Þriðjudagur, 13. október 2009
Úps, og þar kom að því.
Úps og þar kom að því, sem flestir höfðu svo sem búist við. Nú hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sent Reykjanesbæ bréf þar sem beðið um upplýsingar um fjárhagsstöðu bæjarins. Ekki sökum þess að þeir telji stöðu bæjarins það góða að þeir séu að sækjast eftir leiðbeiningum um hvernig skuli reka bæjarfélög, heldur þveröfugt. Þeir hafa áhyggjur, eins og raunar fleiri. En sennilega verður sú umræða flokkuð sem McCartyiismi eða ofsóknir eins og áður þegar á þetta er bent.
Það held ég að þrátt fyrir gengdarlausa eignarsölu hjá Reykjanesbæ undanfarin 7.ár hefur staða bæjarins stöðugt farið versnandi. Þannig má ljóst vera að nánast aldrei á valdatíma þess meirihluta sem nú starfar hefur tekist að reka bæjarsjóð réttu megin við núllið. Og alltaf hafa nú verið góðar og gildar ástæður fyrir því að mati meirihlutans. Allskonar ytri áföll sem ekki hafa verið séð fyrir, og náttúrulega alls ekki reiknað með að slíkir hlutir gætu gerst. Heldur verið keyrt á þeirri stefnu að þetta reddist nú allt saman. Það hefur því miður ekki gerst.
Fulltrúar minnihlutans hafa mörg undan farin ár bent meirihlutanum á að tíminn væri komin til að taka sólgleraugun niður, því sólin væri löngu sest og tímabært á að venjast skugganum. Það gerðu þeir síðast þegar fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt og ljóst var hvert stefndi eins og sjá má hér undir 3.lið fundargerðar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 2.desember 2008. Viðbrögð meirihlutans voru að setja upp enn þykkari sólgleraugu , og bóka að það sem framundan væri í þjóðmálum ætti ekki við um Reykjanesbæ. Hér myndi allt vera eins og áður. Sem var þó ekki gott fyrir. Raunveruleiki er eitt, og draumar og hugsjónir annað. Og ber að nálgast á mismunandi hátt.
Nú virðist ljóst að flest það sem þessi bær átti áður, er nú komið í hendur annarra. Það sem við þurfum á að halda til daglegs rekstur bæjarfélagsins er nú leigt, með gengis og verðtryggðum lánum. Og þær greiðslur hafa ekki minnkað á þessu ári, heldur þvert á móti. Svo virðist sem bæjarstjórnar meirihlutinn hafi gleymt hvert umboð hans var, og frekar verið að sinna málum sem þeir í raun höfðu ekki fengið neitt umboð til að sinna. Umboðskeðjan sem þeim var fengin rofnaði, sökum hugsjónar sem þeir tóku fram fyrir hagsmuni bæjarins eins og sjá má hér undir 5. lið bókunar þeirra frá því í júlí 2007. Því er svo komið að þeir hafa fengið sent bréf þar sem greinilega er lýst áhyggjum með þróun mála
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Já, við sitjum hér í gjaldþrota bæjarfélagi, því miður. Bæjarstjórinn setti okkar áður ágæta bæjarfélag beint á hausinn, og það á mettíma. Hann kann að koma fyrir sig orði, og er alltaf edrú, en hann fær aldrei háa einkunn fyrir það að vera snjall í fjármálum. Og kannski að það vanti örlítið uppá heiðarleikann hjá honum, eins og frænda hans.
Saklaus íbúi. (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:20
Blessaður íbúi.
Kannski er þetta sem þú skrifar einmitt það vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Viið beinum spjótum okkar að bæjarstjóranum, sem eflaust er hið besta skinn, en sést ekki altaf fyrir. En með honum er fjöldi meðleikara í meirihlutanum sem einnig voru kosnir til að fara með málefni bæjarins, og veita aðhald þegar mál orkuðu tvímælis. Þeir meðleikarar hvafa sýnt sig að vera gagnslausir með hagsmuni bæjarins í huga, og verið meiri svona já menn til að tala upp vitleysuna. Þeirra ábyrgð á stöðunni er því miður ekkert minni. Þeir virðast hafa álitið að þeir væru kosnir upp á punt, og til að rétta upp hendur eins og strengjabrúður í hvert skipti sem kippt var í spottann. Það veldur mér sem fyrrrum kjósanda þessara bæjarfulltrúa mestum áhyggjum.
Hannes Friðriksson , 13.10.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.