Ný mynd á náttborðinu.

Konan hefur verið eitthvað undarleg síðustu daga og verið að prenta út myndir af bæjarstjóranum okkar í gríð og erg, myndir sem ég hef ekkert skilið í hvar hún hefur fengið. Áttaði mig þó í morgun hvaðan þetta kemur , þegar ég fór inn á heimasíðu Reykjanesbæjar og sá að hún hafði tekið miklum breytingum. Þar getur maður fengið ágætismynd af bæjarstjóranum, sem nú hefur svo ratað á náttborðið hjá mér. Heldur finnst mér nú stemmningin þar inni hafa kólnað í kjölfarið. Fannst sjálfum nóg að hafa eina í eldhúsinu.

 

Annars var fróðlegt að ferðast á þessari nýju heimasíðu, og margar góðar breytingar sem þar hafa verið gerðar, þótt auðvitað taki  einhvern tíma að ná fullum tökum á henni. Var til dæmis smástund að finna út úr hvar fundargerðir nefnda og ráða voru geymdar, sem eins og lesendur þessarar síðu vita að er eitt uppáhaldsefni mitt.

 

Fann þetta allt þó að lokum og sá þá að á síðasta bæjarráðsfundi höfðu greinilega orðið einhverjar umræður um tilurð þessarar síðu í tilefni af innsendu bréfi til bæjarráðs frá Georg Brynjarssyni. Ekki er nú bréfið birt sem þó væri náttúrulega sjálfsagt þar sem vitnað er til þess í umræðu frá fundinum. Bókun Guðbrands Einarssonar hvað þetta varðaði fannst mér orð í tíma töluð, og í raun furðulegt að mál þetta skuli ekki fyrir löngu hafa verið rætt í bæði bæjarráði og bæjarstjórn og mynduð  einhver heilstæð stefna hvað varðar innkaup bæjarins á þjónustu.

 

Vinur minn sem rekið hefur lítið fyrirtæki hér í bæ til margra ára hafði einmitt  á orði fyrr í vetur að  bæjarfélagið væri æ meira að sækja allskonar þjónustu til Reykjavíkur og litlu fyrirtækin yrðu stöðugt af viðskiptum þar af leiðandi.Og fengju æa færri verkefni frá bænum. Hafði á orði ef þessar stefnu yrði framfylgt mikið lengur, yrði sennilega jafnmikið að gera hjá bæjarstjóranum að loka  fyrirtækjum í síðasta sinn eins og nú er að opna fyrirtæki sem flytja til bæjarins.

 

Nú gæti maður skilið að þetta væri gert, ef  kostnaðarmunur væri umtalsverður eða að ekki væri hægt að kaupa þjónustuna í bænum. En ef hægt er að kaupa þjónustuna í bænum á skilyrðislaust að kaupa hana hér , jafnvel þótt  munur sé, því það skilar sér  til baka í bæði öflugra  atvinnulífi og tekjum inn á svæðið. Allt annað er að pissa í skóinn hjá sér.

 

Enhvern veginn finnst mér rétt að athuga í framhaldi af þessu hvort ekki sé öruggt að mynd þeirri sem bæjarskrifstofurnar hafa tekið að sér að dreifa sé ekki alveg örugglega tekin  af  einhverjum þeim atvinnuljósmyndurum er hér starfa, þó lýsingin bendi þó til að hún sé tekin í Reykjavík. Því frekar finnst mér kaldur svipurinn þegar ég fer að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband