Miðvikudagur, 14. október 2009
Málunum reddað?
Mikið ósköp var nú gott að sjá tillögur þeirra Sjálfstæðismanna um hvernig þeir ætla nú að bjarga okkur úr þeirri stöðu sem þeir komu okkur í. Reiknað með öllu eins og fyrri daginn og engu gleymt. Já séu einhverjir færir um að stjórna landinu eru það sjálfstæðimennirnir sem komu okkur á hausinn og eru þeir einu sem kunna með peninga að fara.
Lán alþjóðagjaldeyrisjóðsins sett í bið, og lánum Norðurlandaþjóðanna breytt í lánalínur. Hókus pókus og búið mál Engu gleymt og öllu reddað. Nema? Úps , er ekki eitthvað sem er að gleymast? Og hvergi minnst á í tillögunum.
Undanfarna mánuði hafa staðið yfir harðar deilur um svonefnt Icesave mál, sem þeir sjálfstæðismenn hafa helst ekki viljað vita af, né láta kenna sig við. Og nú dúkka þeir upp með það sem þeir kalla raunhæfar tillögur, án þess að nefna það mál á nafn sem þó er forsenda þess að tillögur þeirra eða annarra um endurreisn nái fram að ganga. Málið er nefnilega ekki alveg eins einfalt og þeir stilla því upp. Fyrst þarf að ganga frá Icesave. Tillaga þeirra hefur ekkert gildi fyrr en það hefur verið gert. Því þau lán sem þeir vilja breyta í lánalínur, standa okkur ekki til boða fyrr en frá því máli hefur verið gengið.
Þarna er sjálfstæðismenn engu betri en skjalatöskustrákarnir sem fóru til Noregs, þeir vilja gera eitthvað, en alls ekki það sem þarf að gera til að tillögur þeirra nái fram að ganga. Undanfarnar vikur hafa ráðmenn annarra þjóða útskýrt það mjög greinilega fyrir íslenskum ráðmönnum að hvorki lán, né lánalínur standi íslendingum til boða nema frá því máli sé gengið. Manni liggur við að segja að þau skilboð séu öllum skýr, ómálga börnum, sem og öðrum. En ekki forráðamönnum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks sem virðast þrátt fyrir það enn halda að hægt sé að koma tillögur til lausnar vandanum án þess að tekið sé á því máli.
Nú verður spennandi að sjá hvernig sjálfstæðismenn sem gefið hafa út að frekari lausn á Icesave vandanum komi þeim ekki við, taka á væntanlegu frumvarpi ríkistjórnarinnar um það mál. Styðji þeir ekki lausn þess máls, er vonlaust að taka þessar tillögur þeirra alvarlega. Því það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Athugasemdir
Hefði ekki verið indælt ef ríkisstjórnin hefði geta sett saman einhverja áætlun til endurreisnar atvinnulífsins? Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Meira svona, bönnum þetta og bönnum svo hitt. Varla flokkast skattheimta á deyjandi atvinnuvegi og aðþrengda launamenn efnahagsáætlun?
Og Icesave? Þú nefnir Icesave. Er Icesave atvinnuskapandi? Ég verð að fá að heyra í hverju það felst.
Skjalatöskustrákarnir eins og þú nefnir þá, reyndu þó að hugsa útfyrir kassann. Hefur Steingrímur komist út úr gamla sovéska hugsunarhættinum? Ekki sýnist mér það.
Ragnhildur Kolka, 14.10.2009 kl. 19:07
Mikið er það alltaf fyndið að heyra Samfylkingarmann láta eins og Samfylkingin hafi hvergi verið nærri þegar ósköpin gengu yfir. Meira að segja gleyma að þeir voru með bankamálaráðherran þegar Icesave í Hollandi varð til og síðustu 18 mánuðina þegar hægt hefði verið að grípa inn í. En nóg um afturspegilinn. Nú þarf að horfa fram og ég segi að þessar tillögur eru raunhæfar og til þess fallnar að hvetja hagkerfið í stað þess að setja það í handbremsu líkt og tillögur Ríkisstjórnarinnar gera. Þessi stjórn gerir ráð fyrir að hægt sé að kreista skatta og framleiðni út úr líki. Fyrst ætla þeir að drepa almenning og svo að skattleggja hann. Þessar tilögur eru allavega ferskar, horfa út fyrir kassann og eru hvetjandi fyrri hagkerfið. Ég geri mér samt engar vonir til þess að þessi ríkisstjórn hafi vit á að fara eftir þeim. Þeir eru nefnilega of uppteknir við að kyrkja Suðurnesin og þvinga Íslendinga þangað sem þeir vilja ekki fara.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.10.2009 kl. 07:18
Ja, nú er maður aldeilis hissa! Kannski er ekki skrítið að staða kvenna skuli vera svona eins og hún er, svona á heimsvísu. Allavega miðað við skrif þessara kvenna hér fyrir ofan!
Eruð þið endalaust tilbúnar að kyssa á fótinn sem sparkar í ykkur?
Sjálfstæðisflokkurinn er blóðugur uppá axlir í spillingu og tengist inn í fjármálahrunið á alla kanta, svo mjög að fullt af gömlum og góðum sjálfstæðismönnum algerlega misbýður, og hafa engan áhuga á að kjósa flokkinn á meðan að spillingin ræður þar ríkjum.
Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði bankamálum í sautján ár, Samfylkingin í nokkra mánuði, svo að þú, Adda Þorbjörg, skalt ekki ljúga að sjálfri þér hverjum er um að kenna.
Og til að hafa það á hreinu, þá er ég sjálfstæðismaður, en flokkurinn fær ekki mitt atkvæði, hvorki í alþingiskosningum, né sveitarstjórnarkosningum fyrr en búið er að hreinsa vel til í flokknum.
Þorbergur. (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:28
Nei það er ekki skrítið þegar karlkynið er jafn skyni skroppið og þú Þorbergur. Má ég benda þér á að á undan Samfylkingunni var Framsókn með bankamálin. En líkt og ég hef áður sagt þá er ég ekki að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn og hefur hann tekið á því sjálfur í frægri og harðorðri skýrslu. Einfaldlega benda á að Samfylkingin einn flokka hefur ekki einus sinni viljað kannast við nokkra ábyrgð. Enginn Íslenskur stjórnmálaflokkur kemur hreinn út úr þessu hruni, allra síst núverandi ríkisstjórnarflokkar með mesta klúðri endurreisnarinnar Icesave með afglapa samninganefnd og bendi m.a. ýmsar greinargberðir hér á blogginu um klúður aldarinnar. Það sem ég er að segja er að ábyrg Ríkisstjórn myndi ekki leggja stein í götu enduruppbyggingar a la Svandís Svavarsdóttir og hún myndi hlusta á tillögur Sjálfstæðisflokksins því alvöru Ríkisstjórn í vanda myndi vera sama hvaðan gott kemur. Við þessi þjóð höfum ekki efni á fólki eins og ykkur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.10.2009 kl. 11:02
Samfylkingarfólk gleymir alltaf að tala um fyrstu 4 árin sem það sat af þessum 18 hjá Sjálfstæðisflokknum þó það hafi verið undir merkjum Alþíðuflokksins þá sat nú sjálfur Forsætisráðherran í stjórn þann tíma. Það var einmitt á þessum 18 mánuðum sem Icesave var komið á laggirnar og það dæmi undir samfylkinguna komið á meðan hún sat með Sjálfstæðimönnum. Það er því á ábyrgð samfylkingarinnar hvernig var staðið að Icesave, g ekki batnaði það þegar þeir fóru að semja um það klúður, Svavar Gests sendur þrátt fyrir að vera þekktur fyrir flest annað en góða samningagetu. Enda fengum við verstu samninga sem nokkur tíma hafa verið gerðir. Vinstri vængur stjórnmálana er en og aftur að sýna fram á að þeir hafa enga getu til að stjórna landinu þeirra hugmyndaflug stoppar við skattahækkanir. Það eina sem mun gerast er að um leið og gjaldeyrishöftunum verður aflétt munu þeir sem eiga peningana hér á landi flytja erlendis þannig að skattheimtan verður minni en þegar fjármagnsskattur var 10%
Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:58
Adda Þorbjörg, þú ert ekki skrítin, þú ert stórskrítin!
Hver kom okkur í vandræðin? Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn, með Dabba kóng í fararbroddi, og síðan heimsmeistarann í aðgerðarleysi, Geir Haarde?
Ég er yfirleitt ekki sammála Svandísi, en hún er ekki að tefja neitt! Það er ekki komið rafmagn, það vantar virkjanir, og ekki komið fjármagn til neinna framkvæmda!
Það eina sem er að gerast er að bæjarstjóri í litlu gjaldþrota bæjarfélagi á Suðurnesjum er að slá ryki í augun á fólki, enn eina ferðina.
Þorbergur. (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.