Hvort kemur á undan hænan eða eggið?

Jæja þá er maður kominn úr fríinu. Tíu dagar þar sem maður hugsaði ekkert hvað væri að gerast hér heima á Fróni, og hafði svo sem litlar áhyggjur af því. Lærði ýmisleg trikk í golfinu, eins og til dæmis hvernig maður ætti ekki að vera að slæsa of mikið út til hægri, það myndi bara enda með skógarferð auk þess sem maður fengi bara köngla í hausinn. Það væri betra að halda sig hóflega til hægri við miðjuna. Nefndi þessa hugaróra mína aðeins  við konuna, sem fannst ég vera fullpólitískur í mínu golfspili. Hún ákvað að spila vinstra meginn þennan dag, það var ekki alveg að gera sig.  Þetta var það eina sem ég gat tengt við pólitík í ferðinni, þó ég hafi svo sem ekki beint legið andvaka yfir því, en hugsaði samt að jafnt í golfi sem í pólitik væri gott að halda sig við gerð leikjaplön eða stefnuskrár og víkja ekki frá þeim nema að vel athuguðu máli.

Er heim kom beið manns náttúrulega allskonar póstur misjafnlega skemmtilegur Visa reikningurinn á sínum stað og svo eitt bréf sem ég hafði svo sem beðið svolítið eftir og varðaði kæru sem ég sendi til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem ég óskaði eftir að fá að sjá fundargerðir einkavæðingarnefndar um það er varðaði Hitaveitu Suðurnesja, og hafði verið neitað um að sjá af formanni nefndarinnar . Ekki að það skipti neinu máli lengur hvað í þeim stóð, heldur frekar hitt að ég fengi að sjá þær eins og ég taldi mig hafa rétt til á grundvelli upplýsingalaganna.  

Í þessum fundargerðum var svo sem ekkert nýtt, en þó fékk maður staðfestingu á því að það var á sama fundi einkavæðingarnefndarinnar sem fjármálaráðherran ákvað að hefja söluferlið á hlut ríkisins, og kynnt var bréf frá Glitni banka sem óskuðu eftir að kaupa hlutinn. þá er það  bara spurningin? Hvort kom á undan eggið eða hænan? Ekki borgar sig nú að velta sér mikið upp úr því. Eftirleikinn þekkja allir.

Það var hressandi að sjá hinar gömlu kempur Jón Baldvin og Ragnar Arnalds takast á í Silfri Egils. Þar voru menn sem ræddu pólitík og voru ekki að gaspra hver upp í annan í umræðunni. Þeir sýndu hvor öðrum fulla virðingu í alla staði. Margur yngri pólitíkusinn gæti mikið lært af þessum kempum hvað það varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Heill og sæll vertu og til hamingju með að fylla fimmta tuginn.

Það er gaman að sjá að þú kemur galvaskur og fullur gleði á klakan tilbúinn að taka slaginn á þessum góðu tímum þar sem allt virðist ætla til andskotans að fara, ég vona að þú haldir áfram að stríða Þórunni á hægri sveiflunni sem gæti endað vinstra megin.(Sástu einhverjar dúfur þarna á golfvellinum).

Kveðja og velkomin heim Jóhann Sævar.

Jóhann S Kristbergsson, 5.5.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.