Fimmtudagur, 7. maí 2009
Nú er tækifæri til að leiðrétta mistökin.
Maður veltir svo sem ýmsu fyrir sér í hallærinu. Hvernig á því stendur að svo er nú komið að stór hluti íslensku þjóðarinnar gengur um atvinnulaus og helsta verkefni okkar er að láta daginn líða án teljandi áfalla. Hvort það sé virkilega rétt að það erum við sem atvinnulaus eru sem erum sá baggi samfélagsins sem réði falli þjóðarbúsins. En kemst þá alltaf að þeirri niðurstöðu að maður sé nokkurn veginn saklaus.
Finnst sumstaðar vera farið að fenna yfir sporin, og menn að detta í sama gamla farið þó við séum ekki ennþá komin upp úr því sem við festum okkur í. Blöðin farin að birta fréttir á nýjan leik, byggða á heimildarmönnum þar sem að því er virðist aðeins tveir heimildarmenn hafi verið til frásagnar. Annar útlendingur sem ekki má segja hver er og löngu farinn á brott, og hinn íslenskur buisnessmaður í vanda, sem þarf að tala upp gengi vonlauss fyrirtækis, sem rambar á barmi gjaldþrots. Fyrirtækis sem stofnað var til á grundvelli ódýrs fjarmagns og án annarrar hugmyndafræði en græðginnar og ofurmats á hæfileikum og kunnáttu. Nú reynir sá forsvarsmaður þess allt sem hann getur til að halda yfirráðum yfir hlut sem ríkið raunverulega ræður yfir í gegnum bankanna. Og ráðamenn láta hann komast upp með það athugasemdarlaust.
Maður veltir fyrir sér hvernig menn fá þá útkomu að erlendir fjárfestar sem fylgst hafa með ættu að vera að sýna þeim fyrirtækjum áhuga, sem stofnuð voru á tíma góðæris og með ódýru lánsfjármagni áhuga, en eru samt rekinn í bullandi tapi. Hvað þeir sjái fyrir sér með fjárfestingu norður í dumbshafi, þar sem fyrirfram gerðir samningar við orkunotendur gefa ekki tilefni til að eftir miklu sé að slægjast. Nema það það sé orkunotandinn sjálfur sem nú telur sig geta náð orkusölufyrirtækinu á góðu verði.
Það voru margar vitleysur gerðar í nafni einkavinavæðingar og frjálshyggjunnar á sínum tíma. Ein þeirra var einkavæðing á hlut ríkisins í HS. Gjörningur sem hefur fært sumum er aðkomu smá aur á bankabók, en gert þjóðarbúinu sem heild meiri skaða en gagn. Orkuveitan situr uppi með reikning sem hún á erfitt með að borga. Hafnarfjarðarbær bíður eftir að fá borgað. Geysir Green er því sem næst gjaldþrota, og Reykjanesbær er í miklum vanda þessa stundina sökum hlutar sem þeir áttu þó skuldlaust áður. Aðkoma einkaaðilana að fyrirtækinu virðist því miður hafa veikt þann góða rekstur sem þar var áður, og byggður var á þörfum almennings og mögulegri sölu umframorku án þess að farið væri í klárar áhættufjárfestingar.
Nú þegar ljóst er að eignarhluturinn er aftur komin í hendur ríkisins teldi maður maður kannski skynsamlegt út frá almannahagsmunum til framtíðar að tímabært sé að ríkið leysi þennan hlut til sín, fórnarkostnaðurinn er að vísu mikill en eflaust er hægt að senda þann reikning beinustu leið í Valhöll, þar sem menn eru nú í naflaskoðun og tilbúnir til að greiða fyrir fyrri mistök, og jafnvel skila því sem illa var fengið.
Áhugi að utan á Geysi Green | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Ég er bjartsýnn.
Já nú er ástæða til bjartsýni, enda er kreppan móðir allra tækifæra að áliti meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem skilar ársreikningum með 8100 milljón króna halla.
http://vf.is/Adsent/40484/default.aspx
Ástæðan til bjartsýninnar er að stærsti hluti þessara fjárfestinga hefur farið í atvinnuuppbyggingu, og forsendur sem þar að baki liggja.
Já ég held að maður geti alveg gengið út í vorið sem einn að þeim rúmlega 2000 manns sem hér eru atvinnulausir um þessar mundir, brosandi út í bæði og gengið út frá því að hér sé allt í himnalagi.
Þeir benda okkur á glaðir í bragði og fullir bjartsýni um hvað málið snýst. Þetta snýst um álver , kísilver, gagnaver, og manni liggur við að segja sængurver, en gallinn er að ekkert af þessu hefur sýnt sig ennþá, en maður veit að þeir leysa þetta snillingarnir á einhvern veg. Ef ekki þeir þá einhverjir aðrir, eins og svo oft þegar hreinsa þarf upp eftir þá. Svona svipað og með stálpípuverksmiðjuna sem svo varð að stólpípuverksmiðju upp á Vallarheiði, sem svo einn daginn varð að Ásbrú. Já maður getur gengið að öllu sem vísu hjá þessum herrum. Maður er öruggur með fumlausa stjórn þessa meirihluta, og ekkert við það að athuga að þetta sé rekið með halla.
Maður getur verið bjartsýnn á framhaldið ef litið er til leigugreiðslna bæjarsjóðs, þær eiga sem betur fer bara eftir að hækka, einkaaðilanum til hagsbóta. Það kemur hreyfingu á markaðina, og það stopp sem orðið hefur á Stapanum sem nú heiti Hljómahöll er hefur ekkert með styrk þess fyrirtækis sem leigir okkur skolpdælustöðina að gera . Það er alþjóðlegt og orsakast af heimskreppunni sem riðið hefur yfir og hefur nú teygt anga sína hér á Suðurnesin. Engin ástæða til efa eða svartsýni þess vegna.
Við getum líka verið sérlega bjartsýn sökum viðhorfs þess meirihluta sem lét á sínum tíma bóka það að fyrsta skref einkavæðingar, Hitaveitu Suðurnesja hefði verið tekið, en eru nú að standa vaktina svo fyrirtækið lendi ekki í einkaeigu. Hver var það sem kom því einkavæðingarferli af stað, og stendur nú vaktina? Já, við getum verið bjartsýn hvað þá vakt varðar og hverjir eru nú að standa hana. En hvað skyldi nú allt þetta tilstand einkavinanna hafa kostað þjóðfélagið þegar upp er staðið? Og skyldi það hafa borgað sig?
Já, sólin fer hækkandi og framundan er langt og gott frí hjá þeim er kallaðir voru til verklegra framkvæmda í lok síðasta árs. Stærsti verktakinn í bæjarfélaginu hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki sökum þess að allt það sem hér þarf að vinna , því er lokið. Það er ekkert framundan nema bjartsýni á framhald þeirrar atvinnuuppbyggingar sem nú hefur leitt til mesta atvinnuleysis sem þekkst hefur á svæðinu. Brottför hersins á sínum tíma mælist ekki í samanburðinum. Já, ég er bjartsýnn, en held að það væri samt ekki galið að hringja í félagsmálaráðuneytið til að athuga hvort ekki sé rétt að skipa hér tilsjónarmann með fjárreiðum bæjarins svo maður geti verið bæði bjartsýnn og öruggur. Það hefur mér þótt vanta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
þú ert hér
Þú er hér datt mér í hug nú morgun þegar ég heyrði utan af mér um skuldastöðu bæjarins, og að lagðir hefðu verið fram ársreikningarnir sem sem sýndu rúmlega 8.milljarða rekstrarhalla á bæjarfélagi bæjar sem telur rúmlega 14,000 íbúa. Datt helst í hug að þeir sem með stjórn bæjarins færu hefðu svipað og í leikritinu ekki munað eftir í hvaða afmæli þeir hefðu eiginlega verið.
Leikrit þetta sem ég hér geri að umtalsefni og ég sá nýverið lýsir þeirri stöðu sem hér er uppi nú um daga og þeirri staðreynd hvernig okkur var komið í þessa stöðu, af mönnum sem voru svo utanveltu við það samfélag sem þeir bjuggu í og héldu að að allt snérist um þá sjálfa. En vakna svo upp við vondan draum og sjá að allt hefur fallið um koll. Þeir reyna að átta sig á hvert skuli stefna..
Þú ert hér þetta opnaði mér sýn á hve menningin á eftir í næstu framtíð eftir að vera mikilvæg fyrir okkur til að skilgreina þann tíma sem við nú förum í gegnum, og jafnframt skerpa þær myndir sem við höfum fengið óljósar úr fjölmiðlum undanfarið. Við áttum okkur betur á öllu því innihaldslausa sem okkur hefur verið boðið upp á, og þeirri afskræmingu mannlegra þátta sem okkur hefur verið sagt að væri dyggð. Græðgin náði yfirhöndinni , en framundan eru nýir tímar.
Og þeim félögum sem settu upp þessa sýningu tekst vel til að draga fáránleika frjálshyggjunnar fram þannig að eftir sitji. Maður mun í framtíðinni vara sig þegar slíkir guttar fara að blása í lúðra, eða bjóða manni í afmæli sitt.
Svipað og í leikritinu virðist nú fátt annað fyrir bænum sem ég bý í liggja en að hér verði rústir um ókomin ár, að opinberað hafi verið að guttarnir sem hér hafi stjórnað skilji eftir sig rjúkandi rústir óráðsíu og græðgi. Þeir hafa sennilega þó ekki ennþá fundið það út hjá sjálfum sér að þeir eigi einhverja sök á að nú sé svo komið, heldur eru það fyrst og fremst aðrar ástæður sem um sé að kenna. Þeir myndu fara í annað afmæli væri þeim boðið.
Sú gagnrýna umræða sem nú fer fram um samfélagsmálin hefur nú leitt til hugarfarsbreytinga hjá vel flestum okkar. Spurningar um gildi og samtöðu hafa vaknað. Það sem áður var sjálfsagt og rökstudd með flottum glærusýningum án innihalds, er liðið undir lok. Almenningur vill nú í stað orðagjálfurs atvinnustjórnmálamanna án hugsjóna, sjá verkin tala og mun í framtíðinni fylgjast betur með. Það verður vonandi ekki keypt að rekstur bæjarfélaga, banka eða ríkis grundvallist á fagurgala og grandavaraleysi þeirra er með völdin fara. Þar verða orð og efndir að fara saman.
Sýningin Þú ert hér á svo sannarlega erindi við alla þá er láta sig samfélagið sem þeir lifa í skipta máli. Ég hvet alla þess er eiga þess kost að sjá þessa sýningu í Borgarleikhúsinu. Sýningu sem byggir á atburðum sem við upplifum svo sterkt um þessar mundir, og hver dagur gefur okkur nýja mynd af fáránleikanum. Þessi sýning er peningana virði, þó athugandi sé nú á tímum kreppu og atvinnuleysis hvort ekki sé tími til að að athuga miðaverð í leikhús, svo flestir geti notið perlu sem þessarar.
ES: Var að fá upplýsingar um að síðasta sýning á þessu frábæra verki er föstudaginn 8.mai kl 21.00 í Borgarleikhúsinu. Hvet alla til að sjá hana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. maí 2009
Nú væri gott að eiga fimmhundruð kall!
Hjörleifur Guttormsson er maður margra skoðana, hann vill ekki að athugaðir verði möguleikar til olíuvinnslu á Drekasvæðinu, og hann vill ekki að farið í aðildarviðræður við ESB til að athuga hverjir raunverulegir kostir okkar eru í því sambandi. En það er hins vegar fátt um fína drætti hjá þeim annars mæta manni þegar kemur að svörum við því hvernig við eigum að vinna ookur út úr þeim vanda. Hans heimspeki viriðst vera sú helst að gera ekki neitt.
Í pistli sínum á heimasíðu sinni sakar hann Samfylkingu um hið ómerkilegasta lýðskrum, og að þeir hyggist nú þrýsta þjóðinni inn í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að honum sé fyllilega ljóst og sennilega betur en flestum að Samfylkingin reynir nú fyrst og fremst að gera það sem flestum skynsömum mönnum í þeirri stöðu sem Ísland er , að hvetja til þess að fara í aðildarviðræður og sjá hverjir kostir og gallar kunni að koma út úr slíkum samningi. Og láta þjóðina með atkvæðagreiðslu ákveða hvort slík aðild sé henni hugnanleg. Meiri er nú pressan á því máli ekki. Svona svipað og að athuga hvort olía finnist á Drekavæðinu, eða jafnvel gamall fimmhundruð kall í veskinu, sem kæmi sér vél nú um stundir.
Nei nú telur sá frómi maður sem telur sig hafa sagt og vita hvað út úr slíkum samning komið tímabært að umræðan fari á hærra stig og að nú sé "Ekki er seinna vænna að almenningur fái hlutlægar upplýsingar um eðli og innviði Evrópusambandsins þannig að fólk sjái í gegnum þann áróður sem óskammfeilnir stjórnmálamenn og sjálfskipuð elíta" hafa látið frá sér fara að undanförnu". Og einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að þeir sem nú beri að hlusta á og teljist ekki til óskammfeilinna stjórnmálamanna né heldur elítunnar, og gefi hlutlausar upplýsingar um eðli og innviði ESB séu einmitt félagar hans í Heimsýn, ekki kæmi mér það á óvart.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. maí 2009
1.maí
Í dag er 1.maí, baráttudagur verkalýðsins. Þessi dagur var fyrr hlaðinn merkingu og minningum um baráttu verkalýðsins fyrir betri kjörum sér til handa .En sú merking dofnaði í því góðæri sem hér ríkti, og menn gleymdu gildunum. Menn gleymdu því sem máli skipti, baráttunni fyrir jöfnuði og réttlæti öllum til handa. Menn gleymdu sjálfum sér.
Í dag er baáttudagur verkalýðsins, og fyrir þá er enn hafa vinnu er hann kærkomin hvíld, en rúmlega átján þúsund manns sem atvinnnulausir hugsa sennilega ekki um þennan dag sem hvíldardag, þau eru úthvíld og vilja fara að sjá eitthvað gerast. Að þau eins og aðrir fari að sjá hér atvinnumöguleika verða til á nýjan leik eftir hrunið sem kippt hefur lífsviðurværinu undan heimilunum í landinu. En menn vita að allt þetta kemur til með að taka tíma. Og á meðan standa menn álútir og bíða.
Sumir standa álútir sökum sökum þeirrar vissu sinnar að það sem þeir gerðu í aðdraganda hrunsins var í andstöðu við þau gildi sem þeim hafði verið kennt, og þau létu græðgina ráða og sitja nú eftir með sárt ennið. Sumir standa álútir sökum þess að þeir telja sig svikna af þeim er með völdin fóru, og svo eru sumir sem standa álútir nú um stundir, og segjast vera í naflaskoðun. Látum þá standa svolítið lengur og skoða á sér naflann.
Ljóst er að sá flokkur fólks sem nú stendur og segjast vera að skoða á sér naflann, hafði ekki hugmynd um merkingu orðanna "Stétt með stétt"sem þeir þó völdu sér sem slagorð. Sú kreppa sem nú gengur yfir er að miklu leyti hugmyndafræði þeirra að kenna. Þeirri hugmyndafræði að hver sé sér næstur og þurfi í viðleitni sinni til að skapa sér gott líf, ekki að hugsa um náungann eða hvernig honum reiðir af. Framundan er tími endurskoðunar á gildum og lífsmati. Tími þar sem huga verður á ný að uppbyggingu velferðarkerfisins og öllu því sem foreldar okkar höfðu byggt upp með hörðum höndum, en er nú í hættu sökum grandvaraleysis og græðgi þeirra er með mál fóru.
Nú er ekki tími naflaskoðunar, heldur hugarfarbreytinga þar sem hugur fylgir máli. Tími til að 1.maí fái á ný það vægi sem hann áður hafði, og verði ekki bara einhver frídagur þeirra sem vinna á daginn og finnst gaman að grilla á kvöldin, heldur baráttudagur okkar þegnanna þar sem við berjumst fyrir kjörum okkar.
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Verður boðin fram skiptastjóri í Reykjanesbæ?
Ekki eru þær nú fallegar tölurnar sem Eysteinn Jónsson birtir með grein sinni í Vikurfréttum í dag. Samkvæmt þeim þyfti maður sem á meðal einbýlishús í Reykjanesbæ að greiða í leigu af því húsnæði um það bil 500.þúsund krónur leigði hann það af Fasteign. Það þarf ekki nema meðalgreindan mann til að sjá að hér er eitthvað athugavert. En sá meirihluti sem hér ræður hefur nú í nokkuð mörg ár sagt okkur að þetta sé góður samningur fyrir bæjarfélagið.
Nú er rétt rúmlega ár síðan að mál þetta var til umfjöllunar hjá öllum þeim flokkum sem sitja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þar á meðal í þeim flokki sem hér fer með völdin. Sú umfjöllun grundvallaðist á að þá var í fyrsta sinn hægt að taka afstöðu til þess hvort áfram yrði haldið þátttöku í þessu félagi, eða hvort stefnt skyldi að því að leysa þær eignir til sín á nýjan leik sem bærinn hafði þá á leigu. Meirihlutinn lagðist gegn því, þrátt fyrir að á þeim tíma hafi verið megn andstaða við það innan þess flokks. Þar fóru tveir menn fremstir í flokki um að sannfæra menn um að áframhaldandi vera í Fasteign væri í það minnsta viðskiptatækifæri ársins, og vildu frekar bæta í þann hlut, frekar en að draga sig til baka. Hið rétta er nú að koma í ljós.
Ég bloggaði í síðustu viku um þær umræður sem þá fóru fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og voru af hálfu meirihlutans meira í hanaslagsstílnum frekar en að þeir hættu sér út í málefnalega umræðu herramennirnir tveir sem hér telja sig færasta skilgreinendur hagsmuna bæjarins. Þar sýndu framkomu gagnvart bæjarfulltrúa A-listans Sveindísi Valdimarsdóttur sem bæjarfulltrúum er ekki sæmandi. Og vildu ekki ræða efnisatriði málsins heldur vísuðu málinu í bæjarráð.
Sú umræða sem nú er hafin með þessari grein Eysteins má ekki stoppa hér, og meirihlutinn má ekki svæfa þetta mál inni í bæjarráði eins og þeir hafa svo oft gert áður með mál sem þangað hefur verið vísað. Nú þurfum við á heiðarlegri umræðu að halda, umræðu sem leiðir lausna þeirra þungu vandamála sem meirihlutastjórn þessara tveggja mann og brúðuleikara þeirra hefur leitt bæinn í. Lausnar sem byggist á samtali bæði meirihluta og minnihlutans, svo hjá því verði komist að eina framboðið til næstu bæjarstjórnarkosninga verði framboð Skiptastjóra Reykjanesbæjar. Því í það virðist stefna skv þeim upplýsingum sem nú koma fram um fjárhagsstöðu bæjarins.
http://vf.is/Adsent/40437/default.aspx
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Nú er þörf sátta, en ekki stríðsyfirlýsinga
Sú mynd sem við flest höfum dregið upp af sjávarútvegnum, og talað um fjálglega þar á meðal ég fjallar að miklu leyti um kvóta og sægreifa. Mynd sem skiljanleg í ljósi þeirra frétta sem við höfum fengið undanfarin ár af mönnum sem dregið hafa sig út úr sjávarútvegi víðsvegar um landið með milljarða í vasanum , og jafnvel selt sökum eiginhagsmuna kvótann úr viðkomandi byggð, með tilheyrandi breytingum fyrir byggðalagið.
Þessi mynd sem ég hér tala um er þó í hæsta máta ósanngjörn gagnvart þeim mönnum og fyrirtækjum sem staðið hafa vörðinn fyrir sín byggðalög og byggt upp atvinnulífið á þeim stöðum, jafnvel með mikilli skuldsetningu sinna fyrirtækja. Þá menn bið ég afsökunar á að hafa sett undir hatt þeirra er kallaðir eru sægreifar, og greiða 10% fjármagnstekjuskatt af þeim peningum sem þeir fóru með út úr greininni. Þeir eru burðarásar sinna samfélaga eins og ég sá í dag, þegar vinur minn einn bauð mér í ferðalag til Grindavíkur að kynna mér sjávarútveginn þar.
Þeir menn sem þar standa vörðinn hafa í gegnum áranna rás byggt upp sín fyrirtæki, og keypt sinn kvóta til að tryggja fyrirtækjum sínum öruggan rekstrargrundvöll fram í tímann. Þeir hafa viljað hafa öryggi í rekstrinum og sjá eitthvað framundan.
Ljóst er að framundan eru tímar uppbyggingar íslensks efnahags, og þar verðum við að reiða okkur að miklu leyti á þá útvegsmenn sem enn reka sín fyrirtæki þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði.
Þær umræður sem áttu sér stað í aðdraganda kosninga um svonefnda fyrningarleið skildu eftir sviðna jörð fyrir þessa menn. Þeirra framlag til sinna byggða var lagt að jöfnu við þá er við er ekki höfum migið í saltan sjó köllum sægreifa. Í þeirra hugum er sú fyrningarleið sem rætt er um nánast dauðadómur yfir fyrirtækjum þeirra, sem þeir hafa lagt sig fram um að byggja upp. Svipað og við ætluðum að taka jarðir bænda sem hafa keypt þær til að byggja sinn búskap á. Og litið til þeirra talna sem upp úr kjörkössunum komu voru íbúar þessara samfélaga sammála að langmestu leyti. Og í ljósi stöðunnar er ég þeim sammála. Þetta er ekki sú leið sem er fær í núverandi stöðu. Nú er sáttar þörf, en ekki stríðsyfirlýsinga.
Nú þurfa menn að setjast að sáttaborði, finna út á hvern hátt eða hvort skynsamlegt sé að þjóðin leysi til sín þann kvóta er mörg okkar telja að eigi að vera sameign þjóðarinnar. Hvort verið geti að allir aðilar geti náð samkomulagi um einhverja þá leið er leiði til sátta. Og að þeir útvegsmenn er enn stunda sjávarútveg þurfi ekki að sitja undir viðurnefnum sem ekki eiga neitt skylt við þau störf er þeir vinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Það er ekki sama Jón eða séra Jón
Einhvern veginn fannst mér nú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leggjast lágt í þegar hún hneykslunartón gerði listamannalaun Þráins Bertelsonar tortryggileg í sjónvarpsþætti nú um daginn, og lét eins og eitthvað væri að siðferði hans að þiggja þau áfram þó að hann hefði nú tekið sæti á þingi. Ekkert hefur hún við það að athuga að faðir hennar sjálfrar taki við þeim launum þó á sama tíma sé hann í vinnu við Þjóðleikhúsið í sýningunni Hart í bak. Enda ekkert við það að athuga frekar en hjá Þránni Bertelsyni.
Þráin Bertelsson og Gunnar Eyjólfsson eru báðir listamenn sem vel eru að þessum starfslaunum komnir eftit langt og gott starf á sínum sviðum. Það hins vegar að Þorgerður Katrín velji að gera Þráinn Bertelsson tortryggilegan er í anda þeirrar siðfræði sem þeir beittu nú í aðdraganda kosninganna. Að rægja og gera lítið úr andstæðingnum í stað þess að tala um það er máli skipti.Og búa til sögur væri það eitthvað sem bætt gæti stöðuna.
Þetta fengu íbúar í Suðurkjördæmi að reyna hvað eftir annað, ófrægingarherferð var sett í gang um fjármál Björgvin, sögur voru sagðar af kosningasmölum flokksins á Selfossi, Menn fóru í símann á Reykjanesi og létu unga kjósendur vita að kysu þeir Samfylkingu eða Vinstri Græna yrðu álversframkvæmdir stöðvaðar. Um það hafði verið samið. Ef menn féllust ekki á þau rök var mönnum bent á að kjósa þann flokk er þeir vildu en jafnframt að strika út nafn Árna Johnsen, en ekki var nú tekið fram þar með yrði kjörseðillinn ógildur.
Vonandi læara þeir af því að þetta er ekki aðferðarfræði sem gildir, það fundu þeir vonandi á árangrinum. Þorgerður væri nú manneskja að meiru bæði hún þann afsökunar sem ekkert hefur af sér gert annað en að hafa unnið til viðurkenningar og jafnframt komist skoðana sinna vegna inn á Alþingi.
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Vinstra vor.
Kosningunum er lokið, og nú virðast vera framundan tímar breytinga. Breytinga á mörgum sviðum. Kannski mest um vert að flestir sem þátt tóku virðast koma sæmilega heilir frá kosningunum eftir ófrægingarherferð sem andstæðingar þeirra hafa staðið fyrir og nánast jarðað við einelti á stundum eins og í tilfelli Björgvins G Sigurðssonar. Hann átti nánast einn manna að bera ábyrgð á hruninu eins og vefmiðlar þeirra blámanna á Suðurlandi hafa gefið í skyn undanfarnar vikur og mánuði. Og þeirra menn hvergi að hafa nærri komið. Þar sýndu þeir sitt rétta andlit,andlit sem fæstir hefðu verið sáttir við að sjá í speglinum að morgni. Björgvin hlaut útstrikanir og tilfærslur á lista, en jafnframt ljóst að tæplega 95% kjósenda sem sem ekki töldu ástæðu til að hreyfa á nokkurn hátt við nafni hans treysta honum áfram. Hann hefur fengið uppreisn æru og menn átta sig nú betur en nokkru sinni fyrr hver hans hlutur er hvað varðar þær breytingar á stjórnarháttum sem framundan eru. Hann er einn fjölmargra sem gerði þær mögulegar, með afsögn sinni.Og var sá eini sem hafði axlaði pólitíska ábyrgð.
Nú virðast vera framundan miklar breytingar. Eitt þeirra mála sem ekki hefur mátt ræða upphátt hingað til án þess að grátkór vörsludeildar LÍÚ Sjálfstæðisflokkurinn ryki upp rammakvein kvótamálið komst vel í umræðuna, og ljóst hvar sá flokkur stendur í því máli. Þar má ekki hrófla við neinu, og þeir sem dirfast að ræða það fá á stimpil hins fávísa, frá þeim er kvótann eiga eða verja. Öðrum en þeim er hafa heimsótt skrifstofur kvótaeigendanna og fengið sínar útskýringar þaðan er óheimilt að tala um það því þeir hafa ekki vit á því. Né forsendur til að mynda sér skoðun. Öllum er þó ljóst þar á meðal Mannréttindadómstólnum að það kerfi stenst ekki einu sinni kröfur hvað varðar almenn mannréttindi. Og að djúp óeining ríkir um það á meðal þjóðarinnar. Það þarf að ræða svo sátt náist. Það þýðir ekki að láta eins og allt fari hér á hliðina þó því kerfi verði breytt og kvótinn færður á ný í eigu þjóðarinnar í samstarfi þeirra aðila er þar koma að.
Annað mál sem einnig varð að kosningamáli þvert ofan í það sem vilji einangrunarsinnanna var ESB aðildarviðræður, og öllum ljóst eftir að nú verður ekki lengur beðið með að fara í þá umræðu. Það er ljóst að hugmynd þeirra Sjálfstæðismanna um að leyfa Alþjóða Hvalveiðiráðinu eða bara einhverjum öðrum að stýra þeim viðræðum leiðir ekki til neins og er ekki einu sinni fær. Þetta er mál sem við verðum að leysa sjálf, og þjóðin verður að kjósa um að lokum. Ábyrgð Vinstri Grænna er mikil og og það er nú í þeirra valdi hvort að það vinstra vor í stjórnmálum sem úrslit kosninganna kalla á renni hér upp , eða hvort þvergirðingsháttur sumra þar innandyra leiði til stjórnarsetu annað hvort Framsóknarflokks, eða Sjálfstæðisflokks að nýju.
Úrslit þessara kosninga eru skýr . Minnihlutastjórn er orðin að meirihlutastjórn, og þjóðin reiðir sig á að þeir er hér hafa farið með völdin síðustu áttatíu daga séu þeir best er treystandi til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem einkavæðingarátta framsóknar og íhaldsins leiddu okkur í. Það verður ekki auðvelt, og getur vel kostað fylgi þegar fram líða stundir, því ljóst er að sumt af því sem gera þarf verður óvinsælt í augum sumra. Stjórnmál eru ekki spurning um tímabundið fylgi, heldur list hins mögulega og nú er verkefni næstu stjórnar að gera hið nánast ómögulega mögulegt. Að rétta við hag heimilanna og fá atvinnulífið til að snúast á nýjan leik. Jafnaðar og félagshyggjumenn hafa nú fjöregg þjóðarinnar í höndum sér , og vita að það má ekki brotna því þá verður þeim ekki treyst á nýjan leik.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Og þeir færa flaggstangir íhaldsins.
Leikurinn er hafinn. Kjörkassarnir hafa verið innsiglaðir, og lítið annað að gera en að bíða niðurstöðunnar. Bæjarstarfsmennirnir hafa verið ræstir út, til að færa flaggstangir íhaldsins, og dagdvöl aldraðra sem bærinn greiðir fyrir er nú orðin kosningaskrifstofa blámanna. Ennþá er allt eins.
Dagurinn í dag gæti verið nýtt upphaf, það er undir okkur sjálfum komið. Kostirnir eru skýrir, þar stendur valið á milli framþróunar og breytinga í takt við það sem þjóðirnar umhverfis okkur búa við, eða sérhyggju sjálfstæðismanna. Virðist auðvelt, en ekki sjálfgefið. Tl þess að breytingar geti orðið verðum við að mæta á kjörstað, það yrði sigur lýðræðisins.
Lýðræðið er það dýrmætasta sem við eigum. En á undanförnum árum hefur það verið misnotað. Misnotað af þeim er þóttust standa vörð um það. Þeir litu á það tæki sem til væri komið til að skara sem mestan eld að eigin köku, og skeyttu lítið um þá sem ekki voru sömu skoðunar, eða í sama vinahóp. Þeim er þóknanlegir voru fengu banka, kvóta, hitaveitur og hvað það er nöfnum tjáir að nefna. Sumstaðar á landinu þar sem þeir frálshyggnustu réðu ferð þurftu menn að festa rúm sín við ofna húsanna svo þau yrðu ekki einnig seld í burtu til einkaaðila sem betur kunnu með að fara.
Nú er tíminn til breytinga. að þeir sem hér hafa stjórnað í samfleytt 18.ár fái það frí sem þeir þarfnast og nýir vendir sópi upp upp eftir þá
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)