Taktlaust

Flest fylgdumst við með ræðu forætisráðherrans í gær, og engum duldist sú alvara sem þar var á ferð.  Ráðherrann flutti mál sitt af festu og meðvitaður um þá ábyrgð sem á honum hvíldi. Flest hlustuðum við og skildum, og gerðum okkur fulla grein fyrir að margir ættu eftir að eiga um sárt að binda í framhaldinu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Það var því dapurt að sjá á heimasíðu dómsmálaráðherrans nú í morgun, hvert hugarfar þingflokks sjálfstæðismanna var á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar var í sárum og óttaðist framtíð sína. Þar virðist afstaðan ekki taka svo mikið til innihalds ræðunnar, sem í raun er áfellisdómur yfir frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins, heldur virðist sem þar hafi ríkt múgstemmning sem fyrst og fremst einblíndi á foringjann og frammistöðu hans , en minna máli hvað hann var að segja.

,,Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman klukkan 15.00 og þar var frumvarpið lagt fyrir þingmenn og kynnti Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra það í fjarveru Geirs H. Haarde, sem var að búa sig undir ávarp til þjóðarinnar, sem hann flutti í sjónvarpi og útvarpi klukkan 16.00. Þar lýsti hann því, hvernig fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar væri komið. Við hlustuðum á hann í þingflokksherberginu og að máli hans loknu var honum klappað verðskuldað lof í lófa," segir á heimasíðu dómsmálaráðherrans

Engum  held ég að hafi dottið í hug að klappa fyrir innihaldi þessarar ræðu, og ekki er það traustvekjandi fyrir framhaldið  að vita af þroski þingmanna Sjálfstæðisflokksins er ekki meiri en þetta, að þeir eru ekki í sambandi við þjóðina. Þeir eru ekki raunveruleika tengdir. Hverjum dytti í hug að fara að klappa fyrir flugstjóra sem í gegnum kallkerfið tilkynnti að nauðsynlegt reyndist að nauðlenda, vegna þess að dautt væri á báðum hreyflunum, sökum  þess að hann hafði gleymt að setja bensín á tankanna áður heldið var af stað. Ljóst væri að margir myndu skaðast og hljóta örkuml það sem eftir væri. Ég held að sama í hve flottum búning eða hve mjúk röddin væri sem flytti slík tíðindi mundu flestir fremur kjósa að leggjast á bæn fremur en að klappa fyrir hve flottur flugstjórinn væri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.

Gummi Valur (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Heldur þú ekki að það hafi verið klappað í takt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 15:15

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það hefur örugglega verið klappað í takt eins og er síður í Sjálfstæðisflokknum

Úrsúla Jünemann, 7.10.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Einstaklega kjánaleg viðbrögð, en koma svosem ekki á óvart úr þessari átt. Sjálfstæðisflokkurinn minnir oft á Sovét kalda stríðsins, sem Björn saknar svo sárlega. Kannski Bjössi fái að fara með Geir til Moskvu að snapa lán. Það væri saga til næsta bæjar .

Heimir Eyvindarson, 7.10.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.