Á nú að kasta út barninu með baðvatninu

 

Maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum hægt er að tala um sama mál í 79 ræðum( talið í gærkvöldi) eins og þingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinnsson hefur nú gert um Icesave málið. Og haldið því fram að stöðugt sé hann að segja eitthvað nýtt sem ekki hafi áður komið fram. Honum  finnst  mikilvægt að hamra á hve mikilvægt það sé fyrir þjóðina að alþingismenn og ráðherrrar leggist í víking og kynni málstað þjóðarinnar fyrir málsmetandi erlendum mönnum .Eins og þeir hafi ekki eitthvað þarfara að gera  en að kynna mál sem öllum þeim er viðkemur , er fullkunnugt um.

Það verður að segjast að frekar ömurlegt er að horfa upp á þingmenn stjórnarandstöðunnar  einangra ræðustól alþingis í umræðu þar sem þeir spyrja spurninganna, og svara síðan sjálfum sér. En um leið og maður vorkennir málþófsinnunum , verður maður nú að taka hattinn ofan fyrir stjórnarliðum sem sitja verða undir þessu bulli dag eftir dag, og undrast þann geðstyrk sem þeir virðast búa yfir.

Málþófsinnarnir sem tilheyra allir hrunflokkunum Sjálfstæðis og Framsóknar segjast vera að standa vörð um fullveldi Íslands. Sömu flokkar og með einkavinavæðingu og helmingaskiptareglunni  fórnuðu því fullveldi á musteri Mammons, Björgólfa ,S- hópum og öðrum þeim er tök höfðu á að lána hver öðrum á milli banka til fjaármögnunar hver í öðrum. Kannski þeir hefðu þar átt að byrja að verja svonefnt fullveldi, sem láta nú sem þeim þyki vænt um. Nú er verið að hreinsa upp skítinn eftir þá.

Það held ég að allir séu sammála um að það er ferlegt að þurfa að greiða þennan reikning, en flestir hafa líka áttað sig að nú um stundir er fátt annað að gera. Ekki hafa komið fram aðrar leiðir eða lausnir, og á meðan svo er virðist til litils að eyða tímanum í að kjafta landið niður í ruslflokk hvað lánshæfi ríkisns varðar, með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulíf, og þar með fólkið í landinu

Mér finnst menn nú vera tilbúnir til að fórna miklu í þeirri stundarbilun sem virðast miðast við pólitíska  hagsmuni málþófsinnanna fremur en þjóðarhagsmuni. Eða eins og einn orðaði það svo snyrtilega „þeir eru tilbúnir til að kasta út barninu með baðvatninu".  Það er endurreisn efnahagslífsins sem er undir. Ljóst er að hversu mikið sem menn tala mun málið ekki gufa upp, jafnvel þó þingið myndi hafna þeim samningi er nú liggur fyrir. Þá þyrfti að byrja upp á nýtt, með ófyrirséðum afleðingum fyrir þjóðarbúið. Þetta er sama liðið og segir stjórnvöld standa í vegi uppbyggingar, en kjaftar nú landið niður á plan svo útilokað er að uppbygging geti átt sér stað,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flestar þessar ræður Gunnars Braga eru um fundarstjórn forseta þingsins, enda er hann formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Einnig á hann mörg stutt andsvör (1 eða 2 mín. að hámarki) og stendur sig vel í því efni, og svo eru það að lokum eiginlegri, fyllri ræður hans, og þær eru mjög upplýsandi og málefnalegar, m.a. (allt fram á þessa nótt) með ýmsum nýjum upplýsingum og þeim ekki lítilsverðum!

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 03:34

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Jón

Blessaður láttu ekki svona, þú veist alveg að ekkert hefur komið nýtt fram nema helst, að hrunaflokkarnir hafa engan áhuga á uppbyggingu, heldur eru þeir nú að kjafta þjóðina endanlega niður í ruslflokk, svo vonlaust verður að byggja hér eitthvað upp á nýjan leik. Maður veltir alvarlega fyrir sér hver staðan væri ef saumað hefði verið fyrir munninn á þessu liði í sumar. Ætli einhver uppbygging væri þá ekki hafin. 

Hannes Friðriksson , 3.12.2009 kl. 08:35

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að "saumað hefði verið fyrir munninn á þessu liði í sumar," – það er þín ótrúlega ósk, Hannes Samfylkingarmaður, – til þess að minna hefði þá komið fram af hlutum okkur til varnar? Hefði ekki verið hentugt fyrir ykkur, að þetta hefði "klárazt" áður en upp komst um strákinn Tuma, sem hélt lögfræðiálitinu frá Mishcon de Reya leyndu (á sama tíma og hann staðhæfði, að Stefán Már, Lárus Blöndal o.fl. íslenzkir lögfræðingar væru einangraðir í álitsgerðum sínum, "allir útlendingar" á móti okkur!)? Hét reyndar Össur, ekki Tumi.

Já, hefði ekki verið hentugt að sauma fyrir munninn á þeim, áður en þeir fengu að sjá sjálfan Icesave-samninginn? Var það ekki meiningin? Sagði ekki Guðfriður Lilja í sjónvarpsviðtali, að margir ráðherranna hefðu ekki einu sinni lesið samninginn?

Og hvernig er það, finnst þér betra eða verra, eftir á að hyggja, að Daniel Gros í bankaráði Seðlabankans kom nýlega fram með þá ábendingu, að skv. jafnræðisreglum EES-svæðisins ætti Tryggingasjóður okkar (og síðan ríkið) réttmæta kröfu til að fá að borga í mesta lagi 1,5% vexti, eins og brezki, sams konar sjóðurinn borgar af láni frá brezka ríkinu, og hafa þak á vaxtaupphæðina, svo að árlega verði hún að hámarki nál. 920 milljónir króna? (sjá HÉR!). Var VERRA að frétta af þessum varnarmöguleika okkar, Hannes? Er kannski bara bezt að sópa honum út af borðinu með niðrandi orðum um að Gros (einn þekktasti hagfræðingur heims) kunni ekki að reikna og að hann þekki ekki EES-reglur um jafnræði (og var þó yfirmaður Evrópumálastofnunarinnar í Brussel!)? En það gerði einmitt Steingrímur J. Sigurðsson, um leið og hann eða hans menn í fjármálaráðuneytinu "láku" þeim upplýsingum, hvað það kostaði á ársgrundvelli að borga fyrir Gros flugferðir hingað.

En þarna sérðu, það borgar sig kannski ekki að mótmæla þeim Steingrími og Jóhönnu, það getur farið illa!

Og þó að ábending Daniels Gros gæti sparað okkur 185 milljarða króna vaxtagreiðslur í erlendum gjaldeyri, jafnvel enn meira (um 245–270 milljarða), skiptir það nokkru máli, Hannes minn? Er ekki betra að skvera þetta bara af og vera ekki að fetta fingur út í slíka smámuni?

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 20:06

4 identicon

Hannes Friðriksson.  Gunnar Bragi Sveinsson hefur staðið sig stórkostlega í að VERJA islenska þjóð gegn kúgun.  Hann hefur EKKI staðið í neinu málþóli.  Það hafa hinir stjórnarandstæðingar ekki heldur gert og það eru ósannindi stjórnarflokkanna og aðallega ósvífinna Samfylkingarmanna. 

ElleE (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:39

5 identicon

Hann hefur EKKI staðið í neinu málþófi.

ElleE (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:41

6 identicon

Hvaða flokkar gerðu þá samninga sem varð til þess að fyrirtæki gátu farið í þessa marglofuðu útrás sem flestir flokkar teikuðu.

Magnús (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alþýðuflokkurinn einkum og sér í lagi.

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 21:10

8 identicon

Jón Valur ekki lengi að koma með sannleikann.

Magnús (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:49

9 identicon

Sæll Hannes. Góður pistill hjá þér og ekkert í honum ofsagt um svokallaða stjórnarandstöðu, nema þá þetta með saumaskapinn í athugasemdinni.

Það hefur satt að segja verið afar fróðlegt að fylgjast með hvernig fulltrúar helmingaskiptaflokkanna hafa gengið fram að undanförnu. Augljóst að þau hafa ekki í huga hagsmuni þjóðar sinnar og eru eflaust komin langt frá öllu sem þau er flokkana stofnuðu í upphafi hefði getað dreymt um í sínum villtustu martröðum. Keisarinn reyndist vera klæðalaus er að var gáð og það eru þau líka sem hæst láta þessa dagana og sannast þar hið fornkveðna að ,,hæst bylur í tómri tunnu". 

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:59

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

að hrunaflokkarnir hafa engan áhuga á uppbyggingu, heldur eru þeir nú að kjafta þjóðina endanlega niður í ruslflokk,

Merkilegt að með því að auka skuldir ríkisins um 700 milljarða þá eigi að bjarga lánshæfismatinu frá því að falla niður í ruslflokk. Hvernig stenst það að aukin lántaka þýði að viðkomandi hafi betri lánshæfismat?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.12.2009 kl. 00:42

11 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessðir félagar.

Sennilega er þetta rétt með saumaskapinn, aðeins of sterkt til orða tekið. En það  er ljóst að með málæði sínu er verið að hindra réttkjörinn meirihluta til að vinna verk sín. Það er hægt að segja hlutina þannig að þeir skiljist, en slíkt mal sem þarna fer fram skilar því miður engu. Fyrir mér séð eru ekki lausnir sjáanlegar og ljóst að förum við ekki þessa leið sitjum við eftir einangruð úti í ballarhafi, með vonina um að einhverjir aumki sig yfir okkur. En enga tryggingu fyrir því

Hannes Friðriksson , 4.12.2009 kl. 11:00

12 identicon

Sæll Hannes Friðriksson.  Stjórnarandstaðan hefur sagt oft og í minnst heila viku að þeir vilji nú hætta að tala um Icesave og taka fyrir önnur nauðsynleg mál.   Ríkisstjórnin hefur tafið mál.  Og þó stjórnarandstaðan væri með málþóf væri það varnar-málþóf og öryggi gegn Icesave-kúguninni.  Og hvet stjórnarandstöðuna til að vera með málþóf ef það er það sem þarf til að koma í veg fyrir efnhagsárás og valdníðslu.

ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:02

13 identicon

Sæll Hannes. Ég vil sem minnst segja um málþófið á þingi annað en að íbúar þingsins, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, búa í hriplekum glerhúsum með einföldu gleri þegar þeir skammast hvor í öðrum vegna málþófs.

Mig langar aftur á móti að koma á framfæri nokkru sem kona mér kær lagði til málanna varðandi IceSave í gær. Hún sagði að henni sýndist sagan vera að endurtaka sig. Nú væri vísir að því að 1262 væri aftur á dagskrá. Landsmenn gætu ekki frelar en þá leyst eigin vandamál og leituðu fulltingis erlendra yfirvalda til að bjarga þeim frá eigin hegðan. Þá var það Noregskonungur og nú er það ESB. Hún tiltók ekki hvort hún ætti við umsóknina í ESB eða þá hugmynd stjórnarandstæðinga að fá ESB til að miðla málum í IceSave en vegna þess að ég trúi "jafnmikið" á gæði okkar stjórnmálamanna og þeirra sem stjórna ESB og er því einarður ESB-sinni held ég að hún hafi verið að tala um stjórnarandstöðuna.

Samlíkingin er aftur á móti umhugsunarverð, fyrir alla. Samkvæmt reglum þjóðarréttar (ágreiningur fleiri en tveggja þjóða) geta Íslendingar óskað aðstoðar þriðja aðila, annað hvort alþjóðastofnunar eins og ECOSOC eða eins og í tilfelli ESB svæðisbandalags þjóða. Verst er að báðir andstæðingar okkar eru valdamiklir hjá áðurnefndum aðilum. Þá er sagan ekki beint með okkur enda hegðuðum við okkur ekkert sérstaklega vel í Þorskastríðunum, vorum frekir á allar okkar kröfur og fórum ekki eftir alþjóðasamningum sem við höfðum áður samþykkt.

Jói Kristbjörns (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:13

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu að reyna að gefa Bretum vopn í hendur með þessari einræðu, Jói Kristbjörns?

Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband