Sandgerði á toppnum

Nú er það ljóst skv úttekt tímaritsins Vísbendingar að best er  búa í Sandgerði af öllum bæjum á Suðurnesjum. Því trúi ég alveg. Það sem kemur manni þó skemmtilegast á óvart er hve Sandgerðingar virðast vera alveg lausir við einhverja græðgi. Í viðtali sem tekið er við bæjarstjórann þeirra Sigurð Val Ásbjarnarsson skín í gegn lítillætið þegar hann svarar þeirri spurningu blaðamanns hversvegna hann telji að fólk sem vinni á höfuðborgarsvæðinu setjist að í Sandgerð.

 " Lóðargjöld hjá okkur fyrir einbýlishúsalóð er um ein milljón. Auðvitað má fólk borga okkur sautján milljónir eins og það myndi borga fyrir sambærilega lóð í Reykjavík - en þá látum við líka tvo Hummerjeppa standa á lóðinni þegar það tekur við henni "Svona eiga sýslumenn að vera. Til hamingju Sandgerðingar.Sandgerði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Bæjarstjóri þeirra Sandgerðinga er góður maður enda alin upp í Njarðvík og þaðan fær hann sennilega húmorin og lítiðlætið en annars ef gaman að sjá þessa niðurstöðu og segir okkur að það sé ekki endilega fyrirgangurinn sem blífur

Jóhann S Kristbergsson, 20.3.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.