Mánudagur, 17. mars 2008
Hversvegna heyrist ekkert frá ráðherranum.
Það er skrýtið að á meðan almenningi finnst allt vera að fara á versta veg hvað varðar afkomu sína þá heyrist ekki hljóð úr horni frá fjármálaráðherra sem þó ræður yfir verkjameðalinu. Bara hækkunin á bensínverðinu hefur nú þegar tekið þá hækkun sem um var samið í kjarasamningum. Kannski hann ætli að ná inn kostnaði ríkisins vegna þeirra inn með því að aðhafast ekkert? Ég skil ekki af hverju hann er ekki þegar kominn fram með ráðstafanir sem minnka álögur á bensínverð. það er ekki eins og hann þurfi að borga úr ríkiskassanum heldur eingöngu að minnka innheimtu tímabundið. Það ríður örugglega ekki ríkissjóð að fullu.
Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
en Haarde var í Ameríku að segja frá velgengninni.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.