Tjáningarfrelsinu er ekki úthlutað eftir skoðunum?

 
morgundavi

Útgefandi Morgunblaðsins segir tjáningarfrelsinu ekki úthlutað eftir skoðunum, og það er rétt. Hér á landi hefur sem betur fer hver maður færi á að tjá skoðanir sínar, og jafnvel fá þær birtar hjá þeim dagblöðum sem gefin eru hér út. Hlutverk fjölmiðla er og á að vera, að miðla þeim skoðunum og fréttum sem helst eru uppi hverju sinni, óháð eigendum sínum, og sennilega er að þar sem skóinn kreppir. Og kemur í veg fyrir það að skoðanamyndun okkar byggist á því rétt er og satt.

 

Það höfum við fengið að reyna, til að mynda í aðdraganda hruns, þar sem blöðin öll sendu út fréttir, sem betur komu sér fyrir eigendur blaðanna, frekar en að þær hefðu eitthvað sannleiksgildi. Blöðunum var bæði grímu og mismunarlaust stýrt af eigendum sínum sem á þessum tíma voru að mestu sömu menn og réðu þeim bönkum er hér störfuðu. Nei, þá var ljóst að tjáningarfrelsinu var ekki úthlutað eftir skoðunum, heldur voru það peningaöflin sem útdeildu hver skoðun skyldi rétt vera. Og þeir sem mölduðu í móinn, voru ýmist úthrópaðir svartsýnismenn eða niðurrifsmenn.

 

Nú hefur útgefandi Morgunblaðsins tekið sína ákvörðun, nú skuli unnið grímulaust og blaðinu beitt í þágu  eiginhagsmunaseggja og flokksvélar þeirrar sem blaðinu ræður. Í stað þess að vera það frjálslynda og hlutlæga blað sem það var á leið til að verða. Á tímum þegar fátt er mikilvægara en  að skapa traust og samstöðu  meðal þjóðarinnar velur útgefandinn að setja í stól ritstjóra sjálfan höfund bankahrunsins, og segir hann ávallt hafa náð athygli þjóðarinnar.Og það muni nú koma Morgunblaðinu til góða.

 

Það virðist því miður vera ljóst að fátt hefur breyst hvað réttlætiskennd útgefandans varðar,  þrátt fyrir hrun og óáran þá er yfir þjóðina hefur gengið. Tjáningarfrelsinu á Morgunblaðinu hefur nú verið úthlutað til ritstjóra eftir skoðunum, ritstjóra sem hingað til hefur sýnt hvar sem hann hefur starfað að aðrar skoðanir en hans eru óæskilegar, ritstjóra sem telur sína skoðun þá einu réttu hverju sinni hvað sem líður tjáningarfrelsi eða ekki. Bubbi kóngur er mættur í öllu sínu veldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er svo sorglegt að ég gæti grátað, í alvöru!

Úrsúla Jünemann, 26.9.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband