Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ESB leysir allan vanda!!

 

Það hljóta að teljast tíðindi þegar maður eins Benedikt Jóhannesson spyr spurningar eins og þeirrar sem hann spyr á miðopnu Morgunblaðsins nú í morgun. Stefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni? Og ljóst um hvað stjórnmálaflokka hann er að tala þar.

 

Benedikt fer yfir það hvernig útrásarvíkingarnir  settu heila þjóð að veði í leik sínum , án þess að þar væri nokkru sinni beðið um leyfi. Og þeir sem gagnrýndu eða spurðu voru álitnir landráðamenn og kjánar. Fengu sjálfir á tilfinninguna að þeir væru meira en í meðallagi illa gefnir að skilja ekki hagkerfi þar sem peningar uxu á trjánum. Hinum sem þá voru betur gefnir er nú ljóst að þeir eru prentaðir. Og að þjóðin er á hausnum sökum skilningsleysis þeirra.

 

Þessa dagana snýst umræða flokkana um hvernig vinna skal sig út úr vandanum, hvort hækka eigi skatta, draga úr þjónustu vellferðarkerfisins, eða hvað aðra leið við eigum að fara til að byggja hér upp þjóðfélag á ný sem tryggir þegnum sínum mannsæmandi  umhverfi, að þjóðin verði ekki hneppt í ánauð. En eitt má ekki tala um og allir flokkar virðast þar sammála utan Samfylking og það eru aðildarviðræður við ESB. Þeir er slíkt gera eru nú orðnir kjánar eða illa gefnir og skilja ekki hvað málið snýst um. Og er best lætur landráðamenn.

 

Eitt er það sem maður heyrir og les mikið í rökræðunni og það er að aðild að ESB muni leysa allan vanda. Og það eru andstæðingar ESB sem halda því fram að þeir sem fylgjandi eru aðild noti þetta sem sín aðal rök. Fari maður hinsvegar yfir og athugi umræðuna virðist þetta viðhorf þó hvergi koma fram nema hjá andstæðingum ESB, sem virðast vita meira um ESB en ESB sjálft. Þeir sem tala fyrir aðildarviðræðum og að þjóðin fái að kjósa um slíka aðild átta sig nefnilega á að hugsanleg aðild er ekki lausnin, heldur gæti hún verið þáttur í þeirri lausn að hér rísi upp samfélag þar sem þegnum landsins eru tryggður stöðugleiki og mannsæmandi lífskilyrði til framtíðar.

 

Ég tek undir með Benedikt Jóhannessyni að eina úrræðið fyrir þjóðina nú er taka málin í sínar hendur og krefjast þess að mál þetta komist á dagskrá það geta menn gert með að undirrita áskorun til stjórnmálamanna hér http://sammala.is/ og kjósa svo þann flokk sem einn flokka hefur þetta skýrt á stefnuskrá sinni nú við næstu kosningar. Kjósum Samfylkinguna og tryggjum að mál þetta fái lýðræðislega umfjöllun.

 


Er ekki ESB málið!

 

 

 

Nú er kallað eftir svörum frá flokkuum hvernig þeir ætla að koma heimilunum til bjargar, og snúa á ný hjólum atvinnulífsins í gang. Öllum er ljóst að að krepppir og mörg heimili í slæmum vanda sem að nokkru leyti hefur verið brugðist við eftir því sem tök hafa verið á og menn hafa náð að skilgreina vandamálið. Sumir segja of lítið og of seint, en hafa á sama tíma ekki komið með neinar raunhæfari lausnir en til að mynda að ekki komi til greina að hækka skatta á þá sem meira mega sín.

Einhvern veginn finnst mér að það liggi einhvern veginn fyrir að þær lausnir sem færa munu okkur út úr vandanum verða fjölbreyttar og koma úr mörgum áttum.Og eins og alltaf er gott að hlusta á þá ungu sem erfa skulu landið, og eru ekki klafabundin í þrönghugsun og neita að athuga þau tækifæri sem bjóðast.

Læt hér fylgja myndband sem svarar mörgum spurningum og vekur til umhugsunar hvort rétt sé að henda frá sér þeim tækifærum sem bjóðast óséð. Hvort ekki sé nú rétt þrátt fyrir þrjósku sumra að fara í aðildarviðræður við ESB og sjá hvað býðst.


"Frasastjórnmálamaðurinn" Ragnheiður Elín

 

Þingmaðurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir gerir í mbl. í morgun eins og svo oft áður í þinginu hún veður fram og  athugar ekki málið frekar en svo oft áður. Sakar Samfylkinguna að  beita "brellupólitík", þegar þeir birta verkefnalista sinn sem auglýsingu.

Kannski þessi grein "Frasastjórnmálamannsins" Ragnheiðar Elínar útskýri þó ýmislegt um þá stöðu sem íslenskt þjóðfélag er komið í núna, ef grein hennar er dæmigerð fyrir skilning þeirra sjálfstæðismanna á gildi verkefnalista. Velti fyrir mér hvort þeir sjálfstæðismenn hafi hakað við til að mynda einhvern lið í verkefnalista sínum þar sem stóð "Athuga skal hvort stærð íslensku bankanna ógni íslensku hagkerfi" og litið svo á að þeirri athugun væri lokið, þó meiningin hafi í raun verið að hafin skyldi vinna við athugun slíka. Það skyldi þó aldrei vera. Það er nefnilega eðli vinnulista að þegar verk er sett í gang að merkt sé við þegar það er gert.

Ragnheiður skrifar gegn sinni betri vitund, nema ef það sé svo að hún skilji ekki skrifað mál, það myndi skýra málið til hlítar ef maður tekur til að mynda fyrsta textann sem hún fjallar um sem hljóðar svona  "Verðmati íslensku bankanna lokið sem fyrst samhliða endurfjármögnun. Eyða þarf óvissu sem hamlar starfseminni svo sem með samningum við kröfuhafa, innlenda og erlenda , þ.m.t. vegna innistæðna". Og spyr svo sjálfa sig á eftir hvort hún hafi misst af einhverju.

Já það er ljóst að hún hefur misst af einhverju miklu. Og sennilega hefur það eitthvað með lesskilning hennar að gera gangi maður út frá að það sem maður sem ég hef feitletrað hér á  undan hangi nú saman með restinni af textanum. Það er greinilegt af textanum að þessari stefnumótun, eða ásetningi um að þessu skuli hrint í framkvæmd.

Annars er það eitt sem er kannski sérstaklega áhugavert við grein Ragnheiðar séð í ljósi þeirra orða formanns flokksins um að flokkur þeirra þurfi að fá tækifæri til að komast út úr þeirri spillingarumræðu sem  flokkurinn kom sér í og útskýra fyrir þjóðinni sín stefnumál. Það gerir hún ekki í greininni heldur heldur sig við taktíkina sem ákveðin hefur verið af Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi og það er að tala meira um hvað aðrir flokkar hafa ekki gert. Sumir kalla það mykjudreifingu.

Nú virðist svo vera að fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sé komin persónulega í starf mykjudreifarans og fer hamförum, m.a. í austasta hluta kjördæmisins þar sem sögum um fjármál Samfylkingarinnar - sem enginn fótur er fyrir - er dreift eins og enginn sé morgundagurinn. Þar er því haldið fram við hvern sem vill hlusta að Samfylking hafi fengið tugi milljóna króna afskrifaðar hjá Stöð2 vegna auglýsingakostnaðar. Sögur þessar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og eru frekar byggðar á óskhyggju frambjóðandans til þess að létta sér lundina í endalausum hrunadansi Íhaldsins þessa dagana.

Slíkur mykjuburður er ekki sæmandi neinum þeim stjórnmálamanni sem sækist eftir kjöri Alþingis nú í kosningabaráttu sem á að snúast um framtíð þjóðar sem á í miklum vanda. Nú eru það málefnin sem gilda og þær lausnir sem flokkarnir hafa upp á að bjóða. Það verður fróðlegt og skemmtilegt þegar mykjudreifarataktikinni verður hætt á Suðurlandi og þeir Sjálfstæðismenn fara að verða tilbúnir að tala um lausnir. En kannski er það háttur fólks, sem hefur ekkert markvert fram að færa, að rægja aðra - eða hvað?

 


Byltingin borðar börnin sín.

 

Byltingin borðar börnin sín var mín fyrsta hugsun þegar ég fletti Mbl. nú í morgun. Sá flokkur sem ég áður tilheyrði er nú að sýna sitt rétta andlit. Og standa nú saman allir sem einn í að láta sem svo að enginn hafi vitað eitt eða neitt um fjármál þess flokks er þau tilheyra.Svona svipað og þau hafi ekki vitað um fjárhag ríkis og banka þegar það hrundi allt saman.

 

Sökudólgarnir eru fundnir, annars vegar fársjúkur fyrrverandi formaður flokksins, og hinsvegar skaðbrenndur fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem hampað var af flokksmönnum sökum starfa sinna sem engin vill nú við kannast  á þeim tíma er um ræðir væntanlega undir áhrifum sterkra verkjalyfja . Núverandi forysta sem ekki vissi neitt er alsaklaus og vill helst fara að tala um pólitík. Svo virðist þrátt fyrir allt að einu mennirnir með snefil af sómatilfinningu innan þessa flokks í dag séu þeir formenn félaganna sem skrifuðu undir stuðning sinn við Guðlaug Þór, vitandi það að sameinuð stöndum vér en sundraðir föllum vér.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra hin ábyrga kveður sér hljóðs í morgunútvarpi Bylgjunar í morgun og eins og í dæmi samherja síns Guðlaugs, og jafnvel fjármálum sinnar eigin fjölskyldu hefur hún hvergi nærri komið þegar hún án þess að hugsa hendir því fram að núverandi ríkistjórn hafi ekkert gert og atvinnuleysi það sem nú er við að stríða sé á ábyrgð núverandi stjórnar. Sú stjórn hafi ekkert gert, það sýni atvinnu-leysistölurnar.

Kannski er vandamálið hvað varðar þjóðstjórnina á sínum tíma einmitt að koma í ljós núna, svipað og með fjármál Sjálfstæðisflokksins, að þeir sem með fóru höfðu ekki minnsta skilning á þeim tölum sem fyrir þá voru lagðar.

Það ætti Þorgerður Katrín að vita, svipað og flestir aðrir borgarar þessa lands að í flestum tilfellum er uppsagnartími þeirra er fastráðnir eru þrír mánuðir. Sem þýðir að flestir  þeir sem nú þegar hafa misst sína vinnu var sagt upp þegar hún sjálf var við stjórnvölinn, og ef hún og flokksmenn hennar hefðu til að mynda haldið á málum eins og þau voru kjörin til væru sennilega mun færri atvinnulausir í dag. Þar þýðir lítið að kenna núverandi stjórn um frekar en að maður trúi að öll ábyrgð á vandamálum Sjálfstæðisflokksins hvíli á herðum fyrrverandi forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra.


Að skreyta sig með illa fengnum fjöðrum!

 

Þessa dagana eru það margir sem falla í þá leiðu gryfju að segja manni að hvítt sé svart og svart sé hvítt í pólitískum tilgangi. Og án þess að hafa kynnt sér mál þau er um er fjallað til fullnustu svipað og Elías Bjarnason gerir í athugasemd sinni hér í bloggi mínu.   Þar sem hann þakkar sjálfstæðismönnum umfram öðrum að REI og GGE voru stöðvuð í tilburðum sínum við að ná fótfestu og yfirtaka Hitaveitu Suðurnesja.  Hann heldur því fram að þar fjalli ég um mál sem ég hafi lítið vit á eða að skammtímaminni mitt hafi brostið.  Læt athugasemd hans fylgja hér með.

Kemur ekki enn einn sleggjudómarinn fram á ritvöllinni! Þú ert einsog margir aðrir búnir að gleyma því að það voru Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sem komu í veg fyrir að REY og Geysir yrðu eitt! Er eitthvað að ykkar skammtímaminni? Hvernig er þá langtímaminnið?

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:33

Elíasi til upplýsingar og til að skerpa á skammtímaminni hans vil ég fyrst byrja á að benda honum á þátt Svandísar Svavarsdóttur og þáverandi minnihluta í Reykjavík sem áttu  stóran þátt í að REI var stöðvað í Reykjavík.  Hann virðist þó hafa gleymt því þó skammt sé um liðið. Nema hann vilji ekki nefna þann þátt í málinu einhverra hluta vegna.

Nú er það þannig  varðandi málefni  GGE og Hitaveitu Suðurnesja  að þau hef ég kynnt mér nokkuð og er nokkuð vel inni í hvernig sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ komu þar að. Ég var einn af þeim.  Elíasi til upplýsingar ætla ég nú að segja þá sögu sem ég hélt að ég þyrfti ekki að segja og lýsir vel aðdragandanum að undirskriftasöfnun þeirri er ég stóð fyrir á sínum tíma.  Hún lýsir fyrst og fremst afstöðu þáverandi virkra félaga og flokkforystunnar í Reykjanesbæ  til málsins.

Þann 27. Október 2007 var haldinn fjölmennur  laugardagsfundur  sjálfstæðismanna  á kaffi Duus hér í Reykjanesbæ,  þar sem saman voru komnir meðal annarra flestir  þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og  fjármálaráðherra ,  Árni Mathiesen . Þar voru einnig fulltrúar flokksins í bæjarstjórn að undanskildum bæjarstjóranum sem þá var erlendis.

Tilefni þessa hátíðarfundar var afhjúpun á bautastein þar sem fagnað var 200 laugardagsfundinum. Á bautastein þessum er meðal annars tilvitnun í  Kato sem endaði allar ræður sínar á  „Svo legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði"   Það virðist þeim sjálfstæðismönnum   vera  að takast hvað varðar fjármálstjórn Reykjanesbæjar, enda ekki til í rökræður um þann hluta umræðunnar.

Fleira var þó rætt á fundi þessum enda málefni  Hitaveitu Suðurnesja og tillögur meirihlutans þar um heitasta mál bæjarfélagsins á þessum tíma. Og ekki voru allir sannfærðir um ágætið. Þar vorum við þrír Sjálfstæðismenn sem höfðum að vísu ekki mikil áhrif í stofnunum flokksins, en reyndum þó.  Einn þeirra er ennþá flokksbundinn.

Á  fundi þessum ræddi ég um að til mín hefðu borist óskir frá  fólki úr öllum flokkum um að standa fyrir  undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að bærinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.   Á  þeim tímapunkti var ég ekki viss um hvort það væri rétt af mér að gera slíkt svo ég lagði það undir fundinn. Þá var mér sögð dæmisaga um mann sem hafði ætlað sér að stökkva yfir læk en ekki náð yfir og drukknað í læknum. Það tók ég sem hótun um að ef ég færi út í undirskriftasöfnun þessa myndi ég hafa verra af. Þá tók til máls Árni Johnsen þingmaður og sagði að flokkurinn hefði áður byggt brýr fyrir þá er þyrftu yfir læki að komast og lagði til að slíkt yrði gert fyrir mig í þessu tilfelli.  Ég ákvað þá að út í undirskriftasöfnunina færi ég og tæki því sem að höndum bæri og bað fundinn um skilning á því og að þeir gætu haft áhrif á þann texta sem undir yrði skrifað.Sú brú sem um var rætt kom þó ekki og frekar reynt að ýta mér út í hylinn ef eitthvað var.

Ennfremur var um það rætt á þessum fundi þar sem saman voru komnir þeir er vildu telja sig  til verndara lýðræðis í landinu að ekki kæmi til greina að kallað yrði til borgarafundar um þetta mál og ef slíkt yrði að gera yrði það undir formerkjum Sjálfstæðisflokksins. Enda fór það svo í endann að Sjálfstæðisflokkurinn kallaði til borgarafundar, þar sem fulltrúum Hitaveitunnar, Geysis Green og Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fengu að halda framsögu, en þeim sem á móti voru var heimilað að tala að því loknu.

Þarna var ég ennþá helblár og var tilbúinn til að leyfa þeim flokk er undirskriftasöfnunin beindist gegn að hafa áhrif á textann, og var fenginn sérstakur fulltrúi flokksins til að bera endanlegan texta undir. Sá var Böðvar Jónsson þáverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem ég hafði samband við einu sinni við samningu textans,  en fljótlega bættust við fleiri menn úr bæði Sjálfstæðismenn og  úr öðrum flokkum sem höfðu meiri áhrif á endanlegan texta sem síðan rúmlega 5000 manns skrifuðu undir. Það voru íbúar úr öllum flokkum sem það gerðu.

Ég tel nauðsynlegt að þessi hluti sögunnar komi nú fram, þegar  menn í pólitískum tilgangi reyna að eigna sér verk sem fyrst og fremst náðu fram að ganga sökum samtakamáttar  íbúa þeirra sveitafélaga sem byggt höfðu upp Hitaveitu Suðurnesja með afnotagjöldum sínum og vildu ekki sjá hana einkavædda.  Það borgar sig ekki að skreyta sig með illa fengnum fjöðrum.


Það er notalegt að vita

 

Mikið ósköp er nú notalegt að geta farið inn í páskahelgina vitandi það allt sem skiptir máli um ofurframlög  FL group og Landsbankans er nú komið fram, og gott að það var ekkert athugavert við þetta allt saman.  Það þurfti bara að skoða atburðarrásina og sjá hverjir höfðu tekið við peningunum og hverjir höfðu beðið um þá. Bjarni kláraði málið.

Auðvitað var það ekki eins og margir héldu að þetta hefði nokkurn hlut að gera með einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja, þótt allar dagsetningar segðu þó að svo gæti verið, enda sagði Illugi Gunnarsson fyrst að ekki væri hægt að bera brigður á vinnubrögð einkavæðingarnefndar , og Bjarni Benediktsson gat ekki séð neitt samhengi þarna á milli, enda stjórnarmaður  í  FL-group sem bara hafði tekið að sér að afla peninga fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að vísu upphæð í  hærra lagi.

 En það  er hægt að segja að  þeir sjálfstæðismenn ganga hreint til verks og óhætt að treysta að þessir hlutir tengist ekkert til dæmis Geysi Green Energy sem stofnað var nokkrum dögum seinna. Nei maður getur alveg treyst Sjálfstæðismönnum þegar þeir segja að allt hafi nú komið fram sem vert er að vita. Og fásinna að ímynda sér að þörf sé á frekari rannsókn á þessu máli, þótt það svipi til ELF- mútumálsins í Þýskalandi og Frakklandi  sem Eva Joly afhjúpaði á sinn snilldarhátt.

Það er svo notalegt að vita til þess að nú getur FL-flokkurinn farið í kosningabaráttu eins og hinir flokkkarnir sem nýþvegið bleyjubarn og laust við þær syndir heimsins sem áður hrjáðu hann. Nú er tími til að klára málið „koma nú Bjarni"  eins og group-pían sagði á landsfundinum nýlega.


Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur!

 

"Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur" sagði móðir mín oft við okkur bræður þegar við vorum ungir, og áttum erfitt með að þola að hún ein kvenna í hverfinu valdi að ganga í síðbuxum og hafa að atvinnu af því að vera múrari í þokkabót.  Einhverra hluta datt mér þetta í hug nú í miðri umræðu um fjármál stjórnmálaflokkanna, þar sem menn virðast þurfa að leyta leyfis hjá þeim er styrktu flokkana með fjárframlögum, og virðast ekki vilja gangast við þeim stjórnmálaskoðunum er þeir hafa.

 

Nú er þetta svo sem ekki í fyrsta sinn að stjórnmálaskoðanir eru eitthvað viðkvæmnismál hjá þeim er reka fyrirtæki. Í sumum bæjarfélögum sem ég þekki til hafa menn komið að máli við mig og sagt mér að til þess að koma til greina hjá þeim er úthluta verkum, hafi menn talið best að segja sig úr þeim stjórnmálaflokkum er þeir áður tilheyrðu til að eiga möguleika. Og geta þar af leiðandi ekki komið til dyranna eins og þeir eru klæddir vegna þess að það hefur áhrif á lífsafkomu þeirra.

 

Nú eru öll teikn á lofti um að framundan séu nýir tímar, að fólk líði ekki lengur að hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra er komi það ekki til með að hafa áhrif á lífsakomu þess, og það geti í framtíðinni stutt þá stjórnmálaflokka sem því sýnist án þess að það þurfi hafa einhver áhrif. Að tími þeirra sem meti ágæti fólks eftir stjórnmálaskoðunum sé að líða undir lok og þau gildi og hæfileikar sem allir búa yfir verði sá mælikvarði sem  menn verði í framtíðinni metnir af.

 

Kannski er það einmitt þetta sem komandi kosningar snúast um. Að hér komist til valda flokkar félagshyggju og jafnaðarmennsku sem virði þau gildi er hver einstaklingur stendur fyrir. Að menn geti komið til dyranna eins og þeir eru klæddir og þurfa ekkert að skammast sín fyrir það.

 

 


Að dreifa drullu en gleyma því sem næst sér stendur.

 

Víða liggja leiðir og tengingarnar eru í allar áttir hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú eru í sinni vortiltekt, efir að hafa gleymt jólatiltektinni. Það er mikið ryk undir mottunum sem nú þarf að taka upp og dusta. Þorgerður Katrín gerir að umtalsefni hvernig hinir flokkarnir virðast líta út eins og  „Nýþvegin bleyjubörn" í samanburði við Sjálfstæðismenn.  Þar þarf ekki mikið hreinlæti til þessa dagana til að svo megi líta út. En eftir upplýsingar dagsins virðast þó flestir flokkarnir hafa sinnt hreinlætinu vel, ef undan er skilin Framsóknarflokkurinn sem ekki vill sýna á sér hendurnar ,af ótta við að menn sjái skítinn.

Helgi Ólafsson formaður kjördæmissamtaka ungra Sjálfstæðismanna í  Suðurkjördæmi fer mikinn og í stíl mykjudreifara þeirra íhaldsmanna dreifir hann drullunni í allar áttir  í Eyjafréttum nú í vikunni, en velur þó að líta framhjá því sem næst honum er og jafnvel í eigin flokki.. Virðist hafa verið í einhverjum öðrum heimi eða jafnvel á annarri stjörnu þegar hann velur að ráðast að Björgvin G Sigurðssyni sem hann segir að hafi hrökklast frá völdum, og telur að aðrir flokkar en hans eigin hafi ekki farið í gegnum þá endurnýjun sem þörf er á til að áfram verði haldið. Árangur þess sést vel þessa dagana.

Grein Helga: http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=28218

Svo maður vitni enn og aftur í varaformann Sjálfstæðisflokksins sem nú er upptekinn í Valhöll að "klára málin" eins og þeir segja þessa dagana telur hún að fylgi síns flokks muni aukast þegar kemur að því að ræða málefnin, sem Helgi Ólafsson velur að gera ekki heldur velur þann stíl sem í grein hans má sjá. Nú ætla ég að gera það sama, þó óljúft sé, enda þeirrar skoðurnar að stjórnmál eigi að snúast um málefni en ekki þær aðferðir sem mykjudreifaradeild íhaldsins hefur valið sér, og Helgi Ólafsson þar í fararbroddi á Suðurlandi.

Ljóst er að margir eru grunaðir en fáir sekir hvað varðar aðkomu og vitneskju um þau ofurlán sem Geir H Haarde segist hafa tekið á móti. Flestir sverja það af sér að vita nokkurn skapaðan hlut, og flestir virðast hafa snúið höfðinu í hina áttina. Menn virðast þó hafa sammælst innan Sjálfstæðisflokksins að rétt sé og heiðarlegt að framkvæmdastjórinn sem hvergi segist nærri hafa komið skyldi víkja , og að Guðlaugur Þór sé líklegur syndari í þessu máli.

Ljóst virðist vera að þeir sem nálægt Geir hafa staðið munu ekki vera viðriðnir málið hvorki síðasti aðstoðarmaður eða súperaðstoðarmaðurinn og hægri hönd  hans á þessum tíma, Ragnheiður   Elín Árnadóttir sem nú skyndilega er orðinn oddviti flokksins á Suðurlandi  með dyggum stuðningi þeirra er best unnu fyrir FL-group á þessum tíma.  Veit hún eitthvað? Eða var henni ekki treyst fyrir því er skipti máli í eigin flokki.

 

 

 

               

 

 


Kvótinn veðsettur fyrir þyrlum, þotum, og kampavíni ?

 

Sjálfstæðisflokkurinn berst nú á þingi fyrir því að ákvæði um þjóðareign á auðlindum nái ekki fram að ganga.  Þykjast vera að vernda stjórnarskrána eins og þeir séu nú einmitt mennirnir sem besta réttlætis og siðferðiskennd hafa þessa dagana.

Jafnframt hefur þessi sami flokkur gefið út að aðild að ESB henti ekki hagsmunum Flokksins nú um stundir eins og varðhundur frjálshyggjunar,  Sigurður Kári Kristjánsson tók svo skemmtilega til orða á Landsfundi þess flokks nýverið.  Það sé það sama og afsal auðlindanna.

Nú  í morgun rakst ég á  blog  um fjárhagstöðu HS Orku sem hefur versnað mjög á skömmum tíma.s  Ekki bara vegna ytra ástands efnahagsmálanna heldur einnig vegna óvarlegra fjárfestinga sem farið var í, í hruninu miðju, þegar keyptar voru túrbínur þvert ofan í ráðleggingar þeirra sem fyrirtækinu hafa stjórnað. Tengillinn er hér að neðan.

Sé  litið  til fjárhagsstöðu þessa fyrirtækis í dag og áritun endurskoðanda á reikninginn er ljóst að þeir er í stjórn  fyrirtækisins sitja  hafa veðsett það erlendum aðilum upp fyrir rjáfur, og  það  var einungis harðfylgni Össurar Skarphéðinssonar við setningu orkulaganna síðastliðið ár að auðlindin  var ekki líka  lögð undir. Nú berjast sjálfstæðismenn á móti að auðlindin verði skilgreind sem þjóðareign í stjórnarskrá.  

Nú gera menn sér ljóst að það eru ekki eingöngu orkuauðlindir sem hætta er búin með þessu viðhorfi þeirra Sjálfstæðismanna heldur einnig  óveiddur fiskurinn í sjónum sem veðsettur hefur verið til erlendra aðila.  Í huga þeirra Sjálfstæðismanna virðist það vera í lagi að setja auðlindirnar í hættu á viðskiptalegum sjónarmiðum og jafnvel tapa þeim ef illa fer fyrir þeim sem veðsett  hafa, en að fara í aðildarviðræður þar sem gætt verður hagsmuna Íslendinga til framtíða r,  kemur  ekki til greina . Skyldi það ekki snúast fyrst og fremst um að þannig missir íhaldið og fylgifiskar þeirra þau  áhrif á eignarhaldi auðlindirnar sem þeir hafa nú hreint ekki farið vel með undanfarin ár sé litið til veðsetningar þessara gæða. Þá geta þeir ekki lengur óáreittir veðsett allt sem einhvers virði er til kaupa á þyrlum,  þotum  og kampavíni.

 http://askja.blog.is/blog/askja

 


Var einkavæðingarnefnd óbrigðul?

 

Illugi Gunnarsson sem sat í einkavæðingarnefnd þegar tekinn var ákvörðun um sölu á hlut ríkisins á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja sá  ástæðu til þess að láta það koma fram eftir fréttaflutning Ríkisútvarpsins nú í kvöld að enginn hefði hingað til borið brigður á störf og aðferðir einkavæðingarnefndar við þá sölu. Það er nú hreint ekki rétt hjá honum og raunar ótrúlegt að hann skuli henda slíkri staðhæfingu fram. Það gerðu margir sem ekki skildu hversvegna opinberum aðilum  þ.e sveitarfélögunum var ekki heimilað að kaupa þennan hlut. Það virðist komið í ljós nú hversvegna það var..

Annars er það athyglisvert að maður í hans stöðu sem sat í einkavæðingarnefndinni og seinna stjórnarmaður í Glitnisjóðum hefði sjálfur og án  nokkurar aðstoðar utanaðkomandi aðila átt að geta gert sér það ljóst undir því ferli sem sem kom eftir að eitthvað var meira en lítið galið við það ferli sem málið fór í. Bara það að meðeigendum ríkisins sem í þessu tilfelli voru sveitarfélögin sem byggðu upp fyrirtækið var meinað að bjóða og einungis að neyta forkaupsréttar hefði átt að hringja nokkrum bjöllum í hausnum á honum.

Illuga Gunnarssyni fer það alls ekki vel að vera að reyna að verja störf þeirrar einkavæðingarnefndar sem hann sat í og var þar á ábyrgð þáverandi forsætisráðherra sem tók við greiðslum frá FLgroup  nokkrum dögum seinna eftir að bréfið barst frá Gltni. Á þau störf er vel hægt að bera brigður í ljósi þeirra upplýsinga sem fram eru komnar, og þeir félagar í einkavæðingarnefndinni hefðu átt að hlusta á sinum tíma þegar þeim var bent á að eðlilegt væri að sveitarfélögin fengju að kaupa þennan hlut.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband