Öðruvísi mér áður brá.

 

Öðruvísi mér áður brá, var fyrsta hugsun mín þegar ég las grein Kristjáns Þórs Júlíussonar í Morgunblaðinu og AMX.is í gær þar sem hann leggst af miklum þunga gegn stofnun svonefnds fjárfestingasjóðs, sem ætlað er að styðja við uppbygginu fyrirtækjanna í landinu í kjölfar þess hruns sem einkavinavæðingarstefna flokks hans olli. Hann kallar það áhættufjárfestingu. Og hefur ekki mikið traust til þeirra fyrirtækja sem á þurfa að halda. Sem eru nánast öll fyrirtæki í landinu ef marka má fréttaflutning í þessa dagana.

 

Það er ljóst öllum sem með hafa fylgst, að fyrirtækin í landinu eiga í vanda, og þann vanda verður á einhvern hátt að leysa eigi að vera möguleiki á að hér verði búandi áfram og það takist að viðhalda vinnu fyrir þá er hér búa. Og því miður er það þannig að sú byggðapólitík sem hér hefur verið stunduð undanfarin ár hefur leitt til þess að óþarflega stór hluti þjóðarinnar býr nú á suðvesturhorni landsins, þar sem vandamálin eru mest.

 

Þangað hefur fólk flutt suður sökum lélegs atvinnuástands í mörgum áður stórum sjávarbyggðum landsins. Skyldi það eitthvað tengjast einkavinavæðingu kvótans, og þeirri staðreynd að arðurinn sem úr sjávarútvegnum hefur  komið hefur að miklu leyti verið nýttur í eitthvað allt annað en uppbyggingu samfélaganna á hverjum stað? Afleiðulán og hvað það nú allt saman heitir.

 

Kristjáni Þór hlýtur að vera jafnljóst og okkur hinum að möguleikar okkar eru ekki margir til að afla fjár til uppbyggingar atvinnulífsins. Það eru ekki lengur menn í röðum sem vilja lána okkur fé til uppbyggingar eða nýfjárfestinga.Það hefur verið séð til þess að traust manna á íslensku atvinnulífi er stórkostlega skaðað.  Nú verðum við að bjarga okkur sjálf, og getum það ef vilji er til.

 

Nú veit ég ekki hvort rétt sé hjá Kristjáni að lofað hafi verið 25% ávöxtun á ári, en tel eins og hann að ef svo sé þá séu menn heldur betur að sigla hér með himinskautum hvað varðar væntingar til fjárfestinga sinna, og tek reyndar undir að þá gætu hér verið um áhættufjárfestingu af verstu sort að ræða. Líklega  hefur hann nú sett þessa tölu þarna inn til að hafa eitthvað sem honum þótti sennilegt  að skrifa út frá , en fullkomlega  í anda þeirrar græðgi sem einkennir stefnu þess flokks er hann stendur fyrir. Tel að forsvarsmenn Lífeyrissjóðanna láti nú ekki plata sig þannig í ljósi reynslunnar og stöðunnar, og væntingar þeirra séu raunhæfari. Ætli menn sætti sig ekki við svipaða ávöxtun og þekkist í löndundum í kringum okkur? Nú ráði skyndigróðamiðin ekki lengur för.

 

Burtséð frá vöxtum og fjárfestingarvæntingum þá er það ljóst að þörf er á aðgerðum, og samstöðu um hvernig unnt verður að vinna sig út þeim vanda er við blasir. Lífeyrisjóðir án iðgjalda er nefnilega næsta mál á dagskrá verði ekkert að gert. Það er atvinna fólksins sem er í veði, og svo virðist sem betur fer, að margir lífeyrisjóðir séu tilbúnir til að taka þátt í þeim björgunaraðgerðum sem þarf til svo hægt sé að tryggja atvinnu fólks, sama hvar á landinu sem er, andstætt Kristjáni Þór Júlíussyni og þeim flokk er hann stendur fyrir. "Stétt með stétt" er nefnilega slagorð sem enn er í gildi innan lífeyrisjóða og verkalýðsfélaga, þótt einhverjir  virðist hafa  gleymt því um hvað sú hugsjón snérist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kristján var að gegnrýna aðferðarfræðina.

Kristján er í fjárlaganefnd ásamt fleira góðu fólki.  Gagnrýni hans skil ég sem svo - að það á að reyna að "falsa ríkisbókhaldið" með þessum framkvæmdum - ekki færa skuldbindinguna til gjalda á fjárlögum - ekki "fá fjárveitingu" - heldur láta aðra byggja húsið - og leigja svo - óendanlegum leigusamningi.....

Ég er alfarið á móti svona "fjárlagafiffi" - sniðganga lög um ríkisbókhaldið... ÉG get vel hugsað mér framkvæmdina - að þessum skilyrðum uppfylltum:

  • Lífeyrissjóðirnir láni ríkissjóði fyrir byggingunni 100%  til 40 ára
  • Vextir verði t.d. 3,5% (verðtryggt meðan það er í gildi)  þar sem ríkissjóður er öruggur greiðandi
  • Ríkissjóður eigi húsnæðið
  • Fjárveitingar verði með hefðbundnu löglegu sniði.
  • Engin undanbrögð - eða "fiffa til ríkisbókhaldið"

Einnig vil ég að Alþingi samþykki lög - þar sem allir slíkir leigusamningar verði teknir eignarnámi af ríkissjóði - á matsverði eignar í dag - og eignarnámið verði greitt með 40 ár skuldabréfum - á svipuðum kjörum - lágir vextir - verðtryggt (meðan það er í gildi)

 Lífeyrissjóðirnir kaupi svo skuldabréfin af ríkinu vegna eignarnámsins - og við hendum þessari misheppnuðu "einkavæðingu" á haugana!

En að núverandi vinstri ríkisstjórn ætli að halda áfram með þessa "einkavinavæðingu".... hvort er það fyndið eða grátbroslegt...

Kristinn Pétursson, 30.9.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Kristinn, og nú erum við loks sammála að flestu leyti. Ég hef sjálfur gagnrýnt hvernig þessum málum er háttað í Reykjanesbæ, sem er bæjarfélaga sem nú er á brauðfótum eftir að allar eigur bæjarins haf verið seldar til fjárfestingafélags, sem þeir Glitnisbræður stofnuðu á sínum tíma. Munurinn á þeim framkvæmdumsem ráðist hefur verið í hér í Reykjanesbæ og fyrirhugaðs Háskólasjúkrahúss er að í tilfelli sjúkrhússins er í byrjun gert ráð fyrir að ríkið eignist þetta að lokum og ekki um óendanlegan leigusamning að ræða eins og gefið er í skyn.

Það sem mér kom nú kannski mest á óvart í grein Kristjáns var þessi 25% arsemiskrafa sem hann talar um að hafi lofað, og ég held að eigi sér enga stoð í veruleikanum

Það er ljóst að sparnaður sem hlýst byggingu sjúkrahússins er um tveir milljarðar á ári, en ekki hefur enn verið sýnt fram á nokkurn sparnað sem náðst hefur fram með því að eigur Reykjanesbæjr voru seldar inn í Fasteign. Og það verður dýrt fyrir bæinn að eignast þær til baka. þannig að þarna erum víð í öllum meginatriðum sammála. En það breytir ekki því að með stofnun slíks fjárfestingasjóðs með ákveðin tilgang og markmið mun verða auðveldara fyyrir mörg fyrirtæki að vinna sig út þeim vanda sem við blasir, og fjárfestingar sjóðanna fara ekki í óarðbær verkefni.

Hannes Friðriksson , 30.9.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.