Miðvikudagur, 30. desember 2009
Voru leynigögnin leynigögn?
Maður veltir því nú fyrir sér hvort meint leynigögn sem stjórnarandstæðingar hafa haldið á lofti nú verið svo mikil leynigögn eftir allt saman. Ekki var það nú að heyra í ræðum stjórnarandstæðinga sem sterk tengsl hafa inn á þessa lögfræðistofu í gær. Þeir vissu að von var á leynigögnum" þá seinnipartinn sem að því er manni skildist myndu setja málið allt í uppnám á nýjan leik. Hvernig vissu þeir nú það?
Það sem vekur hjá manni spurningar, er að hvaða ástæðum og hversu traustvekjandi það nú er að lögmannsstofa sem vill láta taka sig alvarlega, og semur áltistsgerð til þess ætlaða velur eftir skil þeirrar áleitsgerðar að skila inn viðbótargögnum þar sem þeir tilkynna að væntanleg séu gögn sem geri fyrri álitsgerð þeirra alveg marklausa. Og vert sé að bíða eftir þeim gögnum, áður en ákvörðun er tekin. Og helst fram á síðustu stundu. Nógan höfðu þeir tímann til að skila álitinu, og gögnin höfðu skv því sem fram kom í gær legið fyrir fá því í vor.
Annað sem einnig vekur athygli í þessu máli er að frá 22. des og fram á daginn í gær var að sögn formanns fjárlaganefndar ekki hægt að ná í þá aðila á lögmannstofunni sem málið höfðu með að gera. Virkar ekki alveg í mínum huga. En samt vissu stjórnarandstæðingar bæði í gær og fyrradag að væntanleg væru leynigögn sem ríkistjórnin átti að hafa haldið frá þeim. Virkar eins og norskt samsæri í mínum huga.
Svo virðist sem allir sem tjáð hafa sig um málið að í þeim skjalabunka sem sendur hafi verið hafi ekki verið neitt nýtt að finna, nema í útskýringum lögmannsstofunnar sem nú segir að formaður samningarnefndarinnar hafi beðið stofu sem var að vinna fyrir ríkisstjórn Íslands að álitsgerð eða kynningu , að halda eftir gögnum svo fulltrúi stjórnarinnar gæti ekki séð hvað hér væri á ferðinni. Sé það raunin að svo hafi verið gert segir það væntanlega meira um fagmennsku lögfræðistofunnar en flest annað. Og þá væntanlega enn skiljanlegra hversvegna þeir hafa viljað halda því sem þeir hafa sent frá leyndu.
Nei því miður virkar það ekki trúverðugt lengur sem fá þessari stofu kemur, og engin ástæða til að athuga þau gögn sem þeir leggja á borðið. Því þau geta vart talist trúverðug miðað við það sem á undan er gengið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
Athugasemdir
Stjórnarandstaðan vissi þetta allan tíman, en beið með þetta þar til retti tímin var komin til að "reyna" að fella stjórnina.
Björn ValurGíslason fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi.
Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. „Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna.
Það er ekki mjög traustvekjandi fyrir stjórnarandstöðuna....
Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:39
"Björn ValurGíslason fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi" - Vá hvernig væri aðfá nafn þessa heiðursmanns (og flokksskírteini)
Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 17:14
Ekki reyna að bera í bætifláka Hannes. Ég trúi ekki að þér líði vel með þessi vinnubrögð og þessa niðurstöðu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.12.2009 kl. 08:06
Sæll Hannes.
Um leið og ég óska þér og þínum gleðilegs árs langar mig að spyrja þig, finnst þér alls ekkert athuavert þetta eilífa pukur og feluleikur stjórnarliða með gögn í málinu?
Kjartan Sigurgeirsson, 31.12.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.