Og hvað svo?

 

Maður verður þrátt fyrir eigin skoðanir og álit á hvað rétt sé að gera í sambandi við Icesave málið að taka ofan fyrir Ögmundi, sem stendur á sinni skoðun og sannfæringu. Nú er bara að vona að eitthvað betra komi út úr þessu öllu.

Eitt sem út úr þessu gæti komið er að samningsaðilar okkar taki skilaboð Ögmundar alvarlega og semji út frá þeim fyrirvörum sem fyrir liggja, það kemur fljótt í ljós. Þá hefur Ögundur unnið mikið gagn með afsögn sinni, og gæti þesvegna komið á ný inn í stjórnina sem heilbrigðisráðherra því þar er þörf fyrir mann eins og hann.

Hitt sem einnig gæti komið út úr stöðunni er að þeir gefi sig hvergi , og þá er ljóst að dagar þessarar stjónar verða taldir. Þá kemur það í hlut þeirrra sem öllu þessu ollu að semja upp á nýtt, eða sleppa því að semja með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þjóðina. Því verðum við einnig að vera tilbúinn til að taka. En við verðum í það minnsta að reyna að halda áfram hver sem niðurstaðan verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hannes, fyrst Bretar og Hollendingar hóta að lögsækja okkur fyrir að mismuna erlendum vs. innlendum kröfuhöfum (sem við erum sekir um að gera og myndum alltaf tapa ef mál væri höfðað) þá er okkur einn kostur, að samþykkja þeirra skilmála gegn því að þeir lögsæki okkur ekki fyrir að mismuna kröfuhöfum. Því miður.

Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband