Innanbúðarvandamál

Eins og oft vill verða þegar maður lætur í ljós skoðanir sínar er ekki alltaf öllum sem líkar þær. Það kom fyrir mig í dag þegar ég eftirlét mér að láta þá skoðun mína í ljós að Vilhjálmur þ Vilhjálmsson ætti að segja af sér sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Ekki leið langur tími þar til vinur minn hafði samband og benti mér vinsamlegast á að svona töluðu sjálfstæðismennn ekki.  Þeir stæðu með sínum mönnum.  Það að ég sé sjálfstæðismaður meinar mér hinsvegar ekki að hafa skoðun. og þá skoðun sem ég mynda mér út frá málefninu hverju sinni. Ég get ekki séð að það sé hvorki mér né Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu ef ég þegi um hana. Ég get ómögulega samþykkt þá skoðun að í svona málum sé venjulegum manni best að láta ekki í ljós skoðun sína, ef hún er ekki í takt við það sem forystan segir. Hér er kannki helsta vandamálið að forystan hefur ekki sagt neitt ákveðið um hver er þeirra skoðun er utan það að Geir H Haarde er ekki tilbúinn til að gefa út hvort hann styðji Vilhjálm komi til þess að hann velji að taka borgarstjórastólinn. Hann virðir leikregluna og veit að það er ekki hans hlutverk að reka kjörna fulltrúa. Ég segi í blogginu að það sé vont að vera sjálfstæðismaður þessa dagana. Þetta er ekkert líkamlegt heldur meiri svona andleg vanlíðan, því það er ekki gott fyrir mann sem kjósanda að standa beinn í baki og þurfa(því ég valdi það ekki meðvitað) að verja svona lagað sem er algerlega á móti réttlætiskennd minni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...eru engar dúfur hér....ekki einu sinni ímyndaðar....farðu nú að skrifa gaur....ást til þín frá Tokyo.....mússmússsss...takk fyrir að vera til....

ThelmaB (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.