Þarf stóriðjan ekki líka að taka þátt?

 

"Að leggja sitt af mörkum" heitir lítil grein sem Steingrímur J Sigfússon skrifar í Fréttablaðið í dag, þar sem hann bendir á að stóriðjufyrirtækin reki nú upp rammavein yfir að hugmundir séu uppi um að þau leggi sinn skerf til samfélagsins nú þegar kreppir að.

 

Steingrímur rekur hver staðan er og hvað er framundan. Og spyr hvort of mikils sé mælst að stóriðjan taki nú þátt í því sem framundan er. Ekki verður það séð af þeirri upptalningu sem fjármálaráðherrann , sem jú hefur greinagóðar upplýsingar um stöðu þessara fyrirtækja, leggur fram í grein sinni.

 

Hann veltir fyrir sér atriðum eins og hvort eðlilegt og rétt sé að um leið og skattaívilnanir gagnvart sumum þessara fyrirtækja taka gildi, verða skyndilega til skuldir við móðurfélög í útlöndum sökum þess að eigið fé og vextir séu gjaldfærð til móðurfélögin í útlöndum. Gróðinn verður að skuld. Og því verði staða stóriðjunnar verri en ella.

 

Ég spyr um sanngirnina í því að félög sem augsýnilega eru að flytja arð sinn til útlanda í formi skuldar, geti eða vilji ekki borga meira til samfélagsins, þrátt fyrir að það sé sökum veru þeirra hér að þau geti flutt gróða sinn út í formi skuldar. Skulda þau þessu samfélagi ekki neitt?

 

Er það rétt sem fjármálaráðherrann spyr um grein sinni að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á að leggja eins lítið til samfélagsins og mögulegt er , að þeim þyki það alveg eðlilegt að nýta hér auðlindir um aldur og ævi án endurgjalds, og ætli starfsmönnum sínum sínum að axla þær byrðar sem bera þarf , þegar þyngist í ári .

 

Er ekki bara sanngjarnt og eðlilegt að þau eins og aðrir axli nú sína byrðar í ljósi stöðunnar í stað þess að reka upp slíkt rammakvein að það sker mann inn að beini, svo maður næstum því vorkennir þeim að vera í þeirri aðstöðu sem þeim hefur hér verið sköpuð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löngu tímabærar spurningar, vona að Fréttablaðið fylgi því eftir að leita svara við þeim.

ASE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:40

2 identicon

Af hverju ættu þau að leggja meira af mörkum til samfélags sem úthúðar þeim við hvert tækifæri ?

nn (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þessum fyrirtækjum á ekki að sýna meiri miskun en öðrum, sjáum hvað kemur út ur þessu. Sé ekkert að því að þetta lið leggi meira í púkkið er það ekki að fá nánast gefins raforkuna okkar?

Gísli Foster Hjartarson, 7.10.2009 kl. 10:29

4 identicon

Af hverju ættu þau að leggja meira af mörkum til samfélags sem úthúðar þeim við hvert tækifæri ?

nn (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:55

5 identicon

Það má nú frekar spyrja?  Hverjir eru það sem standa fyrir sínu núna um þessar mundir? 

Fiskurinn og Stóriðjan?

En þeið eruð illa upp aldir.  Kunnið ekki gott að meta.

Eða eruð bara alveg eins og útrásarklikkarnir;  Fáið mikið, en viljið meira.  Enn meira.

jon a skeri (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 22:59

6 identicon

Hafi þessir nauðþurftar iðnrekendur sem njóta ómældra beinna og óbeinna samfélagsstyrkja einhvertíma verið aflögufærir er það nú.  Launakostnaður þeirra í bandarískum dölum hefur minnkað um 50% frá síðasta ári og afurðaverð fer hækkandi.

Svo halda einhverjir að þesskonar rekstur sé lausn vandans.  Lesið viðtal við Finnboga Jónsson nýlega.  Dýrustu ársverk á byggðu bóli.  Greidd af samfélaginu.  Hafa Íslendigar eitthvað aflögu um þessar mundir?

Emil (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband