Hádegismóri herðir völdin.

 

Þeir vita vel hvernig lýðræðið virkar, og hvað skiptir máli þegar að því kemur að öðlast völdin sem gengið hafa í skóla harðlínukjarnans hjá Hádegismóra. Þá skiptir litlu hverjir það eru sem lagt hafa á sig vinnuna svo vel megi ganga. Og maður skilur vel ungu konuna sem lagt hafði á sig vinnu og fyrirhöfn til að kynna markmið sín og leiðir, að hún skuli döpur yfir niðurstöðunni í formannakjöri SUS. Það held ég að flestir eigi að vera hvar í flokki sem þeir annars standa.

 

Það er dapurt að sjá nú eftir hrun samfélagsins að enn séu til menn sem átta sig ekki á gildi lýðræðisins í landinu, og enn dapurra að sjá þau meðul sem þeir nota. Ungt fólk sem sem í krafti peninga kaupir sér völdin. Og leigja flugvélar til að ná sínum markmiðum fram. Hádegismóri sendir æskulýðsfylkingu sína til að sýna hver það er sem nú hefur völdin.

 

Það er ljóst að þrátt fyrir endurreisnarskýrslur og boðun á breyttu viðhorfi í þeim flokk er hér um ræðir hefur ekkert breyst, Aðferðirnar bara orðnar harðsvíraðri, og vantar bara að settir verði borðar á handleggi ungliðanna svo ljóst sé hverjum þeir tilheyra.

 

Það held ég að öllum sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því unga fólki þarna fer fram á þennan hátt, og að möguleiki skuli vera á þetta verði það unga fólk sem erfa skuli landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Á Íslandi ríkir stjórnarskrárvarið rit og prentfrelsi - sem við nýtum okkur. Frjáls fjölmiðlarekstur er einn af hornsteinum lýðræðisins.

Val á ritstjórum er frjáls val þeirra sem reka fjölmiðla.

Ofsóknir og einelti á Davíð Oddssyni er lögnu orðið  þeim til skammar sem það stunda. Maðurinn hefur nú vinnu aftur. Er ekki nær að samgleðsjast því.  Hvað fær ágæta menn eins og þig til að taka þátt í svona einelti?

KP

Kristinn Pétursson, 28.9.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Kristinn

Nokkuð finnst finnst mér menn viðkvæmir núna, ég geri hér að umtalsefni hvernig menn hika ekki við að vanvirða lýðræðið.

Smala uppí flugvélar á síðasta degi þings þegar komið er að atkvæðagreiðslu, án þess að hafa nokkurn þátt tekið í hvað fór þar fram koma sínum manni að. Og ég skil ekki hvrnig það getur nú talist til eneltis gagnvart Davíð Oddsyni, þó maður undrist slík vinnubrögð.

Hannes Friðriksson , 28.9.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ég er að meina Davíð Oddsson og skrif þín um hann ég er varla "viðkvæmur" þó ég telji þessa umfjöllun  - tengda Davíð - teljast til eineltis eða þá  "Davíðs fóbíu" eins og Agnes kallar það...

Þú hefur ekki mikið fjallað um ábyrgð fyrrverandi viðskiptaráðherra á fjármálaeftirlitinu - varðandi hrun Bankakerfisins. Eva Joly sagði síðast þegar nú tjáði sig um þetta opinberlega - að Seðlabankinn hefði gert margt rétt - og sent út aðvaranir - en ekki haft  neinar heimildir til inngripa í málin....

Eva Joly taldi hins vegar að Fjármálaeftirlitið hefði brugðist - og þess vegna - átt þú að fjalla um það líka.

Ég hef  ekkert síður fundið að hlutunum  þegar sjálfstæðismenn í ráðuneytum eiga í hlut - ég reyni að vera faglegur í gagnrýni.  Mér finnst - í aðalatriðum - allt of langt gengið í þessum djöflagangi út í Davíð...  Auðvitað er maðurinn ekki gallalaus frekar en við hin - en fyrr má nú djöflast endilaust á einum og sama manninum...

  • manninum sem fyrstur gekk harðast fram í að mótmæla ofurlaununum
  • manninum sem mótmælti fyrstur manna - krosseingantengslum banka og fyrirtækja
  • manninum sem varaði við Bankahruninu - á réttmætan hátt að mati Evu Joly. Varla myndi hún segja Seðlabankanna hafa brugðist að mörgu leyti rétt við - ef það væri einhver fyrra.

Annars hef ég það ágætt - mér finnst gaman að skiptast á skoðunum - og það er afar mikilvægt að vera ekki sammála - þv´ði þannig verður þróunin hröðust - til betri vegar... vonandi

Kveðja þil þín KP

Kristinn Pétursson, 28.9.2009 kl. 15:02

4 identicon

Meira bullið sem kemur frá honum Kristni Péturssyni.Er ekki í lagi Kristinn,hvernig dettur þér í hug að rita,eftirfarandi:

*manninum sem fyrstur gekk harðast í að mótmæla ofurlaunum.Bull Bull og bull,hver arkitektaði að sér eftirlaun,=DAVÍÐ.

*manninum sem mótmælti fyrstur manna-krosseignatengslum banka og fyrirtækja,=Hver kom því á í upphafi=DAVÍÐ.

*manninum sem varaði við bankahruninu-á réttmætan hátt.Arkitektin að hruninu sjálfu er= DAVÍÐ.

Kristinn þetta að vera með gullfiskaminni er slæmt,lestu þig betur um áður en þú ferð að rita lofræður um þennan Illvirkja sem Davíð Oddsson er. Það er ekki hollt að hafa svona einsýna blín á þennan valdasjúka siðspillta einstakling .

Númi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það var þverpólitískt sátt sem "arkitektaði" fyrst - samkomulag um eftirlaun alþingismanna - Steingrímur J var með í því...  og allir flokkar á Alþingi..... Svo fóru einhverjir  að "skipta um skoðun til að svíkja þverpólitískt samkomulag"  -... var þetta ekki svona???  Ég tel mikilvægt að Alþingismenn hafi þokkaleg laun - þ.e. ef Númi vill fá þokkalegt fólk í þessi störf.....  þetta er allt satt Hugsanlega var þessi eftirlaunasamningur of hár -  samt var þetta þverpólitískt í upphafi - öllum stjórnmálaflokkum að kenn jafnt - fyrst í upphafi - það er sannleikur "Númi"... ekki satt....

*Davíð mótmælti fyrstu manna ofurlaunum bankamanna  þegar hann tók út peninga sína út  af reikningi í  Búnaðabankanum... þegar bankastjórarnir borguðu sér fyrstu ofurlaunin... ( ekki er það neitt bull bull bull) þetta er sannleikanum samkvæmt.

*Davíð mótmælti krosseignatengslum banka og fyrirtækja - hann stóð að sölu ríkisbankana - enda voru það skýr fyrirmæli í EES/ESB samningnum um að ríkisbankara skyldu einkavæddir... Fyrirmælin komu frá ESB - um sölu ríkisbankanna.... en Davíð lét undan með að þetta yrði almenningshlutafélög - það er rétt.... það voru mistök... hann er ekkert fullkomin frekar en við hin...

*Eva Joly sagði í síðasta viðtali sem ég sá frá henni - að Seðlabanki Íslands hefði að mörgu leyti brugðist rétt við - en ekki haft lagaheimildir til að grípa inn í ferlið - Davíð gerði það samt í frægu Kastljósviðtali - hann var þá að reyna að stoppa delluna....

En svona bullukollar eins og veslings "Númi" verða alltaf að  róta upp mold eins og mannýgt naut þegar Davíð er nefndur á nafn... "arkitektinn að sjálfu hruninu"......- þvílík lygi... Hrunið kom vegna alþjóðlegrar bankakreppu....

en þá höfðu íslenskir viðskiptabankar veðjað allt of glannalega - Davíð átti varla þátt í því - það er bara "Númalygi"...

Númi er sá sem er með "gullfiskaminnið" ef það er ekki bar "míní hornsílaminni" - hugsanlega haf hornsíli betra minni en veslings "Númi"...

Ég er yfirleitt að horfa hlutlægt á þetta - hef oft gagnrýns Sjálfstæðismenn líka miklu meir en  aðra stjórnmálaflokka.... Númi - þegar þú verð með rangt mál - og óhróður um Davíð - eins og þú gerir hér -  þá ertu sjálfur orðinn uppvís að þinni eigin pólitísku siðblindu.....

Eva Joly sagði líka í síðasta viðtali að Fjármálaeftirlitið hefði brugðist - bæði hérlendis og í Bretlandi og Hollandi... þetta á allt eftir að koma betur fram.  Fjármálaeftirlitið hérlendis hafði yfirmann - Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðhera  - sem nú viðrist alvega "týndur"... meðan vinstri menn sparka og sparka í  Davíð  og róta endalaust upp óhróðri og lygi um hann....

Auðvitað gerði Davíð einhver mistök.... en það réttlætir ekki svona "siðblinda pólitískan óhróður eins og veslings Númi fer með"

Kristinn Pétursson, 29.9.2009 kl. 06:12

6 identicon

Voðalega er þessi sárindi mikil hjá vinstri-mönnum og örðum viðkvæmum sálum yfir því að Davíð fékk loksins vinnu.  Hefði þetta sama fólk kveinkað sér svona hefði t.d. Ingibjörg Sólrún fengið starf sem ristjóri Moggans eða Fréttablaðsisn? 

Nei, ég held að þessar smásálir sem kveinka sér út af Davíð sem ritstjóra Moggans hefðu án efa fagnað því hefði það verið Ingibjörg Sólrúna sem hefið átt í hlut.  Það sama hefði verið uppi á teningnum ef um hefði verið að ræða Sigurð Einarsson, Hreiðar Má, Bjarna Ármannsson, Hannes Smárason eða jafnvel Jón Ásgeir sem hefðu orðið ritstjórar Moggans í Fréttablaðsins.  Þá hefðu þessar smásálir gapað af undrun og sagt; "þetta er flott, þessir menn eru jú svo klárir og miklir peningamenn".

Magnús M. Ægisson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:12

7 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Magnús

Það að nefna þessi nöfn í beinu framhaldi af umræðu um Davíð Oddson, segir það ekki allt sem segja þarf um hver þróunin er. þér frekar en mörgum  öðrum dettur í huga að ritstjóri blaðs gæti til  að mynda verið fagmaður sem óháður er þeim öflum  sem nú eru undir rannsókn á orsökum hrunsins?

Hannes Friðriksson , 29.9.2009 kl. 09:26

8 identicon

Ef einhver dirfist að setja út á´´ Valdasjúka Davíð´að þá er hann stimplaður sem ´´vinstri maður´´Kristinn og Magnús halda því fram hér að ofan.Þvílíkir kjánar,sjáið þið greinilega ekki það hve þjóðin er lítillækkuð við það að fá þennan Valdasjúka mann Davíð í ritstjórastól Morgunblaðsins,hann mun endursegja FORTÍÐINA NÚTÍÐINA og FRAMTÍÐINA einsog honum mun þóknast. Kristinn hver var Sjávarútvegsráðherra þegar allt fór í kalda kol hjá þér.?

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:30

9 identicon

SKORA Á ÞESSA SVOKÖLLUÐU´´HÆGRI MENN OG ´´VINSTRI MENN´´ AÐ LESA KVEÐJUBLOGG GUÐBJÖRNS GUNNARSSONAR SJÁLFSTÆÐISMANNS Í DAG 29 10 2009,ÉG TEK BÆÐI HATT MINN OG HÚFU AÐ OFAN FYRIR SVONA HREINSKILNI,LÍKT OG FRÁ HONUM KEMUR.GUÐBJÖRN ER MAÐUR SEM ÞORIR.

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:47

10 identicon

´´AFSAKIÐ,,,29 9 2009 ÁTTI ÞETTA AÐ VERA.(Í DAG).

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:48

11 identicon

Nei, Hannes.  Spurningin var bara hjá mér, "hvernig myndi heyrast í fólki hér á landi ef Sigurður Einarsson, Hreiðar Már, Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason eða jafnvel Jón Ásgeir sem hefðu orðið ritstjórar Moggans eða Fréttablaðsins?".

Rödd Davíðs Oddssonar má alveg heyrast án þess að allt verði vitlaust hér á landi.  Maðurinn er lagður í einelti og rægður á allan máta.  Honum eru nánast allar bjargir bannaðar.  Helst af öllu vill þetta vesalings fólk sem þjáíst af Davíðs-heilkenninu, að Davíð flytjist af landi brott af fari að skrifa skáldsögur, helst sem lengstar svo enginn nenni að lesa þær.

Og Númi eða hvað þú nú annars heitir, Guðbjörn er ekki hægri-maður, hann er krati út í gegn líkt og Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ps. Davíðs-heilkennið er sjúkdómur sem leggst á mjög marga vinstrimenn.  Sérstaklega leggst þessi sjúkdómur illa á Samfylkingingarfólk.  Einkennin lýsa sér sem; reiði, ofsafengin viðbörgð, kvíði, þunglyndi, svefnleysi, óstjórnleg og hatursfull skrif á bloggheimum og öðrum miðlum, ofsahræðsla, örvænting, þunglyndi og fleira það sem einkennir fólk sem er viti sínu fjær. 

Engin sérstök lækning er til við Davíðs-heilkenninu annað en að sætta sig við ástand mála eða hreinlega að yfirgefa Samfylkinguna þar sem upptök og næring sjúkdómsins er að finna.  Svo erfiður er þessi sjúkdómur, að heilt stjórnmálaafl, Samfylkingin, var óstarfhæft sl. haust og alveg fram að þeim tíma er Davíð var hrakinn úr Seðlabankanum.  Því miður (fyrir það fólk sem var illa haldið sjúkdómnun sl. haust og vetur), virðist sjúkdómurinn vera að taka sig upp aftur eftir að Davíð varð ristjóri Moggans.

Haraldur Þ. Magnússon (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:08

12 Smámynd: Hannes Friðriksson

Það er nú liðum að líkjast leturgerðin sem formaðurinn nýtir sér á heimasíðunni? Sér einhver hvar hún hefur verið notuð áður? http://nielsen.blog.is/blog/nielsen/

Hannes Friðriksson , 29.9.2009 kl. 16:56

13 identicon

Ég benti þarna á síðu Guðbjörns Guðbjörnssonar(ekki Gunnarsson),kveðjublogg hans .Guðbjörn er þarna með þrusugóðan og skýran pistil,og hann þorir.En ég er ekki sammála honum með það að ganga inní  ESB.  Davíð þessi Oddsson er á lista þeirra 25,einstaklinga í heiminum sem eiga stærstan þátt í efnahagshruninu,en svoddan manni er EKKI hægt að treysta fyrir neinu.Siðblinda þessa valdasjúka Davíðs er með eindæmum,og á hann eftir að fara í sögubækur með öðrum rammspilltum fýrum líkt og hann er. Númi kennir sig við hvorugt að vera vinstri eða hægri.  ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband