Þriðjudagur, 6. maí 2008
Hvar er rétti endinn?
Ég fór eitthvað að velta fyrir mér umræðunni um það hvort íslendingar ættu að sækja um inngöngu í Evópusambandið í dag. Var ekki alvega að skilja grein sem Birgir Ármannsson hafði skrifað um þessi mál og birtist í mbl. þann 29.apríl.
Hann byrjar greinina á að tala um alla þá ágætismenn, og konur sem reifað hafa það sjónarmið að komin sé tími á að hefja umræður um hugsanlega aðild að ESB og vilja að látið sé á það reyna hvað er í boði. Og hann fellst á þau rök að ekki sé unnt að vita nákvæmlega hvaða kjör okkur bjóðast nema að slíkar umræður hafi farið fram.
Hann áréttar einnig og vill halda því til haga að bæði þing og þjóð fengju oftar en einu sinni tækifæri til að hafa áhrif á gang mála, enda ljóst að að slíkur samningur yrði borinn bæði undir Alþingi og kjósendur,þar sem ljóst ljóst að hugsanleg aðild kallar á stjórnarskrárbreytingar, sem samþykkja þarf af tveimur þingum, með kosningum á milli.
Nú hafa verið gerðar nokkrar skoðanakannanir um hver vilji kjósenda er sem flestar vísa í sömu átt, og það er að teknar verði upp aðildaviðræður. Og það er sú grundvallarspurning sem við þurfum að svara, áður en frekari skref eru tekinn. Auðvitað eigum við að byrja að hafa þjóðaratkvæði um hvort við viljum aðildarviðræður. þær viðræður eru án nokkurar skuldbindingar um að þjóðinn eða þingið samþykki þann samning er út úr þeim koma.
það þarf í raun ekki að fara út í meiri rökræður um hverjir kostirnir og gallarnir við hugsanlega aðild fyrr en þeirri spurningu hefur verið svarað. það er fyrst eftir að sú niðurstaða liggur fyrir sem einhver möguleiki er að átta sig hverjir gallarnir og kostirnir eru, þegar viðræður hafa farið fram, og eitthvað fast liggur á borðinu til að taka afstöðu til.
Mér finnst því skrýtinn sú niðurstaða Birgis að áhugamenn um aðild hafi byrjað umræðuna á röngum enda, og séu komnir langt fram úr sér, með því að leggja til aðildarumræður. Það er frekar að hann sé að reyna binda hnút á báða enda til að þæfa umræðuna og greinilega löngu búinn að gefa sér útkomuna úr slíkum viðræðum og farinn að rökræða um hana áður en hún liggur fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2008 kl. 14:28 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hannes!
Hversvegna kemur mér ekki á óvart að við erum algjörlega sammála í einu og öllu hvað þetta mál varðar?
Kær kveðja, Guðbjörn
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.5.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.