Maður verður að taka Pollýönnuna á þetta.

 

Að mörgu leyti kom niðurstaða Alþingis á tillögum þingmannanefndarinnar á óvart. En niðurstaðan  var þó spor í rétta átt, og ljóst að stjórnmálin á Íslandi verða ekki söm á eftir. Þar urðu þingmenn að taka erfiða ákvörðun, sem snéri að einstaklingum og vinum. Jafnframt því sem þeir urðu að vega og meta hver áhrifin sem niðurstaðan hefði til framtíðar. Óhætt er að segja að hver og einn hafi þar þurft að reiða sig á sína eigin dómgreind. Hvert niðurstaðan færir þá á eftir að koma í ljós.

Eitt er þó ljóst og þar verður maður að taka Pollýönnuna á þetta og það er  að stjórnmálin á Íslandi verða ekki söm á eftir.  Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið neikvæð sé tekið tillit til ábyrgðar ráðherra á málaflokkum sínum, og til svonefnds oddvitaræðis , þá vita menn nú að svipan er nú reidd til höggs villist menn af sporinu. Menn munu umgangast ábyrgð sína á annan hátt framvegis. Myndi maður ætla.

Það held ég að öllum sé ljóst hverja stjórnmálaskoðun sem menn hafa á annað borð að dapurt sé að fyrrum forsætisráðherra sé nú stefnt fyrir landsdóm. Og að félagar hans sem raunverulega ollu hruninu skuli sleppa sökum fyrningarákvæða sem eru styttri en víðast hvar annars staðar.

Það er ljóst að í gær var dimmur dagur í sögu Alþingis og þjóðarinnar.  Ekki sökum þess að nú var í fyrsta sinn forystumaður í stjórnmálum dreginn til ábyrgðar. Heldur vegna þess að nýta þurfti lögin. Að svo virðist sem meiri líkur en minni séu á að lög um ráðherraábyrgð hafi verið brotin. Og nú er það hlutverk Landsdóms að taka afstöðu til hvort svo sé.

Hann er undarlegur eftirmálin sem atkvæðagreiðslan virðist ætla að taka. Maður skilur vel gremju sjálfstæðismanna, og fleiri ef því er að skipta. En niðurstaðan er komin og henni ber að una. Nema menn vilji nú finna sér nýtt mál til að karpa um. Það mun einungis færa virðingu Alþingis enn neðar en orðið er.  Í stað þess að taka á þeim alvarlegu vandamálum sem við blasa. Karp um niðurstöðuna mun engu skila, og tímabært að leggja það að baki. Einbeita sér að þvi sem nú skiptir mestu máli. Vandamálum heimilinna og fyrirtækjanna í landinu.

Niðurstaða alþingis til tillagna þingmannanefndarinnar sýnir okkur svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er að skilgreina ábyrgð á ákvörðunum og gjörðum ríkistjórna á nýjan leik. Svo hjá því verði komist í framtíðinni að vafi liggi á hvar ábyrgðin liggur. Við þurfum að hafa rikistjórn sem fjölskipað stjórnvald, þar sem allir ráðherrar bera jafna ábyrgð á ákvörðunum og gjöðum viðkomandi ríkistjórnar. Það myndi einnig einfalda margt en  jafnframt gera auknar kröfur til þeirra sem stjórnina fara hverju sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband