Þriðjudagur, 22. desember 2009
Tími til að "bretta upp hendur"
Þau eiga sér fá líka foringarnir sem þessa stundina stýra Sjálfstæðisflokknum , og margar perlur sem skýra afstöðu þeirra til lífsins og almennan skilning á stöðunni hrotið af vörum þeirra undanfarna mánuði.
Hver man ekki eftir mómentinu á landsfundi þess flokks þegar vararformaðurinn hvatti flokkinn til þess að klára nú málið" og áttí þá liklega við að setja skyldi þjóðina endanlega á hausinn. Það hefur þeim ekki tekist alveg , þrátt fyrir góðan vilja. Sem betur fer.
Við sem fylgst höfum með höfum séð að formaðurinn sem hvatningin var send til hefur átt erfitt með að ná áttum og virkað svolítið eins og vindhani í óstöðugum vindi á meðan hann hefur verið að fóta sig í hinu nýja embætti og reynt að finna út hvert hann vildi fara með flokkinn.
Maðurinn sem áður vildi í ESB, telur nú að það sé útilokað. Maðurinn sem mælti með Icesavesamningum með þyngri vöxtum og styttri lánstíma fyrir rúmlega ári síðan vil nú ekki samþykkja mun betri samning, heldur sýna kjark til að mæta umheiminum öllum sem er ekki sammála okkur um að við berum enga ábyrgð, sem þjóð.
Hann virðist hafa skilið hvatningu varaformanns síns núna í morgun við lokaumræðuna á Alþingi og virðist tilbúinn til að klára nú málið" með því að bretta upp hendur".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Athugasemdir
Sennilega væri nær að fjalla um það sem þeir sem þykjast vera að bjarga okkur úr kreppunni gera eða gera ekki, en að gera stórmál úr því þó þingmaður mismæli sig, þvælan sem hann þarf að hlusta á er sennilega nóg til að rugla aðeins í ríminu þá sem á þurfa að hlýða.
Kjartan Sigurgeirsson, 23.12.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.