Beina brautin breiða.

 

Undanfarna mánuði hafa menn hamrað á að forsenda þess að að komast inn á beinu brautina breíðu sé að gengið sé frá svonendu Icesave máli. Máli sem koma hefði mátt í veg fyrir hefði stjórnsýsla okkar hér verið eðlileg. Að þjóðarhagur byggðist ekki á persónulegum skoðunum seðlabankastjóra til ýmissa þeirra aðila sem saman með honum áttu að tryggja að hér færi ekki allt á annan endann.

 

Nýr seðlabankastjóri ásamt peningastefnunefnd Seðlabankans hafa nú tekið ákvörðun um stýrivexti, ákvörðun byggða á þeim gögnum sem fyrir liggja, og segja ýmis jákvæð teikn á lofti, en telja ekki skynsamlegt nú að lækka stýrivexti sökum þess að enn séu lausir endar. Seðlabankinn hefur tekið þá afstöðu að hafa stjórn á peningamálunum út frá staðreyndum en ekki óskhyggju eða persónulegum skoðunum. Betra að svo hefði verið fyrr.

 

Vilhjálmur Egilsson segir að Seðlabankinn viðhaldi hér kreppunni með aðgerðaleysi sínu, og að ekkert hafi breyst hér frá undirskrift stöðugleikasáttmálans nema að Icesave samkomulagið hafi ekki verið samþykkt. Samkomulag sem þó er forsenda fyrir að ríkið geti fylgt hér eftir langtímaáætlun í ríkisfjármálum, og að fjölþjóðafjármögnun verði  tryggð.

 

Það er rétt hjá Vilhjálmi Egilssyni að hér hefur ekkert breyst, sem gefið gæti tilefni til lækkunar stýrivaxtanna. En sú sök liggur þó ekki hjá Seðlabankanum, né heldur ríkisstjórn. Sú sök liggur fyrst og fremst hjá þeim aðilum sem ekki hafa séð eða viðurkennt mikilvægi þess að gengið verði frá Icesave samkomulaginu. Og maður tekur eftir að nú viku eftir upphlaup stjórnarandstöðunnar í sambandi við lausn þess máls þegja þeir. Þeir eru að átta sig á ábyrgð sinni.

 

Vonandi er að nú sjái menn framan í alvöru málsins og gangist maður undir manns hönd að ganga frá því máli svo áfram verði haldið. Málið hefur nú þegar tafist nóg sökum þrjósku og óbilgirni þeirra sem helst ekki vilja að málin séu leyst. Sökum pólitískra hugsjóna sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.