Hvernig getur ríkið tafið Hljómahöllina?

 

Maður verður víst að gæta sín, þegar kemur að umfjöllun um Keflavíkurgöngu hina nýju. Þar hefur mönnum þótt sitthvað, enda ekki verið ljóst hver tilgangur þessarar göngu hefur verið, og sumum okkar að minnsta kosti ekki þótt sanngjarnt að dæminu væri stillt upp þannig að sú óáran sem hér herjar sé nú öll ríkinu að kenna. Fundist við svolítið að með þessari göngu að við höfum sett okkur í hlutverk fórnarlambsins. Að allt sé öðrum að kenna hvernig komið er.

Sú umræða sem farið hefur fram um atvinnuástand á Suðurnesjum hefur verið sett fram vísvitandi út frá sjónarmiðum meints þolanda. Og öll málaefnaleg umræða um raunveruleikann eins og hann blasir við verið kæfð. Það hefur verið gert í anda þeirrar samstöðu sem hér á að ríkja.  Því miður er það svo að sú umræða sem nú er í gangi er í anda múgsæsingar, en byggir ekki á neinum efnilegum rökum.

Það er ljóst að þrátt fyrir hugmyndafræðilegan ágreining um stóriðju almennt innan ríkistjórnarinnar hefur sú ríkistjórn sem nú situr gert allt það sem í hennar valdi hefur staðið til að liðka leið álvers í Helguvík.  Og samningum um þá orku sem þarf til rekstur fyrsta áfanga álversins hefur verið gengið frá.  Enn hefur þó ekki ekki verið gengið frá hvernig þeir sem tekið hafa að sér að útvega þá órku ætla að fjármagna þá framkvæmd.  Það er öðrum að kenna að sú fjármögnun gengur erfiðlega, og í hæsta máta ósanngjarnt að skella þeirri skuld á þá sem stjórna nú.

Nú virðist ljóst af flestu að Gagnaverið er á fullri ferð, og þar hefur ríkið ekki staðið í vegi neinna framkvæmda eins og látið hefur verið í ljós, en vill náttúrulega hafa á hreinu hvernig skattheimtu af þeim rekstri skuli háttað. Það er eðlilegt.

Kísilverksmiðjan leitar að fjármögnun á því verkefni m, og þar kemur ríkið ekki að.

Ljóst virðist vera að úrskurður umhverfisráðherra um Suðvesturlínur mun ekki hafa áhrif á þær framkvæmdir sem hér hafa verið raktar, en hinsvegar opnað augu margra fyrir  hvar vandamálin liggja í væntanlegri línuleið. Það hlýtur að teljast til bóta.

Það keyrir þó algerlega um þverbak, og maður fer virkilega að velta því fyrir sér á hvað göngumenn hafa eiginlega verið hugsa þegar inn í ályktun um verkefni sem ríkið á að hafa áhuga á að standa í vegi fyrir er skyndilega komin Hljómahöllin, eins og sjá má af meðfylgjandi frétt á Vísir.is.

Sú framkvæmd er einkaframkvæmd unnin af félagi sem okkur er sagt að sé raunverulega bjargvættur bæjarins þegar fram líða stundir, og bæjarfélagið eigandi að. Eitthvað hlýtur að hafa gerst á bak við tjöldin sem við hin einföldu vitum ekki um , úr því að það verkefni er nú komið inn í ályktun göngu sem skipulögð eru af öllum flokkum og stéttarfélögum á svæðinu. Hér vantar einhverjar skýringar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þér óhætt að láta sjá þig á Hafnargötunni? Bæjarstjóri Dalabyggðar má held ég prísa sig sælan að vera í annarri sýslu, sbr. viðbrögðin við hans vangaveltum : http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/11/07/kuagerdisgangan/

oh (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 16:57

2 identicon

Fer ekki að styttast í sveitastjórnarkosningar?

Jóhann (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Halldór Heiðar Agnarsson

Þarna er talað af ábyrðarleysi og mikilli vanþekkingu á málinu.

Halldór Heiðar Agnarsson, 8.11.2009 kl. 19:00

4 identicon

Það er í sjálfum sér mjög merkilegt hve menn eru hræddir við að tjá sig um ýmislegt sem gerist í stjórnsýslunni í Reykjanesbæ, það segir mér að eitthvað sé í ólagi hjá okkur. Já Hannes vissulega verðum við að fara varlega þegar við tölum um þessa göngu þar sem margir eru atvinnulausir hér í bæ og líta á gönguna sem einhverskonar huggun eða baráttuleið fyrir sína stöðu. En það er hinsvegar þannig að auðvelt er að beita áróðri og kenna öðrum um ófarirnar sem við erum komin í hérna í Reykjanesbæ. Staðreyndin er hinsvegar sú að núverandi bæjarstjóri er búinn að spila rassinn úr buxunum og það held ég að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá. Ef við tökum t.d. álverið í Helguvík þá hélt ég að sú skelfilega staðsetning hefði verið valin á sínum tíma vegna þess að höfnin þar er svo góð, nú kemur hinsvegar í ljós að það þarf minnsta kosti 1-1.5 millijarða króna til að koma henni í gagnið og þá peninga á að taka af skattgreiðendum. Nei það er alls ekki núverandi stjórnvöldum að kenna hvernig komið er fyrir fjárhag bæjarins okkar. Þessi ganga missti því miður algerlega marks að mínu mati og ég er mjög hissa á því hvernig formaður verkalýðs og sjómannafélags keflavíkur lætur plata sig í þessi ósköp. Ég hef hinsvegar lengi verið þeirra skoðunar að við suðurnesjamenn séum ekki nógu harðir hvað varðar að láta rödd okkar heyrast, við höfum t.d. sjaldan átt almennilega þingmenn og verið alltof treg við að tjá okkur um hvað betur má fara í samfélagi okkar. Það er fullt af góðum og sterkum einstaklingum hér sem eru drífandi og áræðnir,við eigum að hafa trú á sjálfum okkur og vera dugleg að stunda innri skoðun á okkur sjálfum. Hér hefur margt farið á verri veg og tími kominn til að þeir sem bera ábyrgð á því taki afleiðingum gjörða sinna !!

krs (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...hefur sú ríkistjórn sem nú situr gert allt það sem í hennar valdi hefur staðið til að liðka leið álvers í Helguvík"

Hannes, þessi ríkisstjórn talar út og suður um stóriðju og virkjanamál og úrskurður umhvrfisráðherra var ólöglegur og mjög óheppilegur á viðkvæmum tímapunkti.

krs kvartar sáran yfir því að það þurfa að borga 1-1,5 miljarð af opinberu fé í höfn vegna álversins. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að höfnin er arðbærasta fjárfesting sem völ er á. Höfnin er rekin sem sjálfstæð eining og mun reka sig sjálf með miklum hagnaði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 07:28

6 identicon

Gunnar !! Ég mun síðastur manna kvarta yfir því að borga skatta en mér er ekki sama í hvað þeir fara. Staðreynd málsins er sú að álverinu í Helguvík var valin sá staður vegna hafnarinnar sem núna allt í einu er ekki nógu góð, vissu menn það ekki áður en ákvörðun um staðsetningu þess var tekin og af hverju eru eigendur álversins ekki látnir borga beturumbæturnar á höfninni? Ég vona svo sannarlega að þetta sé rétt mat hjá þér og að höfnin verði rekin með miklum hagnaði í framtíðinni, það verður þá líklega í fyrsta sinn sem það tekst í Reykjanesbæ.

Hvað varðar ríkisstjórnina þá er ég sammála þér, hún talar ekki nógu skýrt um það hvert hún vill stefna í málefnum stóriðjunar og er það miður að mínu mati...En það er samt ekki henni að kenna hvernig komið er fyrir okkur hérna við verðum að hafa það alveg á hreinu að segja annað er ósanngjarnt !!

krs (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:29

7 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ríkisstjórnin viðrðist hafa takmarkaðan áhuga á Reykjanesbæ þessar vikurnar...

Birgir Viðar Halldórsson, 9.11.2009 kl. 11:49

8 identicon

Þú þarna VG.Móði frá hvaða plánetu kemur þú

magnús steinar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:22

9 identicon

Grímur Atlason er vart marktækur, enda er hann bæjarstjóri sem myndi sóma sér vel í litlum smábæ í Norður-Kóreu, slíkar eru afturhaldshugsjónir hans.

Hitt er svo annað mál, að ríkistjórnin hefur beitt óteljandi taf-leikjum í málefnum álvers í Hleguvík og þá sérstaklega á Bakka við Húsavík.

Það er ljóst á öllu að ríkisstjórnin æltar að koma í veg fyrir orkufrekan iðnaði í Þingeyjarsýslum, m.a. með löngu og erfiðu umhverfismati, sem Þórunn Sveinbjarnar þáverandi umhverfisráðherra og núverandi þingmaður Samfylkingar laug að myndi einungis tefja Bakkaálverið um nokkra mánuði, en þetta umhverfismat stendur fyrir enn og ekki sér fyrir endann á því.  Ef svo vill til að umhverfismatið verður þannig að óhætt sé að reisa álver og virkjanir á Norð-Austurlandi, verður það náttúrulega kært af einhverfum umhverfis-talíbönum sem búa á Höfuðborgarsvæðinu, til að tefja Bakka-álverið enn meir..  

Að auki ætla stjórnarliðar að láta friðlýsa öllu Skjálfandafljóti, ekki vegna þess að þeim þyki það svo fallegt né vegna þess að umhyggju fyrir umhverfinu, heldur vegna þess að þeir ætla að koma í veg fyrir að það verði virkjað svo ekki verði af miklli atvinnuuppbyggingu á Norð-Austurlandi.

Véstinn Fr. Haraldsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 14:42

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Erum við hér á landi ennþá í villta vestrinu?  Framkvæma fyrst og spyrja svo? Menn æða ennþá áfram í framkvæmdagleðinni þótt allt er í óvissu um fjarmögnun og orkuöflun þarna í Helguvíkurmálinu. Menn æddu einnig áfram í "góðærinu" með að skipuleggja og búa til ný íbúðarhverfi þótt hver heilvitur maður gat reiknað út að ekki séu til íbúar á Íslandi fyrir allar þessar íbúðir sem var að byggja. Höfum við ekkert lært ennþá?

Úrsúla Jünemann, 14.11.2009 kl. 13:17

11 identicon

Gunnar TH: Sammála

Vésteinn: Sammála

Ursula Junemann: Ekki svaraverð sem fyrri daginn.

Baldur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband