Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Alltaf leggst manni eitthvað til, hélt ég!
Það var náttúrlega alveg frábært að vakna í morgun, orðinn gamall maður að áliti sumra barnanna og allra barnabarnanna. Fann þó ekki merkjanlegan mun frá í gær hvað varðaði hrörnun mína.
Mér létti óneitanlega mikið þegar ég fletti Mbl og á síðu 4 var viðtal við helmingi eldri mann úr Kópavoginum, sem ekki notar nein lyf og les ennþá gleraugnalaust. Hann hafði svo sem enga sérstaka skýringu á langlífi sínu, kannaðist ekki við að hafa stundað miklar íþróttir, en hafði græna fingur. Hafði að vísu reykt til sextugs og neytt áfengis í hófi.
Ég náttúrulega flýtti mér að benda frúnni á að ég væri náttúrlega lifandi eftirmynd þessa manns, stundaði ekki íþróttir af kappi sem raunar þýðir að ég hleyp ekki nema ég verði hræddur, og ég hef gaman af að dunda í garðinum.
Frúin náði mér náttúrulega niður á jörðina með það sama og benti mér strax á að t.d væri ég byrjaður að nota gleraugu, og það þýddi lítið fyrir mig að afsaka ístöðuleysi mitt gagnvart reykingum með því að benda á einhvern annan. En ef ég vildi ná svo háum aldri sem þessi maður, væri mér vissara að hætta að reykja.Sagði hún um leið og hún afhenti mér gjafabréf sem hafði borist upp á ókeypis ristilskoðun hjá Heilbrigiðstofnun Suðurnesja og bætti við að ég gæti svo sem tekið upp hlaup síðar. 1-0 fyrir henni.
Gafst samt ekki alveg upp með þessa röksemdarfærslu mína og prófaði að beita henni á vinnufélagana sem mættu mér strax af hörku og höfðu vonað að ég hefði ekki séð þessa grein. það var sama hvað ég gaf þeim af kökum og brauði til bæði fagna deginum og náttúrulega líka til mýkja þá í afstöðunni þá varð ég að lúta í lægra haldi líka gagnvart þeim, og aftur voru það reykingarnar sem felldu mig . Það er víst ekki um nema eina leið að ræða til að ná yfirhöndinni gagnvart þessu fólki og það er að hætta að reykja. Þetta er líka fínn tímapunktur til þess. en ég klára samt fríið áður.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið! Bestu kveðjur úr Garðinum.
Særún Rósa Ástþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:41
til hamingju - þú veist svo að það sem er talið hollt í dag verður óhollt á morgun. hvur veit nema reykingarnar okkar verði einhverntíma taldar bráðhollar!!!
Bjarni Harðarson, 27.4.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.