Bankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptamanna.

 

"Bankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptamanna" er orðin setning sem við heyrum ansi oft þessa dagana . Nú síðast og enn og aftur er það afsprengi útrásarvíkinganna Hannesar Smárasonar, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Geysir Green Enegy sem er undir smásjá fjölmiðanna og sama svar látið þeim í té. Jafnvel þó öllum sem með þessu máli hafi fylgst sé ljóst að  þarna er eitthvað furðulegt á ferli.

 

Nú eru viðskipti fyrrum stjórnarmanna með hlutabréfin sem er undir smásjánni. Viðskipti sem eins og svo mörg önnur í ferli einkavinavæðingarinnar, voru málmynda, og í raun aldrei hafa verið meiningin að nokkur maður borgaði fyrir þau. Einhvern veginn rennur mann í grun miðað við þær skýringar sem gefnar eru þessa dagana, að þarna hafi verið um kúlulán að ræða, Sem Íslandsbanki, hafi nú leyst til sín að hluta. Enda stendur það það þeim banka næst því þar starfa ennþá flestir höfundar hugmyndarinnar um einkavæðingu orkugeirans.

 

Það er ljóst að á þeim tímasem þeir tveir herrar keyptu hlutabréf sín í GGE , var ímyndarvandi þess fyrirtækis slæmur, og leitað hafði verið eftir nýjum fjárfestum til að styrkja stöðu fyrirtækisins. Og inn kom skáld sem auk þess átti peninga, og það sem betra var einnig kom sonur fyrrum forstjóra Alþjóðabankans. Sem auk þess að vera sonur bankastjórans rak sjóð sem komið hafði að orkunýtingu í ýmsum löndum þriðja heimsins. Það fylgir ekki sögu hvort AGS hafi haft viðkomu þar áður eða eftir sonur sá er hér um ræðir hóf afskipti af orkuvinnslu þeirra landa. Það er þessi maður sem nú vill ekki borga hlut sinn, og framkvæmdastjóri GGE vill ekki ganga hart fram í að rukka. Þrátt fyrir fyrirmæli stjórnar þar um.

 

Þetta má er í raun farið að líkjast óþægilega mikið máli Kaupþings og olíusjeiksins, og byrjað að fá á sig þá mynd að þarna hafi einungis verið um sýndarviðskipti að ræða. Samskonar menn með önnur nöfn. Erlendur auðjöfur sem aldrei ætlaði sér annað en njóta ágóðans ef trikkið tækist, stjórnarmaður í fyrirtækinu og var svo milliliður í endanlegri sölu til Magma Enegy maður  sem hafði alla þræðina í hendi sér, og heldur þeim enn enn, og banki sem "tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptamanna". Eru málefni þessa fyrirtækis ekki örugglega eitt þeirra mála sem krefst aðkomu hinna sérskipuðu saksóknara? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband