Og aftur er minnihlutinn í fýlu.

Blush  

Mér varð í gærkvöldi hugsað til Lars Christiansen hjá Danske bank , sem í byrjun árs 2008 benti einna fyrstur manna á að möguleiki væri á íslenska bankakerfið myndi fara á hausinn, ef ekkert yrði að gert. Mér varð líka hugsað til þeirra viðbragða sem umfjöllun hans fékk.Og mér varð svo á eftir hugsað til ástandsins hér og hvort eitthvað hefði breyst.

Þegar Lars Christiansen benti á vankantana hvað varðar íslenska bankakerfið og áhyggjur sínar,  gengu hér maður undir manns hönd og lýstu styrk bankakerfisisns. Niðurstaða fjármálaráðherrans og aðstoðarmanns hans var að Danir væru aldrei ánægðir og nú væru þeir í í fýlu yfir velgegni íslendinga sem græddu nú sem aldrei fyrr. Það sýndu reikningar ríkisins og bankanna. Danir voru bara í fýlu. Annað átti eftir að koma í ljós.

Við töldum okkur hafa lært. Að hér eftir skyldi hlustað á gagnrýni og hún rædd málefnalega. En lítið virðist þó hafa breyst sums staðar og enn eru menn í ábyrgðarstöðum sem líta á hver þau rök er ekki falla að þeirra heimsmynd sem fýlukast þess er setur þau fram. Svo virðist því miður vera um fyrrum aðstoðarmann fjármálaráðherra sem enn dvelur í draumaheimi ársins 2007, og telur gagnrýni minnihlutans í Reykjanesbæ  á fjármálastjórn meirihlutans vera enn eitt fýlukastið úr þeirri átt. Í Reykjanesbæ er allt í góðu lagi, enda hagnaður á samstæðureikningi bæjarins. Þó milljarða tap sé á bæjarsjóð, sem lýsir þó best hvernig rekstri  bæjarins er háttað.

Minnihlutinn er aldrei ánægður, hvort sem tap eða hagnaður er á efnahagsreikningi bæjarins, sagði formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær á bæjarstjórnarfundi, og lét þessa líka djúphugsuðu bókun um meinta skapgerð minnihlutans fylgja með máli sínu til stuðnings.

Hann á fáa sér líka þegar kemur að málefnalegri umræðu. Með slíka menn og málefnastöðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar er algerlega óþarft  fyrir nokkurn mann að láta sér  leiðast eða fara í fýlu, kannski  svolítil spurning um að undrast. En kannski enn meiri  ástæða til að hafa áfram  áhyggjur af fjárhagstöðu bæjarsjóðs þegar ljóst er hvert aðaláhyggjuefni formannsins er. Og kannski skýrir það einmitt hvers vegna reksturinn er svo slæmur sem hann er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband