsmenn Samfylkingar hafi séð eftir að hafa fallist á að taka þátt í því sem menn kalla leyndarhjúp Sjálfstæðisflokksins, Björgvin Sigurðss var sá eini sem axlaði sína ábyrgð og sagði af sér. Það voru lika margir þingmenn og ráðherrar þeirrar stjórnar sem sem töluðu um breytingar stefnu peningamálanna, þar á meðal Björgvin, en þeir menn voru eins og þú mannst kannski sjálfur sakaðir um að tala niður gengi krónunnar. Kannski það sé ástæða þessa að sá sem nú er talað um sem hugsanlegan ritstjóra, sá sérstaklega ástæðu tiil að nefna ífrægri ræðu sinni á lansdfundi sjálfstæðisflokksins sem brandar að passað hefði verið upp á að þegar efnahags og bankamál voru rædd var þess gætt að þar kæmu hvorki Björgvin né Össur að málum, Því þá væri hætta á að ástandið fréttist. En burtséð frá þessu get ég ekki skilið hvað afsökunarbeiðni Samfylkingar hefur með val á ritstjóra Morgunblaðsins að gera?
Hannes Friðriksson , 22.9.2009 kl. 23:03
Hannes. Hann er vel skiljanlegur ótti Samspillingarinnar vegna Davíðs. Enda gæti hann flett endanlega ofan af ykkar prímusmótor og flokkseiganda Jóni Ásgeiri. Björgvin Sigurðs var yfir fjármála eftirlitinu og sannaði svo um munaði hversu vanhæfur hann var í starfi sínu sem viðskiptaráðherra. Það sem hinsvegar verra er, að þið kusuð hann aftur í fyrsta sæti í sínu kjördæmi, slíkt er gullfiskaminni flokksbræðra þinna þrátt fyrir að hann segði af sér sökum vanhæfni og sem gervi yfirvarp þættist vera að axla ábyrgð. Og svo að lokum til að kóróna allt bullið innan ykkar röðum gerðuð þið Jóhönnu að leiðtoga ykkar. Ef það er ekki besta dæmi í íslandssögunni um hæfileika fátækt í heilum stjónrmálaflokki þá veit ég ekki hvað. Aldrei hefur jafn manneskja með eins litla leiðtoga hæfileika leitt þjóð. Reyndar tók Steingrímur strax völdin af henni sem leiðtogi þegar hann sá í hvað stefndi enda konan alfarið óhæf í öllu sem tengist því hlutverki að vera forsætisráðherra þjóðarinnar. Konan sem bar sér á brjóst þannig að röddin afskræmdist, að hún væri að verja rétt littla mannsins og þeirra sem erfitt ættu hefur nú ekkert aðhafst nema reyna koma Icesave í gegn og ganga í ESB á kostnað littla mannsins sem er gjaldþrota og vonelysið eitt skín úr augum hans. TIl hamingju með það
jonas (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 08:58
Blessaður Jónas
Ég sé á svari þínu að Samfylkingin og reyndar þessi ríkistjórn öll virðast vera á réttri leið. Takk fyrir hamingjuóskirnar
Hannes Friðriksson , 23.9.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.