Eldurinn er slokknaður.

 

Æ , æ  slökkviliðinu er að takast að slökkva eldinn, og brennuvargarnir  standa álengdar án þess að skammast sín hið minnsta.  Skilja  ekki að eldurinn er slokknaður, þó enn leggi upp reyk í rústunum. Og gera hróp að slökkviliðinu sem þau telja að beiti ekki brunalöngunum rétt, þau þykjast vita það sem aldrei hafa annað en meðhöndlað eldspýturnar sem kveikja eldinn.

 

Einhvern vegin hugsar maður nú þegar svo virðist sem loks sjái nú fyrir endann á svonefndu Icesavemáli,   sem enginn er sáttur sáttur við að þurfi að leysa, en verður samt að gera. Um það eru allir sammála. ASÍ, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, sem öll eru sammála um að aðrar lausnir virðast ekki í stöðunni en að borga helv.. Icesave reikninginn, því öðruvísi verði ekki áfram haldið.

 

Noregsfararnir og Sjálfstæðisflokkurinn virðast þó ekki geta skilið þetta, og leika á þjóðernistilfinningar fólks og sérstöðu landsins. Sérstöðu sem ef fara ætti þeirra leið, væri sú að hér er þjóð sem alls ekki vill bjarga sér, sökum miskilins stolts og þjóðrembings. Sú sérstaða hefur ekkert með almenna skynsemi að gera.

 

Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir er árangur mikillar vinnu, sem allir flokkar tóku þátt í utan Framsóknarflokksins.  vinnu sem Sjálfstæðismenn sjálfir tóku þátt í að vinna, en vildu svo ekki samþykkja eigin tillögur. Og segja nú að sú vinna hafi verið eyðilögð. Hefði staðan orðið sterkari hefðu þeir samþykkt eigin tillögur?

 

Ljóst er af allri umfjöllun um þetta mál að sú hugrakka ákvörðun Ögmundar Jónassonar að segja af sér ráðherraembætti til að undirstrika alvarleika málsins hafði mikið að segja. Þá tóku málin að snúast í  átt með okkur. Og fyrir liggur samningur þar sem komið er til móts við okkur hvað flest okkar sjónarmið varðar. Nýtum það og látum það verða okkur til góðs, í stað þess að hlusta á kór brennuvarganna sem enga aðra lausn hafa kynnt á málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þú værir hættur að skrifa á íhaldsblogginu en mikið ósköp hlýtur það að vera leiðinlegt að vera svona bitur og hafa ekkert gott um að skrifa,  megir þú eiga betri daga frammundann

Sveinn Ævarsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 13:24

2 identicon

Þetta kallast nú að hella bensíni á eld myndi ég halda.  Það flokkast ekki undir gott slökkvilið enda er sama fólkið að hella bensíni þarna og kveikti í í upphafi ekki rétt.  En það er alltaf gott ef það er eitthvað fólk sem getur verið sátt við að fá að borga þetta án þess þó að vita hvort það sé skilda þess.  En kanski geta þessir flottu stjórnarflokkar nú haldið áfram með þessa frægu skjaldborg.  Enda engin hætta á að við þurfum að borga icesave þegar engin getur einusinni borgað sitt með þessu áframhaldi.

siggi (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:06

3 identicon

Mér sýnist nú frekar að sjálfstæðismenn séu bitrir, Sveinn.  Þeir eru vælandi og skælandi í öllum fréttatímum, á meðan að aðrir eru að reyna að hreinsa upp eftir þá skítinn.    Ísland er fórnarlambið, sjálfstæðismenn drápu það, og grenja svo yfir því að fá ekki að ræna líkið!

Þorbergur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:52

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Sveinn.

Ég hélt nú að ég væri að skrifa um gott mál, sem tafist hefur alltof lengi að afgreiða, og er að benda á nú væri komin tími til að horfa fram á við.

Siggi

Hverjir voru það sem skrifuðu hér undir fyrsta Icesave samkomulagið, og nú rýmkast möguleikarnir á að við getum borgað okkar því eins og þú veist var þetta grunnur þess að hér væri hægt að halda áfram. Auðvitað hefði verið gott að sleppa við að greiða þetta, en eins og alltaf þegar menn deila um niðurstöður þá verður að ná samkomulagi. Það virðist nú hafa tekist, þó að ekki sé öllum okkar kröfum og óskum fullnægt.

Hannes Friðriksson , 19.10.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Hannes Friðriksson

þorbergur góður þessi með líkið

Hannes Friðriksson , 19.10.2009 kl. 14:55

6 identicon

Voru það ekki Samfylkingin og Sjálfstæðismenn?

siggi (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:41

7 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Hannes, þetta er náttúrulega alveg rétt hjá þér.

Icesave er náttúrulega skelfilegt mál.  Það hljóta allir að vera "á móti" Icesave. En krafan um að hin íslenska þjóð ábyrgist þessar upphæðir er afar mikil. Og við eigum að líta í eigin barm, sem þjóð. Við þurfum að gæta okkar á því í framtíðinni að kjósa rétt, að skapa okkur samfélag sem byggt er á raunverulegum verðmætum og er sjálfbært. Minnka asann, og efnishyggjuna, og sérshagsmunagæsluna, og spillinguna.

Icesave verður ekki umflúið. Ábyrgðin hvílir mest á þeim sem stofnuðu til reikninganna, bankamönnunum. En hún hvílir líka á herðum íslenskra stofnana.  Og ráðamanna íslenskra, sem svo aftur Íslendingar kusu til valda.

En nú grenja þeir eins hátt og þeir geta. Þeir engjast um. Þeir eru að missa völdin. Þeir eiga erfiðara með að verja sérhagsmunina. Þeir ætla ekki að leyfa núverandi stjórnvöldum að veikja valdastöðu sína fyrirhafnarlaust.

Ég óttsat ekki Icesave, þótt málið sé ömurlegt. Ábyrgðin verður ekki umflúin. En von er til þess að margar breytur þróist okkur í hag í þessu máli, svo sem þróun gengist þeirra gjaldmiðla sem máli skipta.

Ég óttast hins vegar hina grímulausu áróðursmaskínu sem komin er í gang. Ég óttast hana vegna þess að mér sýnist maskínunni ætla að verða það létt verk að stýra skoðunum fólks. Það er óttalega stór hópur fólks í þessu landi sem virðist láta mata sig af hugmyndum án nokkurrar gagnrýni (þá á ég við gagnrýni í merkingunni uppbyggileg gagnrýni, að vega og meta upplýsingarnar sjálfur, en ekki í merkingunni að vera á móti til þess að vera á móti). Skoðanakannanir eru að sýna mikið fylgi við Sjálfstæðisflokkinn núna. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn beðist fyrirgefningar á nokkrum sköpuðum hlut. Þeir dirfast að ata núverandi stjórnvöld auri fremur en taka þátt í björgunarstarfinu af ábyrgð. Þetta sýnir þeirra hugarfar. Framsóknarmenn hafa gjörsamlega gengið fram af mér. Ég var skráður í Framsóknarflokkinn í vor en er það ekki lengur. Þvílíkur talsmáti og fífldirfska hjá þessum ungu mönnum. Sigmundur Davíð lét það m.a. út úr sér um daginn að núverandi stjórnvöld hafi gert allt öfugt við það sem þau hefðu átt að gera!  Hvers konar hugarfar býr að baki slíkum fullyrðingum? Þetta er mikill ábyrgðarhluti þegar maður í hans stöðu grefur þannig undan núverandi stjórnvöldum - tala nú ekki um á tímum sem þessum þegar margir eru óstöðugir.

Með endurkomu Davíðs Oddsonar og áróðursins finnst mér aftur gæta þöggunar í samfélaginu. Ef maður reynir, jafnvel með því sem manni finnast vera málefnaleg rök, að gagnrýna það sem þessi sérhagmunamafía stendur fyrir þá skynjar maður hálfgerða ógn í loftinu. Hugsið ykkur það!

Mig langar hreint ekki að hverfa aftur til þess tíma sem leiddi hrunsins eða fá þau öfl yfir mig aftur.

Eiríkur Sjóberg, 19.10.2009 kl. 17:01

8 identicon

Hannes, svona smá upprifjun. Björgvin var Bankamálaráðherra,  Jón Sigurðsson var yfirmaður Fjármálaeftirlitsins.  Fyrir þeirra tíð var Framsókn, Valgerður, sem stýrði þessum málum.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 01:21

9 identicon

Mér sýnist nú þessi ríkisstjórn vera kveikja fleiri elda en hún þykist vera að slökkva.  Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin með ofnæmi fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu, VG út af eintómum hugsjónarembingi, Samfylkingin vegna þess að þeir vilja svelta þjóðina til að játast ESB og það að taka upp Evru. 

Staðreyndin er að núverandi ríkisstjórn mun með aðgerðum og aðgerðarleysi sínu framlengja kreppuna um mörg ár.  Það hefur aldrei verið hægt í hagsögunni að skattleggja lönd út úr efnahagskreppum, en það ætlar núverandi ríkisstjórn nú samt að gera. 

Nú ætlar ríkisstjórnin að þvinga Icesave-drápsklyfjunum á þjóðina í staðinn fyrir að láta reyna á dómstólaleiðina.  Drápsklyfjar þessar eru ígildi margra Versalasamninga fyrir okkur hér á Íslandi.  Þetta er gert af hreinumundirlægjuhætti og tillitsemi við "vini" okkar í ESB og þá sérstaklega Breta og Hollendinga sem munu hoppa og dansa af gleði yfir því hversu auðveldlega þeim tókst að plata okkur.  Ríkissjtónrin lítur jafnframt á Icesave-samninginn sem aðgöngumiða í ESB og það mun þjóðin aldrei gleyma núverandi stjórnvöldum. 

Þegar Samfylkingin verður búin að troða þjóðinni inn í ESB, ætlar þessi stærsta vinnumiðlun landsins að raða sínu fólki á jöturnar í Brussel, eftir að hafa raða sínu fólki á ríkisjötuna hér heima fyrst.

Ársæll F. Jakobsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 09:05

10 identicon

Menn gleyma auðvitað það er svo hentugt að Samfylking er ekki síður sek en Sjálfstæðismenn, þetta vita allir.  Það leysir ekki vanda okkar að benda fingrum heldur þarf að laga stöðuna, með þessu handónýta samkomulagi er það ekki svo.  Svo er ríkisstjórnin að skíta uppá bak í flestu öðru eins og t.d varðandi atvinnu-uppbyggingu fyrir sunnan Hannes þar sem þú átt heima.  Varla ertu sáttur með það, verk eru að stranda á getuleysi ríkisins

Baldur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:25

11 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessður Baldur

Þú segir ríkistjórnina vera að "skíta upp á bak" eins og þú orðar það svo snyrtilega hvað varðar uppbyggingu hér á Suðurnesjum. Mér finnst þetta skrýtinn umræða sem raunverulega er búið rugla þó nokkuð. Það er ljóst að orkufyrirtækin eiga enga möguleika á að fá þu laán sem til þarf til að virkja orkuna sem þetta krefst. Ein megin ástæða þess er að ekki hefu enn verið gengið frá því máli sem strandar mest á hvað varðar lánamöguleika okkar í útlöndum Icesave. Þar standa ekki stjórnarflokkarnir á móti heldur hrunflokkarnir tveir Sjáfstæðis og framsókn. Það er ekki heldur búið að tryggja frjármögnun til Helguvíkurhafnar, sem vitað hefur verið allan tímann að ríkið hafi ekki haft heimild til að styrkja skv lögum. Þar þarf að setja sérlög. og það er heldur ekki búið að finna út hvar á að virkja. Þetta verkefni er ekki að stranda á getuleysi ríkisins, heldur lélegum undirbúningi og því hruni sem hér varð.  Segja má að ríkistjórnin standi nú í að "skeina þá sem hér hafa komið að verki, en þeir láta eins og lyktin komi frá öðrum.

Hannes Friðriksson , 21.10.2009 kl. 13:25

12 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Samfylkingin sat að vísu í ríkisstjórn þegar hrunið var og er því ekki saklaus, auðvitað. En við þurfum að horfa aðeins lengra tilbaka á allan þann tíma þegar einkavinavæðingin átti sér stað, Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gegnsýrðu þjóðfélagið með spillingu og átu upp þjóðareignir innan frá. Þessi öfl standa nú eins og endurvakningar á hlíðarlínunni og bíða og vita að þjóðin er fljót að gleyma.

Úrsúla Jünemann, 25.10.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband