Varnarræða jólasveinsins

 

Hann er náttúrulega hálfgerður jólasveinn, en af ósvifnara taginu formaður bæjarráðsins hér í Reykjanesbæ í  varnarræðu sinni á vef Víkurfrétta í gær  þegar kemur að málefnalegri umræðu eða röksemdarfærslu, en við því er nú lítið að gera.

Hann skilur ekki að oddviti meirihlutans sé undrandi og sár yfir því að fjárhagsáætlun bæjarins  komi fyrst fram á síðasta fundi bæjarstjórnar, og oddvitinn spyr hvort það geti verið sökum þess að meiri hlutinn forðist umræðu um fjármálstjórn sína.  Það skyldi þó ekki vera?  En þegar kemur að rökemdum formannsins fyrir hversvegna ekki virðist hægt að halda verkáætlun og skiladag sem alltaf hefur verið ljós , staðfestir hann hversu mikill jólasveinn hann er.

Öllum sem litið hafa á dagatal er ljóst að líklegra en ekki er að fyrsta vika hvers mánaðar lendi í byrjun þess mánaðar, og í tilfelli fjárhagsáætlunarinnar skuli  þá haldinn fundur þar sem fyrsta umræða fer fram. Og þá á sú vinna sem að baki liggur henni að vera búin og tilbúin til umræðu. Það var hún ekki og afsökunin hjá formanninum því eingöngu staðfesting á því sem flestir hafa sagt og séð.  Meirihlutinn hefur ekki stjórn á neinu því er lýtur að fjármálum sveitarfélagsins,

En hin afsökunin eða rökemdarfærslan sem hann beitir er þó heldur verri og lýsir vel hvern mann og siðferði  bæjarráðsformaðurinn hefur yfir að búa. Þar grípur hann til dylgjunnar sem síns helsta vopns, og spyr hvort jólaundirbúningurinn fari svo ókaplega í taugarnar á oddvitanum.  Við sem hér búum vitum hinsvegar vel að oddvitinn er mikil jólamaður sem spilar á á jólaböllum og þarf jafnvel ólikt formanninum að leika jólasvein inn á milli. Og sinnir sinni fjölskyldu eins og fjölskylduföður ber.

Það að ekki megi móðgast yfir lélegum vinnubrögðum sökum  þess að komin sé hefð á þau eftir tólf ára valdasetu þess flokks sem formaðurinn fer fyrir, gef ég lítið fyrir, og ætla eins og flestir aðrir nú að fara að njóta þess að jólin eru í nánd og þess friðar sem þau eiga að boða hvar á landi sem er , meira að segja hér í Reykjanesbæ.  Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.