Sjávarútvegurinn græðir

Það rennur alltaf betur upp fyrir manni að það er eitthvað meira en lítið vitlaust við efnahagskerfi það búum við. Á sama tíma og meginþorri almennings hefur þungar áhyggjur af stöðu sinni vegna gengisfalls krónunar og undir þær áhyggjur taka samtök atvinnulífsins og fleiri góðir menn, þá kætist sjávarútvegsráðherra á bloggi sínu yfir nú sé krónan loksins rétt skráð og það sé kærkomið , en hefur hóflegar áhyggur af afkomu almennings.Það er ekki alveg ljóst hvort hann er meira ráðherra þjóðarinnar eða nýráðinn  hagfræðingur LÍÚ. Nú græðir sjávarútvegurinn. Auðvitað er það gott, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.

Það er svo skrýtið með þessa blessuðu stjórnmálamenn okkar hvernig þeir draga fram rök eftir því hvernig vindur blæs og upphefja eitthvað sem sagt hefur verið mörgum mánuðum fyrr í jafnvel allt öðru samhengi. Nú velur hann að vitna til Björgólfs Þórs þar sem hann bendir mönnum á að það séu rekstrafélögin sem skapi þann arð sem þjóðfélagið byggir á. Það held ég að allir menn sem komnir eru yfir miðjan aldur hafi  vitað, og í raun merkilegt að Björgólfur hafi séð ástæðu til að minna menn á það. Hann veit sínu viti.

Hitt er annað sem Einar K velur þó að draga ekki fram úr þessu viðtali, og það eru orð Björgólfs um að kannski sé tími til kominn að skipta um gjaldmiðil, og nefndi til sögunnar svissneska franka ef ég man rétt. Hann veit nefnilega líka sínu viti þar, enda sá íslendingur sem besta þekkingu hefur á fjármálakerfi heimsins. Það sést á árangrinum.

Á síðustu dögum höfum við bessevissarnir á blogginu farið mikinn og komið með allskonar góð ráð til handa ríkisstjórninni um hvað hægt væri að gera til að minnka áhrifin af þessu ástandi. En eftir því sem fleiri úttala sig um málið  þá verður maður því miður að vera  sammála Geir H Haarde að í raun þá sé ekki ástæða fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða, vegna þess að það er í raun ekkert hægt að gera, annað en bíða og vona. Slíkt er ástandið. Það er ekki til gjaldeyrisforði til að grípa inní.  

Auðvitað er það rétt hjá Björgvin G Sigurðssyni að kannski er ekki rétti tíminn til að taka þessa umræðu nú á meðan við berjumst við að halda bátnum á floti, ofan í þesssum djúpa öldudal.  Þar sem krónan heldur bara áfram að falla þrátt fyrir uppsveiflur á erlendum mörkuðum. En það held ég að öllum sé ljóst, að tíminn sé kominn til að taka upp umræðu um aðild að Evópusambandinu strax, þó það komi til með að taka okkur langan tíma að komast í þá stöðu að verða teknir þar inn. Allt annað er heimska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Sæll Hannes

Sendi þér hluta úr færslu sem ég bloggaði um svipað efni:

"Það er lífsnauðsynlegt að grípa til aðgerða. Hefja vaxtalækkunarferlið og smyrja hagkerfið með raunverulegum mótvægisaðgerðum sem virka hratt og vel. Ekki að koma með tillögur um að mála skúra í eigu ríkisins. Beina mótvægisaðgerðum að liðum sem m.a. hafa áhrif á þessu vitlausu verðtryggingu sem við höfum kosið að þjóna. Hemja verðbólguna á þann hátt, sérstaklega ef við höfum þá trú að um tímabundið ástand sé að ræða. Reisa og styðja við sjávarútvegsbyggðirnar sem hafa farið verst út úr niðurskurðinum með því að setja t.d. 50.000 tonna byggðakvóta á línu og færi og leyfa sveitarstjórnunum að ákveða afgjaldið fyrir kvótann og hvaða skilyrði fylgja úthlutuninni. Blása lífi í bryggjurnar og vinnsluna í landi og auka tekjur sveitarfélaganna. Þetta magn er ekkert í þeim stóra lífmassa sem við getum á engan hátt gert okkur grein fyrir hversu stór er. Það er örugglega auðveldara að spá fyrir og niður á síðasta hundraðið, hversu margir koma í Smáralindina á ári, heldur en hvað mikið má veiða úr hinum sameiginlega stofni þjóðarinnar. Þessi aðgerð kostar ekkert og tölfræðilega er ég viss um að 100 eða 150 þús. tonn til eða frá í ráðgjöf um aflamagn hafi engin áhrif á stærð hryggningarstofnsins, svo mikil er óvissan. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hversu margir koma í Smáralindina á ári, það er heldur ekki hægt að spá fyrir með einhverjum þúsunda tonna frávikum hversu mikið má veiða. Það er "heimskulegt" að ætla að ráðgjöf með svona mikilli óvissu geti leitt til niðurstöðu með svona þröngum vikmörkum. Það á að grípa til aðgerða strax en ekki að bíða eftir því að það verði um seinan."

Hagbarður, 19.3.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband