Og nú ætla þeir til Indlands.

 

Þær fréttir berast nú hingað " yfir hafið og heim" að á brautarstöðinni í Kaupmannahöfn sitji tveir íslendingar í jakkafötum. Nýkomnir frá Noregi þar sem þeir fengu það staðfest, sem þeir vissu reyndar áður að norðmenn væru ekki tilbúnir til að lána íslendingum, nema á grundvelli samkomulags AGS. Og eftir því sem fréttir herma ætla þeir nú með lestinni til Indlands, til að sjá hvort ekki sé hægt að fá lán þar.

 

Þeir gefast ekki í svo glatt upp þeir herramenn að eltast við það sem ekki er, enda virðast þeir hvorki hafa skilning á vandamálinu, né heldur þeim tungumálum í þeim löndum sem þeir heimsækja þessa dagana.

 

Vandamálið liggur ekki ekki í að þessar þjóðir vilji ekki lána okkur, því það vilja þær. En ekki fyrr en séð verður að breytingar verði á  fjárhagsstöðu okkar og viðhorfum, þannig að nokkuð ljóst verði að við munum borga lánin til baka. Að við dettum ekki í sama farið aftur. En á þetta vilja jakkafataklæddu mennirnir á brautastöðinni ekki hlusta , né skilja. Þeir munu ferðast heimin á enda til að finna aðra lausn en augljósust er. Þeir munu standa í lappirnar, jafnvel þó að það þýði að þeir verði að brjóta á sér hausinn.

 

Hitt er það sem þó vekur meiri athygli mína, og mér finnst útskýra margt hvað varðar afstöðu þesssara jakkafataklæddu manna á brautarstöðinni. Þei virðast ekki ekki átta sig á raunveruleikanum. Til dæmis þeim einfalda, að það er enginn járnbrautarlest sem gengur frá Kaupmannahöfn og til Indlands, þó að þeir virðist halda að svo sé. Þó það standi Indland á miðasölunni Danmörku  þýðir það eingöngu að þar séu seldir miðar innanlands  í Danmörku, en ekki alla leið til Indlands, ef marka má þær fréttir sem af ferðalagi þeirra berast. Það borgar sig að kynna sér allar staðreyndir áður lagt er upp í ferðalag, því annars er hætta á að menn sitji fastir einhversstaðar, eða keyri í hring.

 

Lára Hanna í dag um sömu menn og fylgisveina þeirra,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki veit ég um hvaða menn þú ert að tala.En það er ljóst að það geta ekki verið Samfylkingarmenn, því þeir sjá ekki út fyrir útkjálkann Evrópu.Mér sýnist Hannes að þú sért einangrunarsinni og teljir farsælast fyrir Ísland að það einangri sig í ESB með 8% íbúa heimsins sem flest verða gamalmenni innan 20-30 ára.Ekki hef ég trú á að þeir ferðalangar sem þú minnist á muni bíða eftir lest til að komast til Inlands, þó mér sýnist að þú hafir reynt það en ekki komist.En það verða einhverjir að tala máli Íslands,því ekki gerir forsætisráðherrann það.Hennar æðsti draumur virðist vera nú þegar hún er orðin fullgjaldgeng hvað aldur snertir er að komast á gamalmennaheimilið Evrópu.Og hvað alþjóðagjaldeyrisjóðinn þar sem gömlu nýlenduveldin í ESB ráða þá liggur það fyrir að vitringarnir þar vöruðu aldrei við alþjóðakrappunni heldur ýttu undir orsakir þess að hún skall á.Þeim er ekki treystandi frekar en Jóhönnu og þeim einangrunarsinnum sem ráða Samfylkingunni og vilja einangra okkur í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.10.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Sigurgeir,eða hvað sem þú nú annars heitir

Eitthvað líkist þú nú þeim mönnum sem ég er að tala um, mönnum sem sökum þess að þeir vilja ekki takast á við staðreyndirnar vilja gera okkur að einangrunarsinnum. Ég hef nú alltaf litið á mig fyrst og fremst sem íslending, en jafnframt evrópubúa. því hvorutveggja er ég. Og ég tala við granna mína í næstu húsum, og meira að segja þá er fjær mér búa þannig að sennilega get ég ekki talist til einangrunarsinna í því samhengi. En gangi hugmyndir þeirra félaga eftir og við sökum sérstöðu okkar sem sumum virðist svo mikilvæg lokumst hér inni að ástæðulausu, gæti ég einangrast þvert ofan í vilja minn. því ég held kæri vinur að taka þátt í sammstarfi og samtölum sé hlutur sem þroski menn og þjóðfélög, þvert ofan í það sem þér finnst Bjartur minn.

Hannes Friðriksson , 10.10.2009 kl. 10:26

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Flott, þetta með Indland. Þarf ekki að segja meira.

Úrsúla Jünemann, 10.10.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem sjá ekki út fyrir ESB eru óhjákvæmilega einangrunarsinnar.Ef Ísland gengur í ESB bindur það hendur landsins gagnvart 92% af því fólki sem er á jörðinni.Ísland yrði útkjálki Evrópu og hefði þar engin áhrif en gömlu nýlenduveldin myndu ráða hér öllu sem þeim sýndist.Tækifæri Íslands liggja í heiminum öllum en ekki að einangra sig innan ESB.Þú segist vera Evrópumaður. Það er rangt, þú ert landfræðilega Ameríkumaður.Það að Ísland var talið til Evrópu kom til af því að Ísland var nýlenda Dana.Sú einangrunarstefna sem Samfylkingin rekur með því að draga okkur inn í ESB mun ríða landinu að fullu ef af verður.Við eigum að horfa á allan heiminn en ekki eingöngu til gömlu Evrópu.Þau atvinnutækifæri sem eru á borðinu á Suðurnesjum eru flest ef ekki öll frá löndum utan Evrópu.Þeir tveir menn sem þú segir að séu á járnbautarstöð í Kaupmannahöfn og eru að fara út fyrir Evrópu til að skoða hvaða tækifæri bjóðast Íslandi, þeir eru sannkölluð framtíð Íslands.XB,  ekki ESB sem þýðir eiangrun Íslands. 

Sigurgeir Jónsson, 10.10.2009 kl. 12:35

5 identicon

það er greinilegt að það telst ekki til tekna hjá samfykingarfólki að það geti verið til önnur rétt leið en þeirra.  Kanski það sé Jóhanna sem ekki skilur svarið enda eflaust á norsku. 

siggi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mér finnst þetta kaldhæðnislegt blogg frá þér, við vitum öll hvaða menn um er að ræða og þykir mér þú gera hlut þeirra lágann! að þú skulir staðsetja þá á brautarstöð í Köben í leit að lest til Indlands þykja mér lágkúruleg og alls ekki húmorískt, ef þú kysir að kynna þér starf þeirra betur sem þú greinilega ekki hefur gert, myndir þú sjá að vilji þeirra í að reyna að afla okkur fjárs er staðfastur

Guðmundur Júlíusson, 10.10.2009 kl. 19:23

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

"gera hlut þeirra lágan" segir Guðmundur. Þeirra hlutur er enginn nema til að vekja athygli á þeim sjálfum.... sem vonlausir stjórnmálamenn

Finnur Bárðarson, 10.10.2009 kl. 20:33

8 identicon

Talandi um vonlausa stjórnmálamenn, hvað eru þá stjórnarmeðlimir þessarar ríkisstjórnar ef ekki og ég nota þín orð "vonlausir stjórnmálamenn" ertu í alvöru að bera þetta fólk saman Finnur ?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:26

9 identicon

Þessi pistill er með þeim betri!

Tómas (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband